Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 30
FÓLK|TÍSKA Amma mín var kjólameist-ari, mamma saumaði mikið og tengdamamma heitin líka. Ég hef alltaf verið í kringum saumaskap og fór ung að sauma fötin á dúkkurnar mínar. Saumaskapur er mitt áhugamál,“ segir Brynja Dögg Gunnarsdóttir. Áhugamál Brynju vatt þó upp á sig og nú saumar hún barnaföt, undir heitinu Agú, í stofunni heima hjá sér. „Ég fór að sauma á dóttur mína fyrir rúmu ári, í fæðingar- orlofinu. Svo fóru vinkonurnar að panta hjá mér og þannig óx Agú hratt. Eftir að stelpan mín fór á leikskóla hef ég meiri tíma og nýti líka kvöldin vel til að klára pantanir. Ég skipti stofunni hjá mér bara upp og bjó til pláss þar sem ég er með fleiri en eina saumavél uppi, til að þurfa ekki alltaf að vera að skipta um þráð. Svo sit ég bara við,“ segir Brynja. „Ég hef varla undan.“ Brynja teiknar upp sniðin sjálf en fer eftir stöðluðum stærðum. Hún flytur sjálf inn efnin þar sem erfitt er að finna það sem hentar hér á landi. Flíkurnar hennar eru komnar í sölu í versluninni Fiðrildinu í Faxafeni og einnig heldur Brynja úti vefverslun á www.agu.is. Hún segist einnig frá margar pantanir gegnum Facebook-síðu Agú og hefur nóg að gera. „Ég hef til að byrja með saum- að á yngstu börnin en er farin að bæta við stærðum, allt upp í tíu ára. Ég fæ pantanir á eldri krakka og jafnvel á fullorðna líka en ég anna því ekki enn. Þegar dóttir mín verður eldri langar mig í skóla og að læra eitthvað þessu tengt og draumurinn er auðvitað að geta opnað litla verslun með vinnustofu á bak við. Það má alltaf láta sig dreyma.“ FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir FÓR UNG AÐ SAUMA Brynja Dögg Gunnarsdóttir ólst upp við saumaskap og saumar nú barnaföt undir heitinu Agú. MYND/GVA AGÚ Flíkurnar fást í versluninni Fiðrildinu í Faxa- feni á og www.agu.is. MYND/AGÚ SUMARLEGT Fylgjast má með Agú á www.agu.is og á Facebook. SAUMAR Í STOFUNNI BÖRN Brynja Dögg Gunnarsdóttir fór ung að sauma föt á dúkkurnar sínar. Áhugamálið vatt upp á sig og nú saumar hún barnaföt undir heitinu Agú. Sumarbuxurnar þetta árið eiga að vera þægilegar. Þær eru þunn- ar, skrautlegar, víðar um rass og mjaðmir en þröngar niður. Blómamynstur er vinsælt, en einnig dýramynstur og rendur. Það er í raun alveg sama hvernig mynstrið er því buxurnar eru fáanlegar í fjölbreyttu úrvali. Sumar minna meira að segja á þægilegar náttbuxur. Hægt er að fá buxurnar sparilegar en þær passa einstaklega vel við fallega, hvíta skyrtu. Hér fyrir ofan má sjá nokkrar flottar sumarbuxur. FLOTTAR SUMARBUXUR Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Belladrs n onnaVe luni Flott föt fyrir flottar konur stærðir 38-58 Liverpool lagerhreinsun! 30-90% afsláttur af öllum Liverpool vörum! LFC Treyjur frá aðeins 1.990 - 5.990 kr. LFC Stuttbuxur á aðeins 2.990 kr. LFC Sokkar á aðeins 990 kr. LFC Barnasett frá aðeins 2.990 – 4.990 kr. LFC Jakkar og Úlpur á aðeins 5.990 kr. ReAct / Bæjarlind 4 / Kópavogi / S: 571 9210 / www.react.is ÉG KÆLI CREAM GEL Ég er kælandi fótagel sem dregur í sig þreytu dagsins. Undragel fyrir þreytta og bólgna fætur. Flott blanda með góðum innihaldsefnum eins og myntu og Eucalyptus. Made in Italy www.master-line.eu Fæst í apótekum og Hagkaup
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.