Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 32
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Tíska. Jóganámskeið og Markaður. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir. Sumarréttir. Fataskápurinn. Samfélagsmiðlarnir. 6 • LÍFIÐ 13. JÚNÍ 2014 N atalie fæddist í Chic- ago í Bandaríkjunum. Aðeins þriggja mánaða gömul var hún send til Íslands með vina- fólki móður sinnar í pössun til afa og ömmu, Gunnars og Guðríðar. Heimsóknin varð þó ekki skamm- vinn eftir allt saman því örlög- in gripu í taumana og Natalie átti ekki afturkvæmt til Chicago, nema til að heimsækja foreldra sína sem barn og unglingur. Afi hennar og amma ættleiddu Natalie og gengu henni í foreldra stað. Hún ólst upp í huggulegu húsi í Þingholtunum. „Hvernig líst þér á þetta mál- verk sem amma mín kom með hingað niður til mín í gær? Ég er ekki viss hvað ég á að gera við það. Amma á það til að koma með ýmsa muni hingað niður til að gleðja mig en ég veit ekki alltaf hvað ég á að gera við þá,“ segir Natalie, og hlær. Hún býr í kjallaraíbúð í húsi ömmu sinnar en í húsinu hefur hún búið allt sitt líf og segir erfitt að yfirgefa æskuslóðirnar þrátt fyrir að hafa oft leitt hugann að því. „Ég ílengdist í þessari íbúð og er hér alltaf þegar ég er á Íslandi. Ég á erfitt með að fara héðan vegna ömmu. Við erum fjölskylda og hún þarf á mér að halda. Ég á kannski ekki venjulega fjölskyldu- sögu,“ segir Natalie. Faðirinn deyr Natalie á tvær hálfsystur sem ólust upp hjá íslenskri móður hennar í Bandaríkjunum. Einnig á hún uppkomna systur sem bandarískur faðir hennar eignað- ist en hann starfaði sem læknir í Chicago. „Pabbi var töluvert eldri en mamma. Hann sendi mér reglu- lega gjafir og ég hitti hann á sumr- in þegar ég heimsótti Chicago. Í einni heimsókninni veiktist hann mikið því hann var nýrnaveikur og lést þegar ég var aðeins 15 ára. Að sjálfsögðu var það sorglegt en ég var mjög þakklát fyrir að hafa kynnst honum og fjölskyldu hans sem var mjög heilsteypt. Sam- skiptin við mömmu hafa ekki verið sérstaklega mikil þar sem að amma mín var eins og mamma mín alla tíð og afi minn eins og pabbi minn.“ Hrottalegt einelti „Það vantar brot í mína sögu sem ég veit ekki hvort ég fái nokkurn tímann útskýrð. Ég var lengi vel rosalega leitandi og pirruð að bíða eftir einhverjum svörum um fjöl- skylduna, en ég er búin að sætta mig við að ég fæ ekki svör við öllum spurningunum. Ég hef aldrei lagt í þá vegferð hvað varð- ar föðurfjölskyldu mína, kannski legg ég í það einhvern tímann.“ Minningarnar frá því að alast upp í Þingholtunum eru góðar. Borgin var í mikilli uppbyggingu og víða voru BMX-torfærubraut- ir sem héldu krökkunum í hverfinu uppteknum. „Það var brjálað að gera hjá okkur. Ég var eina stelpan í hverf- inu og til að fá að leika sér með strákunum reyndi ég eftir bestu getu að vera minna stelpuleg. Þegar ég fór í Austurbæjarskóla uppgötvaði ég, að ég var alls ekki eins og allir hinir krakkarnir í út- liti. Það voru ekki fallegir hlut- ir sem gerðust. Mér var strítt og hótað og það var ákveðið ofbeldi í gangi allan veturinn. Strákarn- ir beittu meira líkamlegu ofbeldi,“ segir hún og þagnar skamma stund. „Ég reyndi að segja frá en fólk leit undan og ég fékk þau svör að ekkert væri að. Ég væri bara eins og allir aðrir. Það var ekki fyrr en ég var elt heim einn dag- inn og þurfti lögreglufylgd heim eftir skólann að fólk uppgötvaði alvarleika málsins. Eftir það var ég látin skipta um skóla, fór í Suð- urhlíðaskóla frá 6-9. bekk. Það var æðislegur tími en þar sem ég var að æfa körfubolta með KR ákvað ég að klára 9 og 10. bekk í Haga- skóla.