Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 70
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar „Heilsan er óvenju góð, við vorum reyndar alveg uppgefnir þegar við komum í fyrrakvöld en líkaminn er þó í góðu standi,“ segir Rafn Erlingsson, en Rafn og félagi hans, Helgi Ragnar Jensson, hjóluðu um 2.500 kílómetra leið, frá Berlín til Barcelona, til þess eins að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar sem fram fer í spænsku borginni. Þeir félagar fluttu saman til Berlínar í febrúar og ákváðu stuttu síðar að fjárfesta í miðum á tónleikahátíð- ina. „Það var svo undir áhrifum bjórs að við ákváðum að hjóla alla leið á áfangastað og það gerðum við,“ segir Rafn, en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð. „Við viss- um í rauninni lítið hvað við vorum að koma okkur út í. Við reyndum bara að plana einn dag í einu og svo þegar við komum að Miðjarðar- hafinu pössuðum við okkur bara á því að sjórinn væri vinstra megin við okkur, þá vorum við að hjóla í rétta átt,“ segir Rafn og hlær. Alls hjóluðu þeir félagar í gegnum sjö lönd og fóru bæði yfir Alpana og Pýreneafjöll. Ferðalagið gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig. „Það sprakk hjá mér þrisvar, eitt dekk og ein gjörð eyðilögðust. Helga tókst svo að týna myndavélinni sinni og við hjóluðum aukalega þrjátíu kíló- metra til þess að reyna að hafa upp á henni, án árangurs. Helgi klessti svo einu sinni á mig og flaug af hjólinu og mér tókst svo að klessa á staur þegar ég var utan við mig og flaug í kjölfarið af hjólinu.“ Strákunum tókst þó að komast á leiðarenda í tæka tíð en Sónar- hátíðin hefst í Barcelona í dag og er íslenska hljómsveitin FM Belfast á meðal þeirra sem koma fram. „Við hlökkum mest til þess að sjá okkar íslensku FM Belfast. Nú erum við búnir að vera að ferðast í sex vikur og höfum ekki haft nægan tíma til að kynna okkur hverjir eru að spila, þótt við höfum séð mörg böndin á Sónar hér í Reykjavík. En við erum rosalega spenntir.“ Þeir félagar ætla báðir að flytja heim til Íslands að hátíðinni lokinni. En hvernig verður heimferðinni hagað? „Það hefur komið upp sú hugmynd að hjóla bara til baka en við eigum þó báðir flug heim með hjólin okkar. Ætli við höldum því plani ekki bara,“ segir Rafn, hress að lokum. kristjana@frettabladid.is Hjóluðu á Sónar frá Berlín til Barcelona Félagarnir Rafn Erlingsson og Helgi Ragnar Jensson tóku þá óvenjulegu ákvörðun að hjóla á tónleikahátíðina Sónar Barcelona frá Berlín. Það tók þá sex vikur að komast á leiðarenda en alls hjóluðu þeir heila 2.500 kílómetra. STUND MILLI STRÍÐA Þrátt fyrir nokkur óhöpp á leiðinni komust þeir Helgi Ragnar og Rafn á leiðarenda. Instagram er samfélagsmiðill þar sem fleiri en 200 milljónir notendur deila 60 milljónum mynda daglega. Myndirnar eru af ýmsu tagi; sumir taka myndir af matn- um sínum en aðrir af sínum nánustu. Enn aðrir deila hógværum montmyndum af sér í ræktinni, á sólarströndum eða í fjall- göngum. Loks má ekki gleyma þeim sem halda að kettir séu sniðugt myndefni en um helming netumferðar í heiminum má rekja beint til mynda af köttum. NOTENDUR Instagram eiga flestir sameiginlegt að kunna vel að meta myndirnar sem deilt er í gegnum miðilinn þar sem þeir læka mynd- ir rúmlega 18 þúsund sinnum á hverri einustu sekúndu sólar- hringsins. Lækfjöldinn er slík- ur að gera má ráð fyrir að allar af þeim 20 milljörðum mynda sem þegar hafa verið birtar hafi verið lækaðar. Allar nema mynd sem ég birti af camembert-sneið ofan á flís af spægipylsu í apríl á síðasta ári. KOSTURINN við Instagram er um leið stærsti lösturinn: 99 prósent þeirra sem birta þar myndir eru ekki ljósmynd- arar og gæðin eru eftir því. Í staðinn fyrir stórkostlegar náttúru- og mannlífs- myndir sjáum við illa teknar myndir af hversdagslegum augnablikum. Augna- blikum sem hefðu annars glatast að eilífu. Þess vegna er Instagram stórkostlegur og ömurlegur samfélagsmiðill. OG þá komum við að kjarna málsins: Hversdagsmyndaáskoruninni. Ástæð- an fyrir því að það er gaman að skoða Instagram er að miðillinn sýnir fólk nán- ast undantekningalaust í röngu ljósi. Allir eru aðlaðandi eftir þúsund tilraunir til að ná réttu myndinni sem er tekin í hag- stæðri lýsingu og krydduð með filter. En í hversdagsmyndaáskoruninni er fólk bein- línis hvatt til að taka undirlýstar myndir af þvottakörfum: „Verkefni dagsins“. ÞETTA gerist fimm daga í röð og svo er skorað á aðra að fylgja fordæminu. Að lokum verður internetið ekki lengur inter- netið heldur miðlægur gagnagrunnur af undirlýstum þvottakörfum. Og köttum. Undirlýstar myndir af þvottakörfum SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EMPIRE VARIETY TOTAL FILM BIOGAGNRYNI VALDIMARS HOLLYWOOD REPORTER NEW YORK DAILY NEWS ANGELINA JOLIE OG ELLE FANNING EKKI TRÚA ÆVINTÝRINUVINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG 22 JUMP STREET 5:40, 8, 10:20 MILLION WAYS TO DIE IN THE WEST 5:30, 8, 10:30 VONARSTRÆTI 5:20, 8, 10:40 www.laugarasbio.isSími: 553-20755% OF KIDMAN NICOLE FRANK LANGELLA DAHANOLIVIERMYND EFTIR ROTH TIM GAUMONT KYNNIR 35.000 GESTIR! „ÞÚ SÉRÐ EKKI FYNDNARI MYND Í SUMAR!“ -T.V., BIOVEFURINN.IS „ÉG HLÓ SVO MIKIÐ AÐ ÉG SKAMMAÐIST MÍN!“ - GUARDIAN 22 JUMP STREET 22 JUMP STREET LÚXUS FAULT IN OUR STARS MILLION WAYS TO DIE . . . TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL X-MEN 3D VONARSTRÆTI LÁSI LÖGGUBÍLL KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 5 - 8 - 10.40 KL.10.45 KL. 3.20 KL. 8 - 10.45 KL. 5.20 - 8 KL. 3.20 22 JUMP STREET GRACE OF MONACO FAULT IN OUR STARS VONARSTRÆTI THE OTHER WOMAN *GÆÐASTUND Miðasala á: Kauptu miða á X-Men með 17.000 GESTIR! KL. 8 - 10.30 KL. 5.40 - 8 KL. 6 - 9* KL. 5.20 - 8 - 10.40 KL. 5.30 – 10.30 -C.P., USA TODAY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.