Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 10
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Stórstígar breytingar innan íslensks sjávarútvegs hafa orðið til þess að hið minnsta átta öflug skip hverfa úr frystiskipaflota Íslendinga, sem ýmist verða seld úr landi eða breytt í ísfisktogara. Samanlagður landað- ur afli þessara átta skipa var um 50 þúsund tonn árið 2013, sem undir- strikar að breytingarnar eru næsta byltingarkenndar. Sú mynd er enn skýrari við þá staðreynd að um alda- mótin síðustu voru 90 íslensk skip með leyfi til vinnslu um borð og þar af 35 flakafrystitogarar. Þeir eru fimmtán í dag. En hvað er það í umhverfi útgerð- arinnar sem knýr þessar breyting- ar áfram og hvaða afleiðingar munu þær hafa, spyr Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Íslenska sjávar- klasanum, í nýrri greiningu á þess- ari þróun. Birtingarmynd stærri breytinga „Við teljum þessa fækkun frystitog- aranna vera hluta af stærri breyt- ingum í veiðum og vinnslu bolfisks á Íslandi, aðstæðurnar á síðasta ári og núna það sem af er þessu, þar sem afkoma greinarinnar dregst nokkuð skarpt saman, hafi gefið útgerðinni spark til að hrinda þessu í framkvæmd á skömmum tíma,“ segir Bjarki. Hann segir að ástæða breytinganna felist í aukinni áherslu á landvinnslu bolfisks, einkum þorsks, því þar liggi samkeppnis- forskot Íslands. „Þetta hefur talsverða þýðingu. Við teljum að útgerðin sé að færa sig yfir í landvinnslu, meðal ann- ars stóraukinn útflutning á fersk- um þorski, því þar er forskotið á til dæmis Norðmenn. Samkeppnisfor- skot Íslands liggur í landvinnslu og ferskum fiski og ef við getum svo nýtt okkur enn betur tækifæri í full- vinnslu aukaafurða, þar sem við stöndum nú þegar framarlega, þá er ljóst að þetta samkeppnisforskot í landvinnslunni getur reynst okkur afar verðmætt,“ segir Bjarki. Tvöfalt hærra verð Útflutningur á ferskum fiski frá Íslandi hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Frá 2008 til 2012 voru aflaheimild- ir í þorski aukn- ar úr 150.000 tonnum í 200.000 tonn. Á þessu fjögurra ára tímabili má sjá sókn landvinnsl- unnar í útflutn- ingi á ferskum þorskafurðum flugleiðina, eða úr 16.000 í 34.000 tonn. Á sama tíma varð lítil sem engin breyting í sjó- frystingu á þorski, en frysting í landi jókst einnig umtalsvert. Þann- ig var það landfrysting og fersk- fiskvinnslan sem hefur styrkst með auknum heimildum til veiða, en síðast í gær tilkynnti Hafrann- sóknastofnun ráðgjöf um aflaheim- ildir í þorski upp á 218.000 tonn, og 250.000 tonn hafa verið nefnd sem aflaheimildir í náinni framtíð. Hafa skal hugfast hér að tvöfalt hærra verð fæst fyrir ferskar þorskafurð- ir á mörkuðum en fyrir frystar. Íslendingar koma ferskum afurð- um á markað 40 klukkustundum eftir að fiskur er dreginn úr sjó. Við þetta geta Rússar og Norðmenn ekki keppt. Á sama tíma hafa þessar þjóðir stóraukið sjófrystingu í skjóli stóraukinna aflaheimilda í Barents- hafi, sem skýra verðlækkanir síð- ustu missera. Annað forskot Íslendinga í að höndla með ferskan fisk liggur í að geta afhent ferskan fisk allt árið um kring, sem Norðmenn, aftur, keppa ekki við þar sem þeir veiða sinn þorsk mestallan á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Aldrei meiri munur Í greiningunni segir að launahlutfall frystiskipanna sé hátt, og augljós hagræðing að sækja aflaheimildir á ísfiskara, en um borð eru mun færri sjómenn. Ljóst er að launahlutfall frystitogaranna er hátt hér á landi sem gerir samkeppnisstöðu sjó- vinnslu bága og gefur landvinnslu samkeppnisforskot. Þá hefur olíuverð farið hækk- andi undanfarna áratugi, og hefur innflutt olía hækkað í verði í kjöl- far veikingar krónunnar frá hruni. Þannig hefur munurinn á orku- kostnaði í landi og á sjó líklega aldrei verið meiri, enda notar land- vinnslan innlent rafmagn. 