Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 38
12. JÚNÍ 2014 FIMMTUDAGUR6 ● HM-blaðið
Þegar hinn 32 ára gamli bygg-
ingaverkamaður Muhammad´Ali
Maciel Afonso mætti í vinnuna
fimmtudaginn 8. maí fyrr á
þessu ári var það hans síðasti
vinnudagur. Hann var að setja
upp samskiptabúnað í hinum
glænýja leikvangi Arena Pantanal
í vestanverðri Brasilíu þegar hann
varð fyrir raflosti. Hálftíma síðar
var hann látinn.
Afonso var áttundi verka-
maðurinn sem lést við undir-
búning heimsmeistaramótsins í
knattspyrnu sem hefst í dag. Fyrr
á þessu ári fóru verkamenn við
Manaus-leikvanginn í verkfall til
að krefjast betri vinnuaðstæðna
eftir að þriðji vinnufélagi þeirra
hafði látist af slysförum.
Það hefur gengið á ýmsu í
undirbúningnum fyrir HM. Þrátt
fyrir að allir tólf leikvangarnir ættu
að vera tilbúnir fyrir árslok 2013
standa framkvæmdir við nokkra
þeirra enn yfir.
Einnig er óvíst hvort flugvellir
og aðrar samgöngur landsins
verði tilbúnar til að taka á móti
öllum þeim fjölda fólks sem kemur
til með að heimsækja landið
meðan á HM stendur. Sepp Blatter
hefur lýst því yfir að á ferli sínum
hjá FIFA hafi hann aldrei séð gest-
gjafa vera jafn langt á eftir áætlun,
jafnvel þótt Brasilía hafi fengið
meiri tíma en nokkur önnur gest-
gjafaþjóð til að undirbúa sig.
Arena de São Paulo mun hýsa
opnunarleik mótsins á milli
Brasilíu og Króatíu. Þak leik-
vangsins mun þó líklega ekki
vera tilbúið fyrr en að mótinu
loknu. Í undirbúningsleik fyrr í
mánuðinum voru aðeins 40.000
miðar seldir, þótt völlurinn taki
65.000 manns í sæti. Ástæðan var
sú að slökkviliðið vildi ekki hleypa
áhorfendum inn á hluta vallarins
af öryggisástæðum.
Erfiðleikarnir við undirbúning
HM munu að öllum líkindum
endurtaka sig fyrir Ólympíuleik-
ana í Ríó 2016. Nýlega kom fram
í fréttum að flóinn, þar sem sigl-
ingakeppnir leikanna munu fara
fram, er og verði undirlagður rusli,
skólpi og jafnvel mannslíkum og
hundshræjum. En eins og staðan
er núna eiga Brasilíumenn nóg
með að leggja lokahönd á HM sem
hefst í dag.
Heimsmeistaramótið 2014 á að
vera tákn um vaxandi efnahags-
mátt og sterka stöðu Brasilíu
í alþjóðasamfélaginu, líkt og
þegar landið hélt HM síðast fyrir
64 árum. Hinir glæstu draumar
þjóðarinnar urðu þá vonbrigðum
að bráð, bæði á knattspyrnuvell-
inum og í brasilísku samfélagi.
Mun sagan endurtaka sig í ár?
Á síðustu
stundu
Valið á Brasilíu sem gestgjafa
HM í knattspyrnu árið 2014
kom fáum á óvart. Eftir
að Kólumbía dró umsókn
sína um að halda keppnina
til baka var Brasilía eina
umsóknarþjóðin sem stóð
eftir. Það var því aðeins
formsatriði að nafn landsins
yrði dregið úr umslaginu í
október 2007. Brasilía hafði
frá upphafi verið augljósi
valkosturinn enda kváðu
reglur FIFA á um að hvert
heimsmeistaramót yrði að
vera haldið í ólíkri heimsálfu
og árið 2014 var röðin komin
að Suður-Ameríku.
Fyrir ekki svo löngu virtist allt í
lukkunnar velstandi í Brasilíu. Efna-
hagurinn blómstraði, Ríó de Janeiro
var valin til að halda Ólympíuleikana
2016 og ekki skemmdi sigurinn á
heimsmeisturum Spánverja í úrslitaleik
Álfukeppninnar 2013 fyrir.
Undir yfirborðinu kraumaði hins
vegar djúpstæð óánægja. Þegar
Álfukeppnin í Brasilíu hófst gekk
mótmælaalda yfir landið. Í Ríó
mótmæltu 300.000 manns hið minnsta
og samanlagt tvær milljónir manna
tóku þátt í mótmælum í meira en 80
borgum víðs vegar um Brasilíu. Mót-
mælin hafa meðal annars verið kölluð
Revolta do Busão, eða Strætóbyltingin,
og var þeim beint gegn hækkandi far-
gjöldum í almenningssamgöngum.
Það var þó ekki allt, því aðrir þættir
komu einnig inn í dæmið. Almenn-
ingur var búinn að fá sig fullsaddan
af landlægri spillingu og skorti á fjár-
veitingu í mennta- og heilbrigðismál,
á sama tíma og óheyrilegar fjárhæðir
fóru í að undirbúa dýrustu heimsmeist-
arakeppni sögunnar. Bloomberg-frétta-
veitan gerir ráð fyrir að keppnin muni
kosta rúma 1.600 milljarða króna, en
þessar upphæðir, sem hafa farið langt
fram úr áætlun, hafa vakið hneykslan.
Reiði fólks beinist ekki einungis
gegn stjórnvöldum heldur einnig
gegn FIFA sem margir sjá fyrir sér sem
græðgina holdi klædda, hrægamm
sem muni rýja Brasilíu inn að skinni.
Knattspyrnugoðsögnin Romário hefur
meðal annarra lýst sig andsnúinn fjár-
austrinu og kallað Sepp Blatter, forseta
FIFA, þjóf og skíthæl.
Mótmælin hafa tekið aftur við sér
eftir því sem nær dregur mótinu, en
nú síðast fóru lestarstarfsmenn í Sao
Paulo í verkfall og lömuðu þar með
stóran hluta samgöngukerfis fjölmenn-
ustu borgar landsins. Hrottaskapur
lögreglunnar hefur heldur ekki bætt
úr skák, bæði gagnvart mótmæl-
endum og í „friðþægingaraðgerðum“
í fátækrahverfunum. Gróft ofbeldi af
hálfu lögreglumanna er ekki óalgengt
í baráttu hennar gegn glæpagengjum
og fólk er jafnvel hræddara við laganna
verði en glæpamennina.
Ævintýri Brasilíu virðist vera að
breytast í martröð. Góðærinu er
lokið og framtíðin er óljós. Þeim
Brasilíumönnum sem eru óánægðir
með ástandið í landinu fjölgar sífellt og
mælast þeir nú 72 prósent þjóðarinnar.
Fólk virðist ekki sætta sig lengur við
grófa misskiptingu auðs, spillingu og
taumlausa eyðslu í hvíta fíla líkt og HM.
Það eina sem gæti réttlætt fjár-
austrið í augum margra Brasilíumanna
er heimsmeistaratitill. En þótt Brasilía
standi uppi sem sigurvegari á HM er
það engin trygging fyrir því að öldurn-
ar lægi, enda bíða þessa fjölmennasta
ríkis Suður-Ameríku miklar áskoranir.
Það er oft sagt að knattspyrna sé trúar-
brögð. Ef svo er þá hefur brasilíska
þjóðin fundið takmörk trúar sinnar.
Allt við suðumark