Fréttablaðið - 12.06.2014, Side 66

Fréttablaðið - 12.06.2014, Side 66
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 LÍFIÐ Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í dag og verður hægt að fylgjast grannt með stöðu mála á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram alla keppnina. Hægt verður að fylgjast með mótinu á Facebook á svæði sem heitir Trending World Cup. Þar detta inn öll úrslit, fréttir úr leikjunum og færslur frá leikmönnum og aðdáendum um mótið. Þar verður einnig kort sem sýnir hvar aðdáendur eru staddir í heiminum. Sérstök síða sem heitir FacebookRef verður einnig aðgengileg notendum Facebook þar sem aðili á vegum Facebook lýsir leikjunum. Facebook hvetur því alla notendur til að nota kas- samerkið #WorldCup í færslum tengdum mótinu. Sama kassamerki er notað á Twitter til að fylgjast með öllum 64 leikjunum sem spilaðir verða á mótinu. Þá er hægt að fylgjast með Twitter-síðu FIFA, @FIFAWorldCup. Fylgstu með heimsmeistaramótinu í fótbolta á samfélagsmiðlum FLOTTUR JAKKI Leikarinn Zachary Quinto reffilegur í hvítum jakka. NORDICPHOTOS/GETTY Galaveislan amfAR Inspiration var haldin á Plaza-hótelinu í New York á þriðju- dagskvöldið. Þangað mættu allir helstu fagurkerar borgarinnar til að kynna sér það nýjasta í herratískunni og safna peningum til að styðja við rannsóknir á eyðni. Gestir voru fl estir klæddir í ljósa liti og greini- legt að hvítur er litur sumarsins. TÆPLEGA 40% notenda Facebook, sem eru 1,28 milljarðar talsins, eru aðdáendur knattspyrnu. FIFA TELUR AÐ 909,6 milljónir hafi horft á að minnsta kosti eina mínútu af úrslitaleik heims- meistaramótsins árið 2010 þar sem Spánn sigraði Holland. BÚAST MÁ VIÐ MIKLU TWITTER-FLÓÐI Á MEÐAN Á KEPPN- INNI STENDUR EN Í SAMANBURÐI VORU RÚMLEGA 24,9 milljónir tísta færðar inn á Twitter þegar Ofurskálin fór fram í ár. Tveimur árum á undan voru það 13,7 milljónir tísta. FYRIRSÆTUTVENNA Fyrirsæturnar Jeisa Chiminazzo og Elsa Hosk. VIRÐULEG Fyrirsætan Karolina Kurkova í gullfallegum síðkjól. FÖGUR FERGIE Söngkonan Fergie klæddist kjól, og bar tösku, frá Calvin Klein. ENGIR SOKKAR Karlfyrirsætan og leikarinn Tyson Beckford með lúkkið á hreinu. HÁRIÐ SLEIKT AFTUR Fyrirsætan Alexandra Agoston var einnig hvítklædd. SCHIVARELLI-SKVÍSA Leikkonan Sarah Jessica Parker í kjól frá Schivarelli. Hvítklæddir fagurkerar í galaveislu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.