Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 58
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 42 HANDBOLTI Handboltafélagið Akureyri fékk gríðarlegan liðs- styrk á dögunum þegar Sverre Andreas Jakobsson samdi við félagið. Fljótlega fylgdu Ingimund- ur Ingimundarson og Hreiðar Levý Guðmundsson inn um dyrn- ar fyrir norðan. Sverre hefur leikið með Gross- wallstadt undanfarin ár en hann er uppalinn á Akureyri. Sverre lék með KA upp alla yngri flokk- ana og er hann því að snúa aftur á heimaslóðir. „Það er margt í gangi þessa stund- ina en ég einbeiti mér bara að leiknum gegn Bosníu á sunnudag- inn,“ sagði Sverre þegar Frétta- blaðið heyrði í honum. Sverrir er í leikmannahóp íslenska liðsins fyrir seinni leikinn gegn Bosníu í undankeppni HM í Katar. Spenntur að spila með Didda Akureyri missti nokkra leik- menn en félagið fékk til sín öfluga leikmenn. Nú síðast kom reynslu- boltinn Elías Már Halldórsson frá Haukum. „Ég hlakka til að koma norð- ur og takast á við nýtt verkefni. Þegar ég samþykkti tilboð þeirra voru engar kröfur um leikmenn eða neitt slíkt. Það hafa komið stórir bitar í liðið sem gerir þetta að mjög skemmtilegu verkefni. Peking-vörnin er komin aftur og ég er gríðarlega spenntur fyrir að spila með Didda aftur í vörninni,“ sagði Sverre. Ekki er von á fleiri leikmönn- um inn um dyrnar. Þess í stað á að leyfa ungum leikmönnum að blómstra við hlið reynsluboltanna. „Við misstum marga leikmenn og við þurftum að fylla upp í þau göt. Vonandi getum við reynslu- boltarnir miðlað einhverri reynslu til ungu strákanna því þeir þurfa að taka við einn daginn. Við erum ekki komnir til að henda neinum í burtu heldur að hjálpa þeim að taka næsta skref og gera þá að betri leikmönnum.“ Verðum að æfa aukalega Auk nýrra leikmanna er von á leikmönnum úr meiðslum fyrir norðan. „Við eigum meidda menn inni og við þurfum einfaldlega að gefa þeim þann tíma sem þeir þurfa. Þetta eru mikilvægir leikmenn sem eru að glíma við alvarleg meiðsli og við getum ekki pressað á þá. Við verðum að leyfa þeim að ná sér að fullu áður en þeir fara af stað og horfa til lengri tíma.“ Einhver verður harkan þegar sótt er að marki Akureyrar næsta vetur en Sverre og Ingimundur eru engin lömb að leika sér við. „Við erum ekkert óvinnandi vígi. Við verðum að gæta okkar og láta ekki rigna upp í nefið á okkur og halda að við séum bestir. Þetta er annar handbolti en ég þekki. Það eru ungir og kvikir leikmenn í deildinni, sem gerir okkur gömlu jálkunum erfitt fyrir. Það getur verið erfiðara heldur en að glíma við eldri þyngri leikmenn. Við verðum eflaust að æfa aukalega til að halda uppi hraðanum, annað væru mistök. Ef maður ætlar að reyna að labba í gegn um þetta grípur maður á endanum í tómt,“ sagði Sverre. Lætur sérfræðingana um vítin Þrátt fyrir að vera hluti af þjálfaraliðinu gerir Sverre ekki ráð fyrir að hlutverk sitt inn á vellinum breytist. Hann gerði ekki ráð fyrir að taka vítaköst- in þegar spurningin var borin undir hann. „Ég er jarðbund- inn hvað varðar það. Sá draumur myndi eflaust snúast upp í ein- hverja martröð. Það snýst allt eftir aðstæðum en í dag er það ekki upp á borðinu. Ég ætla að einbeita mér að því hlutverki sem ég hef gert hingað til. Ætli ég láti ekki sérfræðingana áfram um vítin,“ sagði Sverre glottandi. kristinnpall@365.is Læt vítin vera í bili Sverre Andreas Jakobsson samdi við