Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 60
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 LJÓMANDI GÓÐAR SÓMASAMLOKUR Fjórar nýjar kiljur koma inn á met- sölulista Eymundsson þessa viku. Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman kom út á föstu- daginn og rýkur beint í fyrsta sætið. Fredrik þessi átti einmitt eina af vinsælustu bókum seinasta árs, Maður sem heitir Ove. Aðrar nýjar sumarkiljur sem rjúka upp listann eru Piparköku- húsið, Síðasta orðsending elsk- hugans og Bragð af ást. Önnur skáldverk á topp tíu lista vikunnar eru spennusagan Öngstræti og þriggja vasaklúta unglingadramað Skrifað í stjörn- urnar. Amman beint á toppinn METSÖLUHÖFUNDUR Ný bók Fredriks Backman, Amma biður að heilsa, rýkur beint í toppsæti metsölulistans. „Við erum hérna á Ísafirði að fara að halda okkar fyrstu listahátíð sem heitir LÚR-festival eða Lengst útí rassgati. Það eru um 12 ung- menni sem hafa staðið að mestum hluta skipulagningarinnar en þau eru á aldrinum 16 til 19 ára og ein sem er 26 ára,“ segir Ólöf Dóm- hildur Jóhannsdóttir, verkefna- stjóri menningarmiðstöðvarinnar Edinborgarhússins. „Við byrjum í kvöld með því að blásið verður í fornnorræna hljóðfærið lür, sem við pöntuðum frá Tolga í Noregi. Þetta er gamalt víkingahljóðfæri, einn komma þrír metrar að lengd og lítur út eins og trompet með engum tökkum. Smíðað úr birki og kemur fyrst fyrir í Íslendinga- sögunum.“ Það er Madis Maëkalle, sem kennir á blásturshljóðfæri við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem fær þann heiður að vígja hljóðfærið og að opnunarathöfninni lokinni hefst tískusýning á Silfurtorgi í umsjón Morrans, sem er leiklistarhópur Vinnuskólans. Dagskránni í kvöld lýkur svo með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á föstudag hefjast danssmiðja og hönnunarsmiðja sem öllum eru opnar. „Markhópurinn er fólk á aldrinum 16 til 30 ára,“ segir Ólöf. „En það er öllum velkomið að koma og taka þátt. Við erum ekki með neina aldursfordóma og viljum endilega fá sem flesta til okkar.“ Hátíðinni lýkur með lokahófi á laugardagskvöld þar sem hljóm- sveitin Mammút er aðalnúmerið en auk hennar leika tvær ísfirskar unglingahljómsveitir, söngkonan Freyja Rein treður upp og hljóm- sveitin Rhythmatic leikur nokkur lög. „Við vonum bara að sem flest- ir láti sjá sig og skemmti sér með okkur,“ segir Ólöf. „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð en það er ókeypis á alla viðburðina nema lokahófið svo við bindum vonir við að þátttakan verði góð.“ fridrikab@frettabladid.is Lengst útí rassgati festival LÚR-festival verður haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafi rði um helgina. Hátíðin byrjar með vígslu á hljóðfærinu lür sem varð kveikjan að nafni hátíðarinnar. Boðið verður upp á opnar dans- og hönnunarsmiðjur. LÚRINN Madis blæs í víkingahljóðfærið LÜR. VERKEFNASTÝRAN „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð,“ segir Ólöf Dómhildur. MYND/ÁGÚST G. ATLASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.