Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 6
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VEISTU SVARIÐ? utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Á R N A S Y N IR tjaldaðu ekki til einnar nætur High Peak Como 37.990 / 44.990 KR. 4 og 6 manna traust fjölskyldutjald High Peak ancona 59.990 KR. 5 manna þægilegt fjölskyldutjald High Peak cave 26.990 KR. 2 manna þægilegt göngutjald The north face talus 3 64.990 KR. 3 manna létt og rúmgott göngutjald Frábært úrval af tjöldum í glæsibæ LÖGREGLUMÁL Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um ólöglegar hleranir embættisins árið 2012. Þetta kemur fram í greinar- gerð sem fréttastofa hefur undir höndum sem starfsmennirn- ir fyrrverandi sendu til Ríkis- saksóknara í ágúst 2012. Tilefni þessarar greinargerðar var að starfsmennirnir voru til rann- sóknar hjá Ríkissaksóknara vegna meintra brota á þagnar- skyldu í starfi sem lögreglumenn hjá Sérstökum saksóknara. Málið var síðar fellt niður hjá Ríkissak- sóknara þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Annar mannanna segir í sam- tali við Fréttablaðið að Ríkissak- sóknari hafi aldrei haft samband við þá frekar eftir að sakamál- ið var fellt niður til að rannsaka þessar ásakanir um ólöglegar hleranir Sérstaks saksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir ríkis- saksóknari svaraði því aðeins til í fyrirspurn fréttastofu að emb- ættið hefði brugðist við þess- um ásökunum „með viðeigandi hætti“. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Imon-málinu svo- kallaða á dögunum, sem var höfð- að á hendur stjórnendum Lands- bankans, segir að Sérstakur saksóknari hafi brotið gegn sak- borningunum með því að hafa hlerað símtöl þeirra við verjend- ur sína og sleppt því að farga sím- tölunum. Með því hafi embættið gerst sekt um brot á ákvæðum laga um meðferð sakamálagagna. Þessi hlustun á símtölum sak- bornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð. Hörður kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til Ríkissak- sóknara sem komst að þeirri nið- urstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast. „Það er mjög alvarlegt þegar æðsti handhafi ákæruvalds í landinu, sem hefur eftirlit með öllum rannsóknum, fær vitneskju um þessi vinnubrögð árið 2012 en þrátt fyrir það kemst þetta ekki upp fyrr en núna þegar brotin eru fyrnd,“ segir Sigurður G. Guð- jónsson hæstaréttarlögmaður. Sigurður er verjandi Sigur- jóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. „Það er mjög alvarlegt að Ríkis- saksóknari skuli ekki grípa inn í atburðarásina þegar þessar ásak- anir koma fram,“ segir Sigurður. Sigríður sagði í skriflegu svari til fréttastofu eftir niðurstöðu héraðsdóms að hún liti hleran- irnar alvarlegum augum. Emb- ættið ætlaði að krefja Sérstakan saksóknara svara um málin en hún gaf það síðar út að hún teldi ekki tilefni til frekari rannsókna á brotunum þar sem þau væru fyrnd. „Það er algjörlega bannað að fylgjast með samtölum verjenda og sakborninga. Sakborningar eiga skýlausan rétt á því að fá að tjá sig í friði og við verjend- ur erum þeirra trúnaðarmenn. Þetta eru miklu alvarlegri brot en menn gera sér grein fyrir og ekki síður gegn okkur lögmönn- unum. En það virðist sem mann- réttindasáttmálar og mannrétt- indaákvæði stjórnarskrárinnar eigi bara ekkert við um þessa menn. Það sé einhvern veginn stemningin,“ segir Sigurður. fanney@frettabladid.is Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sérstakur saksóknari hafi hlerað símtöl sakborninga og verjenda. FYRND HLERUNARBROT Ríkissaksóknari segir þau hlerunarbrot sem upplýst hefur verið um fyrnd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Rannsókn á leka lögreglumanns úr skráningarkerfi lögreglunnar, LÖKE, er á lokastigi. Þetta staðfestir Jóhannes Jensson sem fer með rannsókn málsins hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Jóhannes staðfestir að málið verði sent Ríkissaksóknara á allra næstu dögum. Lögreglumaðurinn er grunaður um að hafa flett upp upplýsingum um konur sem kært hafa kynferðisbrot til lögreglunn- ar. Upplýsingunum deildi hann svo í lokuðum Facebook-hóp þar sem vinir hans tveir gátu skoðað þær. Mennirnir ræddu upplýsingarnar jafnframt sín á milli. Lögreglu- manninum, sem starfaði í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, hefur verið vikið frá störfum. Vitorðsmanni hans hjá fjarskipta- fyrirtækinu Nova var sömuleiðis vikið frá störfum en hann er grun- aður um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Þriðji aðil- inn, lögfræðingur á lögmannsstofu í Reykjavík, er í leyfi vegna rann- sóknarinnar. - ssb Saksóknari tekur við rannsókn á máli lögreglu, símamanns og lögfræðings: Rannsókn á lekanum á lokastigi BROT Á LÖGREGLULÖGUM Lögreglu- mönnum er óheimilt að leita upp- lýsinga í LÖKE nema þeir hafi brýna ástæðu til. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness dæmdi mann á þrítugsaldri fyrir sérlega hættulega líkams- árás en hann hafði verið ákærð- ur fyrir tilraun til manndráps. Fórnarlambið er karlmaður á fimmtugsaldri en árásarmaður- inn stakk hann tvívegis í neðan- verðan kviðinn og í síðuna. Eftir árásina þurfti að fjarlægja milta fórnarlambsins og sauma nýrað. Þetta er í annað sinn sem mað- urinn er dæmdur í héraði fyrir þennan sama glæp. - ssb Dæmdur fyrir líkamsárás: Stakk mann í tvígang í maga SKIPULAGSMÁL Framkvæmdir við viðbyggingu á Arnargötu 10 í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið stöðvaðar að kröfu nágranna á Fálkagötu 23a. „Þessi viðbygging myndi alger- lega loka fyrir sjávarsýn okkar,“ segir meðal annars í kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Eiginmaður minn er fyrrverandi sjómaður og ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að kaupa hér var þessi fyrrnefnda sjávarsýn,“ segir í bréfi sem áður var sent skipulagsfulltrúa borgarinnar. Framkvæmdir liggja nú niðri þar til úrskurðarnefndin kemst að endan legri niðurstöðu. - gar Framkvæmdir stöðvaðar: Sjómannshjón vilja sjávarsýn VIÐ ÆGISSÍÐU Sjávarsýnin er verðmæt segja húseigendur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þetta eru miklu alvarlegri brot en menn gera sér grein fyrir. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður 1. Hver verður forseti nýrrar borgar- stjórnar í Reykjavík? 2. Hvað voru mörg ofbeldisatvik af hendi sjúklinga skráð á Landspítala í fyrra? 3. Með hversu miklum mun sigraði ís- lenska kvennalandsliðið í handbolta hið fi nnska í fyrradag? SVÖR 1. Sóley Tómasdóttir. 2. Tæplega þrjú hundruð. 3. Með níu marka mun, 20-29. SAMGÖNGUR Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyll- ingu. Það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn. Hún verður langþráð vegarbót sem vegfarendur fara að njóta eftir sjö vikur eða svo. Fyrir utan jarð- göng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi um þessar mundir. - kmu Kjálkafjörður að lokast: Brú opnuð eftir sjö vikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.