Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 62
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR
12. JÚNÍ 2014
Hátíðir
19.00 Það verður brasilísk stemning
á Kaldi Bar/Café þegar Brasilía leikur
sína leiki í Heimsmeistarakepnninni í
futebol. Georg Leite mun gera besta
Caipirinha sem þú færð og Samúel
Jón Samúelsson mun leiða Carnaval
Batucata Samba slagverksstuð fyrir
og eftir leik. Stuðið hefst í dag þegar
opnunarleikurinn á móti Króatíu fer
fram. Leikurinn verður sýndur á tjaldi í
portinu bak við Kalda.
Tónlist
16.00 Sérstakir aukatónleikar verða í
sumartónleikaröð Jómfrúarinnar í dag
klukkan 16.00 til 18.00. Frábærir tón-
listarmenn af jazz-skemmtiferðaskipinu
Crystal Symphony bregða sér í land og
skemmta sjófarendum og landkröbbum.
Hljóðfæraleikarar eru Pieter Meijers:
saxófónn, Antti Sarpila: klarinett, Nicki
Parrott: söngur og bassi, Randy Morris:
söngur og ýmis hljóðfæri, Dave Tatrow:
trompet, Yve Evans: söngur og píanó,
Danny Coots: trommur. Þau eru öll
sérfræðingar í swing og annarri eldri
klassískri jazztónlist. Tónleikarnir fara
fram utandyra á Jómfrúartorginu. Ein-
stakt tækifæri til að heyra hóp frábærra
tónlistarmanna frá ýmsum löndum.
Aðgangur er ókeypis.
20.00 Bartónar, Karlakór Kaffibarsins,
halda sumarstyrktartónleika í Tjarnar-
bíói í kvöld klukkan 20.00. Tónleikarnir
verða til styrktar Stígamótum, sam-
tökum sem veita aðstoð fyrir fólk sem
hefur verið beitt kynferðisofbeldi.
Ásamt Bartónum koma fram Emmsjé
Gauti, Original Melody og Mike Lindsay.
Búast má við yndisfríðum tónum og
mikilli sumargleði á tónleikum Bartóna
þar sem enginn snýr ósnortinn heim.
Miðaverði hefur verið stillt í hóf en
miðinn fer á 1.500 krónur. Miðar eru
seldir í Tjarnarbíó og á midi.is.
20.00 Þungarokkshljómsveitin Dimma
kemur fram á útgáfutónleikum í Hörpu
í kvöld klukkan 20.00. Ekkert aldurs-
takmark og hægt er að nálgast miða á
midi.is, harpa.is og í miðasölu Hörpu
í síma 528 5050. Dimma hélt þrenna
tónleika í Hörpu á síðasta ári og var
uppselt á þá alla, það er því vissara að
tryggja sér miða sem fyrst.
20.00 Útgáfutónleikar Different Turns
á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld.
Hljómsveitin sendi frá sér breiðskífuna
If you think this is about you ... you’re
right, þann 4. apríl síðastliðinn og
ætlar að fagna því með mögnuðum
tónleikum þar sem breiðskífan verður
leikin í heild sinni.
21.00 Brother Grass kemur loksins
aftur fram á sínum heimavelli, Café
Rósenberg á Klapparstíg í Reykjavík.
Tónleikar hefjast klukkan 21.00 og eru
miðar seldir við innganginn á aðeins
2.000 krónur. 20 ára aldurstakmark.
Hljómsveitin Brother Grass flytur
alþýðutónlist, sem oftar en ekki er í
bluegrass- og Americana-stíl. Sveitin
samanstendur af fjórum söngkonum og
einum gítarleikara sem einnig syngur.
Saman leika þau á alls kyns hljóðfæri og
hljóðgjafa, svosem þvottabretti, cajun-
kassa, þvottabala, gítara, bassa, harmon-
ikku, keðju og ýmis ásláttarhljóðfæri.
22.00 Hljómsveitirnar Útidúr og Mal-
neirophrenia slá upp tónleikum á
skemmtistaðnum Húrra í kvöld en frítt
er inn á tónleikana.
