Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 64
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNINGBÍÓ | 40 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina. Halla Hrund Pétursdóttir, landslags- arkitekt FILA, hjálpar þér við að skipuleggja garðinn þinn. Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær Sími 4 400 400 www.steypustodin.is Steypustöðin býður upp á mikið úrval af fallegum hellum og mynstursteypu fyrir heimili, garða, göngustíga og bílaplön. Skoðaðu úrvalið á www.steypustodin.is 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM BÍÓFRÉTTIR Grínmyndin 22 Jump Street var frumsýnd á Íslandi í gær en hún er framhald myndarinnar 21 Jump Street sem frumsýnd var fyrir tveimur árum. Sú mynd var byggð á samnefndri sjónvarps- seríu frá árinu 1987 með Johnny Depp í aðalhlutverki. Kvikmyndaspekúlantar voru sammála um að það að gera framhaldsmynd af endurgerð væri dæmt til að mistakast þegar fréttir bárust af því að 22 Jump Street yrði sumarmyndin 2014. Þessar spár hafa hins vegar ekki ræst og hefur myndin hlot- ið einróma lof gagnrýnenda og fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd í Bretlandi fyrir stuttu. Ástæðan fyrir þessari vel- gengni er talin vera sú að mynd- in reynir aldrei að vera annað en hún er og minnir áhorfandann stanslaust á hve fáránlegt er í raun að gera framhaldsmynd af endurgerð. Í aðalhlutverkum í 22 Jump Street eru Channing Tatum og Jonah Hill, þeir sömu og í fyrri myndinni. Þeir eru mættir til starfa hjá lögreglunni á ný og fara í háskóla til að sinna leyni- lögreglustörfum. Þar hittir karakter Channings, Jenki, sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt, sem Jonah túlkar, laumar sér í hóp lista- spíra. Þá fara efasemdir um vin- áttuna að láta á sér kræla og þeir þurfa að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. Tökur á myndinni hófust í lok september í fyrra í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum og lauk þann 15. desember sama ár. Auk Jonah og Channing eru það Peter Stormare, Wyatt Russ- ell, Amber Stevens og Ice Cube sem fara með aðalhlutverkin. liljakatrin@frettabladid.is Framhald af endurgerð sem gæti auðveldlega klikkað Kvikmyndin 22 Jump Street var frumsýnd á Íslandi í gær en hún er framhald myndarinnar 21 Jump Street frá árinu 2012. Sú mynd var hins vegar byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru árið 1987. TVÍEFLDIR Jonah Hill og Channing Tatum snúa aftur í hlutverk sín. Channing og Jonah voru gestir í spjallþætti Conans O‘Brien fyrir stuttu þar sem þeir sögðu frá veðmáli sem þeir efndu til þegar 21 Jump Street var frumsýnd. Veðmálið snerist um að Jonah þyrfti að kyssa kóng Channings, þó meðan hann væri í nærbuxum, ef myndin myndi þéna meira en 35 milljónir dollara um frumsýningarhelgina, rúma fjóra milljarða króna. Sú varð raunin en Jonah á enn eftir að standa við sinn hlut af veðmálinu. SÓÐALEGT VEÐMÁL 8,1/10 76/100 93/100 Leikarinn Dave Franco er 29 ára í dag Helstu myndir: 21 Jump Street, 22 Jump Street, Superbad, Now You See Me AFMÆLISBARN DAGSINS Breski leikarinn og spéfuglinn Rik Mayall lést að morgni 9. júní, aðeins 56 ára gamall. Rik andaðist á heimili sínu í Barnes í London og kom eiginkona hans að honum. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Rik var frumkvöðull í bresku jaðargríni og lék í þáttum á borð við Blackadder, Bottom og The Young Ones. RIK MAYALL (7. MARS 1958– 9. JÚNÍ 2014) Leikarinn Josh Brolin leikur ásamt George Clooney í næstu mynd Joels og Ethans Coen, Hail Caesar! Myndin fjallar um reddara í Hollywood sem passar upp á stjörnur hjá stóru mynd- veri um árið 1950. Josh Brolin lék síðast í Coen-myndunum No Country for Old Men og True Grit en Clooney hefur margoft leikið í myndum bræðranna. LEIKA Í NÆSTU COEN-MYND Blended, gaman Aðalhlutverk: Adam Sandler, Drew Barry- more, Wendi McLendon-Covey, Kevin Nealon, Terry Crews og Bella Thorne Aldurstakmark: 10 ára 6,0/10 31/100 14/100 FRUMSÝNING Yaya DaCosta, sem tók þátt í þriðju seríu af raunveruleikaþáttunum America‘s Next Top Model hefur verið valin til að leika söngkonuna heitnu Whitney Houston í nýrri kvikmynd, I Will Always Love You: The Whitney Houston Story. Leikkonan Angela Bassett leikstýrir myndinni um Whitney sem frumsýnd verður á næsta ári. LEIKUR WHITNEY The Shawshank Redemption (1994) „Þetta er bara ein af þessum mynd- um sem … Leikurinn er stórkostlegur – hann hefur gríðarleg áhrif á þig– og sagan líka.“ Dead Man Walking (1995) „Ég held að ég elski andhetjuna svo- lítið. Þetta er ein besta frammistaða Seans Penn. Mér finnst ótrúlegt að hann nái á endanum að láta þig halda með honum og vona að hann lifi eftir að hann er búinn að fremja þessa hrottafengnu glæpi. Bara Sean Penn gæti þetta. Mér finnst hann æðislegur.“ Jacob‘s Ladder (1990) „Þessi mynd er stórkostleg. Hræðileg, spennandi en svo góð að hún stenst tímans tönn. Hún er enn hrollvekj- andi í dag.“ The Intouchables (2012) „Þið þurfið að hlaupa, ekki ganga, og fara að sjá þessa mynd. Hún er frábær. Ég elska erlendar myndir.“ Y Tu Mamá También (2001) „Elska þessa mynd. Held að ég hafi horft á hana þúsund sinnum.“ UPPÁHALDS- BÍÓMYNDIR Leikkonan Emmanuelle Chriqui velur fimm góðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.