Fréttablaðið - 12.06.2014, Page 44
12. JÚNÍ 2014 FIMMTUDAGUR12 ● HM-blaðið
Velkomin til Húsavíkur!
4. Landsmót UMFÍ 50+
Íþrótta- og heilsuhátíð!
ÞingeyjarsveitNORÐURÞING
Keppnisgreinar:
Blak, boccia, bogfimi, bridds, dráttavélaakstur, fjallahlaup, frjálsar, íþróttir,
golf, hestaíþróttir, hrútadómar,jurtagreining, línudans, pútt, pönnukökubakstur,
ringó, skák, skotfimi, stígvélakast, sund, sýningar, þríþraut.
Húsavík 20.–22. júní 2014 Skráning: umfi.is
Skráðu þig, þitt fyrirtæki eða hóp til leiks á www.ganga.is
Spilað með Brazuca
Þessir slógu óvænt í gegn á HM
Mwepu Ilunga
Saír | HM 1974
Ein helsta költhetja HM-sögunnar.
Ilunga er þekktastur fyrir atvik sem átti
sér stað í leik Saír og Brasilíu á HM 1974,
þar sem hann hljóp úr varnarveggnum
og þrumaði boltanum í burtu þegar
Brasilíumenn voru að undirbúa
aukaspyrnu. Þetta leit kjánalega út,
Brassarnir hristu hausinn og áhorfendur
hlógu, en raunveruleikinn var ekki
jafn broslegur. Ilunga og samherjar
hans, sem höfðu tapað tveimur fyrstu
leikjum sínum 2-0 og 9-0, fengu fyrir
leikinn þau skilaboð frá mönnum
einræðisherrans, Mobutu Sese Seko,
að ef þeir myndu tapa með fleiri en
þremur mörkum gegn Brasilíu fengju
þeir aldrei að sjá fjölskyldur sínar framar.
Leikurinn gegn Brasilíu var því í bók-
staflegri merkingu upp á líf og dauða
fyrir Saírmenn. Sem betur fer endaði
leikurinn „bara“ 3-0 og Ilunga er, eftir því
sem best er vitað, enn á lífi.
Keppnisbolti HM 2014 heitir
Brazuca og er hannaður af
Adidas sem hefur séð FIFA fyrir
boltum á HM síðan 1970. Þetta
er í fyrsta skipti sem almenning-
ur velur nafn á keppnisboltann.
Yfir milljón manns tóku þátt
í kosningunni um besta nafnið
og fékk Brazuca tæplega 78
prósent atkvæða. Hin nöfnin
sem komu til greina voru Bossa
Nova og Carnavalesca. Bossa
Nova fékk rúm 14 prósent en
Carnavalesca aðeins rúm 7
prósent.
Munstrið og litirnir í bolt-
anum er vísun í hin brasilísku
óskabönd sem eru mjög svo
vinsæl í landinu. Orðið Brazuca
er orð sem heimamenn nota
meðal annars stoltir er þeir
lýsa því hvernig það sé að vera
Brasilíumaður og einlægur
knattspyrnuunnandi.
Boltinn er framleiddur í
Pakistan af Forward Sports.
Fyrirtækið fékk samninginn
óvænt eftir að aðalframleiðandi
Adidas í Kína gat ekki sinnt
eftirspurninni. Forward Sports
hefur unnið með Adidas síðan
1995 og framleitt marga bolta
fyrir fyrirtækið, meðal annars
bolta fyrir Meistaradeildina.
Boltinn er 473 grömm að
þyngd og hann var prófaður af
yfir 600 knattspyrnumönnum
og 30 liðum út um allan heim
á tveimur og hálfu ári. Meðal
þeirra sem gáfu sitt samþykki
voru Lionel Messi og Zinedine
Zidane.
Salvatore Schillaci
Ítalía | HM 1990
Sennilega frægasta dæmið um eins
móts undur. Enginn sá það fyrir að
Schillaci yrði ein af aðalstjörnum HM
1990. Sikileyingurinn kom inn á sem
varamaður í fyrsta leik Ítalíu gegn
Austurríki og skoraði sigurmarkið, en
alls skoraði hann sex mörk á mótinu
og varð markakóngur þess. Frægðarsól
Schillacis hneig hins vegar hratt til
viðar. Hann skoraði aðeins eitt mark fyrir
ítalska landsliðið eftir HM 1990 og að-
eins 22 mörk á næstu fjórum tímabilum
í Serie A. Schillaci lauk ferlinum með
Júblio Iwata í Japan.
Joe Gaetjens
Bandaríkin | HM 1950
Gaetjens lék aðeins þrjá landsleiki og
skoraði eitt mark, en með því skráði
hann nafn sitt í HM-sögubækurnar.
Gaetjens skoraði eina mark leiksins
þegar Bandaríkin unnu England á HM
1950, en þau úrslit eru jafnan talin með
þeim óvæntari í sögu HM. Þegar enskur
ritstjóri sá úrslitin taldi hann að um
innsláttarvillu væri að ræða, leikurinn
hlyti að hafa farið 10-1 fyrir England.
Það skrítnasta við þetta allt saman var
kannski að Gaetjens, sem fæddist á
Haítí, var ekki einu sinni með banda-
rískan ríkisborgararétt og fékk aldrei
slíkan. Talið er að hann hafi verið tekinn
höndum og myrtur af leyniþjónustu
François „Papa Doc“ Duvalier, forseta
Haítí, árið 1964.
Oleg Salenko
Rússland | HM 1994
„Hann er kominn, hann er farinn,“ þau
fleygu orð úr Útlaganum eiga ágætlega
við um landsliðsferil Salenkos. Hann
átti aðeins fimm landsleiki að baki
fyrir Rússland þegar HM 1994 hófst
og hann bætti þremur við í Banda-
ríkjunum. Salenko kom inn á sem
varamaður gegn Brasilíu, skoraði eina
mark Rússlands í tapi gegn Svíþjóð
og sprakk svo út í lokaleiknum gegn
Kamerún þar sem hann skoraði fimm
mörk, en Salenko er til þessa dags eini
leikmaðurinn sem hefur afrekað það í
sögu HM. Leikurinn gegn Kamerún var
jafnframt hans síðasti landsleikur.
Pak Doo-Ik
Norður-Kórea | HM 1966
Norður-Kórea fékk eitt stig úr fyrstu
tveimur leikjum sínum á HM 1966 og
aðstoðarþjálfari Ítalíu, sem fylgdist
með þeim, sagði að það hefði verið
eins og að horfa á gamanmynd. En í
þriðja leiknum komu N-Kóreumenn,
vel studdir af áhorfendum á Ayresome
Park í Middlesbrough, öllum á óvart
og unnu Ítali 1-0 með marki frá Pak.
N-Kóreumenn fóru áfram í átta liða
úrslit á kostnað Ítala sem voru grýttir
með tómötum við heimkomuna. Pak
og félagar duttu út í átta liða úrslitum
gegn Portúgal (eftir að hafa komist 3-0
yfir eftir 24 mínútna leik), en afrekum
þeirra voru seinna gerð skil í heimildar-
myndinni The Game Of Their Lives.