22.00 Magnús R. Einarsson heldur
tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka-
stíg 8 í kvöld klukkan 22.00. Aðgangur
er ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist
á hvar@frettabladid.is og einnig
er hægt að skrá þá inni á visir.is.
„Hljómsveitin er rétt að byrja
og kemur til með að spila víða í
sumar, til dæmis á Akureyri dag-
inn eftir útgáfutónleikana og í
Reykjavík 28. júní. Sveitin ætlar
sér stóra hluti í framtíðinni,“ segir
Gunnhildur Birgisdóttir, söngkona
Different Turns, en ásamt Gunn-
hildi skipa sveitina Garðar Borg-
þórsson, Hálfdán Árnason, Eiður
Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjóns-
son, Agnar Friðbertsson og Axel
„Flex“ Árnason. Útgáfutónleikar
Different Turns verða á Nýja
sviði Borgarleikhússins í kvöld.
Hljómsveitin sendi frá sér breið-
skífuna If you think this is about
you … you‘re right þann 4. apríl
síðastliðinn og ætlar
að fagna því með
tónleikum þar sem
breiðskífan verður
leikin í heild sinni.
Different Turns
var stofnuð árið
2008 í litlu leikhúsi
í Hafnarfirði. „Í
raun byrjaði þetta
sem sólóverkefni
Garðars Borgþórs-
sonar í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu árið 2008. Ýmis
lög urðu til á kassagítarn-
um og tóku svo á sig mis-
munandi myndir áður en
þau urðu fullmótuð. Það var
svo fyrir um það bil þrem-
ur árum að Garðar fékk til
liðs við sig Hálfdán Árnason
bassaleikara. Saman unnu
þeir þetta áfram og seinna,
fyrir um ári, bættust Eiður
Rúnarsson, Ívar Atli Sig-
urjónsson og ég við.“
Forsprakki hljómsveit-
arinnar hefur starfað við leik-
hús í mörg ár og sækir því mikið
í leikhúsið í tónlistarsköpun sinni.
„Leikhúsandann má finna í textum
sveitarinnar, en þar segir frá hlut-
um byggðum á sönnum atburðum.
Platan segir sögu ákveðinna per-
sóna en við, söngvararnir, stönd-
um fyrir þá einstaklinga í sögunni.
Tímalínan er bogin og beygð, en
þó fjallar sagan í raun um ýmsar
hliðar sama atburðarins,“ útskýrir
Gunnhildur. Hljómsveitin sér sjálf
um allt tengt
tónleikunum.
„Við sjáum um sviðið, ljós og slíkt
en Garðar, forsprakki hljómsveit-
arinnar, er einmitt starfandi ljósa-
maður. Við lofum kynngimögn-
uðum tónleikum og dulmagnaðri
stemningu og biðjum áhorfend-
ur að lifa sig inn í meginþemað:
Hvað ertu tilbúinn að ganga langt
til að öðlast það sem þú þráir … og
hversu langt kemstu áður en þú
missir vitið?“ segir Gunnhildur að
lokum og hlær.
ólöf@fréttablaðið
Hvað ertu tilbúinn
að ganga langt?
Útgáfutónleikar Diff erent Turns verða á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld.
SÆKJA MIKIÐ Í LEIK-
HÚSIÐ Í TÓNLISTAR-
SKÖPUN SINNI Hljóm-
sveitin var upphaflega
sólóverkefni Garðars
Borgþórssonar.
VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.190.000 KR. - GERÐU VERÐSAMANBURÐ
.
Mazda2 er sparneytinn, ótrúlega lipur og hagkvæmur í rekstri. Hann er búinn öflugri 1,3 lítra bensínvél sem þó eyðir
einungis frá 4,3 l/100 km og fær frítt í stæði. Mazda2 er áreiðanlegur, öruggur, vel búinn og frábær í endursölu.
Taktu snúning á Mazda2, gerðu góð kaup og lækkaðu rekstrarkostnaðinn.
MAZDA. DEFY CONVENTION.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is
Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
*
Mazda2 eyðir 4,3 l/100 km í langkeyrslu og fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur í 90 mínútur í senn.
5 stjörnu öryggi!