50 þúsund tonn færast upp á land Greining Sjávarklasans á breytingum í togaraútgerð dregur fram að drifkraftur breytinganna sé sérstaða sjávarútvegsins á mörkuðum. Samkeppnisþjóðir keppa ekki við ferskfiskútflutning með flugi. Mismunur orkukostnaðar á sjó og í landi hefur sennilega aldrei verið meiri. BJARKI VIGFÚSSON Minnkandi veiðiheimildir hafa kallað á hagræðingu og samþjöppun aflaheimilda á færri skip, og bendir Bjarki á að það eigi ekki síst við eftir að sérstaka veiðigjaldið var lagt á fyrir fáum árum. Þá hefur álagningu veiðigjalds hingað til verið skipt niður á ólíkar tegundir með svokölluðum þorskígildisstuðlum, þótt horfið verði frá þeirri aðferðafræði við útreikninga gjaldsins á næsta fiskveiðiári. Þær fisk- tegundir sem eru frystar úti á sjó hafa haft mjög háan þorskígildisstuðul. Veiðigjaldið lagðist því af mjög miklum þunga á aflaverðmæti frysti- togara í bolfiskvinnslu sem hafði talsverð áhrif á rekstrargrundvöll þeirra, enda viðurkennt að við útreikninga þorskígildisstuðlanna væri ekki tekið mið af mismunandi tilkostnaði veiða einstakra tegunda. Breytingar á útreikningum veiðigjaldsins hafa orðið til þess að Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Brims hf., hefur endurráðið alla áhöfn flaggskips félagsins, Brimness RE 27, og mun beita skipinu til veiða á Íslandsmiðum eins og verið hefur. ➜ Brimnesið mun stunda veiðar við Ísland FRÉTTASKÝRING Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Breytingar á íslenskri togaraútgerð BRIMNES RE Mun stunda veiðar á heimamiðum og 40 manna áhöfn hefur verið endur- ráðin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af hefurðu töfrað fram girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Vinsælar hjá Íslendingum í mörg ár Um er að ræða rótgróið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir á innanlands og erlenda markaði. Ef þú býrð yfir framúrskarandi hæfileikum í mannlegum samskiptum og reynslu af verkstjórn í matvælafyrirtæki þá ert þú hugsanlega rétt maðurinn/konan í starfið. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun sem nýtist í starfi, svo sem matvælaverkfræði, matvælafræði eða önnur menntun sem nýtist. Umsóknir sendast á starf123@gmail.com Umsóknarfrestur er til 16. Júní 2014 Matvælafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða verkstjóra LUNDÚNIR Samkvæmt nýrri reglu- gerð Sameinuðu þjóðanna verður það á ábyrgð ríkisstjórna heims- ins að binda enda á kynferðisof- beldi á stríðshrjáðum svæðum. Þetta sagði bandaríska leikkonan Angelina Jolie í samtali við frétta- stofu BBC í gær. Jolie, sem er góð- gerðarsendiherra Sameinuðu þjóð- anna, stendur um þessar mundir fyrir ráðstefnu í Lundúnum um kynferðisofbeldi á átakasvæðum ásamt William Hague, utanríkis- ráðherra Bretlands. - bá Ríkisstjórnir á stríðssvæðum beri meiri ábyrgð: Fundað í Lundúnum um kynferðisofbeldi UNNIÐ GEGN OFBELDI Angelina Jolie og William Hague takast í hendur á þriðja degi alþjóða- ráðstefnunnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.