Akureyri á dögunum um að leika með liðinu næsta vetur ásamt því að þjálfa liðið með Heimi Erni Árnasyni. Sverre gerir ekki ráð fyrir að blanda sér í sóknarleik liðsins á næsta tímabili. HARÐJAXL Sverre gefur aldrei neitt eftir á vellinum og þykir afar harður í horn að taka í varnarleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Það verður ekki einn íslenskur bakvörður í liði Long Island-háskólans í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans á næsta ári heldur tveir bakverðir. Martin Hermannsson, besti leik- maður Dominos-deildar karla á síðasta tímabili, er búinn að gera munnlegt samkomulag við skólann og mun spila þar ásamt Njarðvík- ingnum Elvari Má Friðrikssyni næsta vetur. „Þetta kom fljótt upp því þeir áttu aukaskólastyrk. Við Elvar fáum íbúð saman, sem er ekki algengt fyrir leikmenn á fyrsta ári. Þetta er alveg mjög spenn- andi,“ segir Martin sem fór gjör- samlega á kostum með KR á síð- ustu leiktíð rétt eins og Elvar hjá Njarðvík. Long Island-skólinn spilar í sterkri deild og helmingur heima- leikja þeirra fer fram í Brooklyn Center, heimavelli NBA-liðsins Brooklyn nets. Liðið hefur komist í NCAA-mótið á þremur af síðustu fjórum árum þannig að íslensku strákarnir eru að fara í alvöruna. „Körfuboltinn þarna hentar okkur vel. Það er evrópskur stíll yfir þessu; mikið um „pick and roll“ og svona. Þeir ætla okkur líka stórt hlutverk á næsta ári,“ segir Martin sem er hugsaður sem skot- bakvörður en Elvar Már á að spila sem leikstjórnandi. „Mér líður betur sem skotbak- vörður en það skemmir ekkert fyrir að geta spilað ásinn líka. Það er mjög sjaldgæft að vera með tvo svona menn í þessum stöðum. Þetta gefur mér líka færi á fleiri mínútum,“ segir Martin. KR-ingurinn ungi var ákveðinn að fara út eftir leiktíðina en hvort skóli yrði fyrir valinu var ekki ákveðið. „Ég er búinn að tala við marga góða menn og þeir sögðu mér allir að prófa skólann. Maður tapar ekk- ert á því að fá 15 milljóna króna nám borgað fyrir sig og geta spil- að körfubolta með því. Þetta opnar margar dyr, bæði í boltanum og lífinu eftir körfuboltann,“ segir Martin Hermannsson. Martin fer út 1. september og býst við að vera klár í landsliðs- verkefnin í ágúst. - tom Íslenskir bakverðir búa saman í Brooklyn Martin Hermannsson fylgir Elvari Má Friðrikssyni til Long Island-háskólans næsta vetur. BESTUR Martin var kjörinn besti leik- maður síðasta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ísland mætir Bosníu í umspili um sæti á HM í Katar á sunnudaginn. Undirbúningurinn gengur vel en Ísland þarf að vinna upp eins marks forskot Bosníumanna. „Við erum að búa okkur vel undir það, það er hægt að læra margt af fyrri leiknum. Við erum að fá á okkur alltof mörg mörk og kerfin þeirra gengu of vel upp. Skytturnar þeirra fengu of auðveld skot sem skilaði sér í mörkum. Ég er bjartsýnn á leikinn sem fram undan er, enda erum við með betra lið að mínu mati.“ Sverre er þess fullviss að spili íslenska liðið á eigin getu vinnist leikurinn á sunnudaginn. „Fyrst skildi ég ekki hvernig við töpuðum þessu en svo þegar litið er til baka sér maður margar glufur í varnarleiknum. Það verður að laga þetta og við erum að vinna í því þessa dagana og undirbúa okkur. Ég er nokkuð bjartsýnn, við ætlum okkur sigur,“ sagði Sverre sigurviss. Erum með betra lið en Bosnía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.