“ Rasisminn enn þá til staðar „Eftir tíunda bekk braust út í mér allt það sem ég hafði verið að upp- lifa varðandi eineltið. Það var allt annar tíðarandi á þessum tíma og við vorum kannski sex krakk- ar sem vorum blönduð og bjugg- um í Reykjavík. Við vissum hvert af öðru en það var alltaf verið að rugla okkur saman. Einn dag- inn tók kona viðtal við okkur öll. Hún var að skrifa mastersritgerð- ina sína í Háskólanum um blönd- uð börn. Þá kom í ljós að upplif- un okkar allra var sú sama – að vera blönduð hér á landi í ákveðn- um aðstæðum. Ég átti það til að hugsa um hve ég hlakkaði til að verða fullorðin, því þá myndi ein- eltið hætta þá myndu allir vita hve fáránlegt þetta væri. Rasism- inn yrði þá ekki lengur til staðar. Það er því hræðileg þróun sem er í gangi í samfélaginu í dag varð- andi innflytjendur og allt þetta umtal í kosningunum, um moskur. Umræðan er á hættulegum stað. Hún er að vísu orðin meiri og fólk er orðið meðvitað um að það getur ekki talað eins og áður því það er ekki pólitísk rétthugsun. Orðræð- an er að breytast en að sama skapi er þessi stemning gagnvart útlend- ingum ekkert betri. Staða mín er svolítið kómísk því ég er alin upp á Íslandi af ömmu minni og afa og öll mín gildi eru mjög íslensk. Við héldum til dæmis ættleiðingar- partí þegar ég var 23 ára og ég bað um brauðtertu í veisluna með ís- lenska fánanum. En um leið og ég hitti nýtt fólk í samfélaginu þá segir það eitthvað við mig á ensku. Það er mjög erfitt fyrir mig stund- um því allt mitt er svo íslenskt og það getur verið mjög sárt að ræskja sig og svara; Nei, ég tala ís- lensku og þurfa þannig að sanna það. Þannig er sífellt verið að minna mann á að manni er ekki tekið eins og þeim Íslendingi sem maður er.“ Hipphopp bjargaði mér „Í kringum 1993-94 varð hipp- hopp vinsælt á Íslandi og allir voru að hlusta á rapp. Þessi kúltúr varð mjög vinsæll og ég fann mig í honum. Þar blandaðist ég auðveld- lega inn í hópinn og fékk mikinn meðbyr til að geta haldið áfram. Andrúmsloftið gagnvart dökku fólki breyttist mikið og þá varð í lagi að vera ég. Tónlistin hefur alltaf haft líkamleg áhrif á mig. Sú vellíðan sem ég finn fyrir þegar ég heyri gott lag er nóg fyrir mig til að halda áfram að finna næsta lag sem að hefur svona mikil áhrif á mig. Það er aðalástæða þess að ég fór að vinna með tónlist. Sú tón- list sem einna mest hefur mótað mig er 90 ś hipphopp og hústón- list. Þetta snýst um að hlusta eftir taktinum en maður þarf að hafa þetta svolítið í sér. Ég var alin upp í mikilli tónlist því afi var tónlist- armaður og ég var þakklát fyrir að fá innblástur frá mörgum stöð- um. Þar af leiðandi er ég mjög opin á allar stefnur nema amerískt há- skólarokk, það er svo hræðilegt að ég get ekki opnað fyrir það,“ segir hún og brosir. Plötusnúður af lífi og sál „Ég hef alltaf verið að pæla í tón- list og er næm á hljóð. Þegar ég var 18 ára keypti ég mér tvo plötu- spilara og mixer. Plötusnúða- mennska lá bara næst fyrir og þau kvöld sem að standa upp úr hjá mér eru þegar ég spila tónlist sem enginn þekkir en fólk er samt í geðveiku stuði og dansandi fram í rauðan dauðann. Þá líður mér eins og ég hafi náð til fólks. Ég var komin á fullt að semja en þegar afi veiktist fyrir tveimur árum fór ég bara að hjálpa honum og lagði mitt til hliðar. Nú er ég að vakna til lífs- ins á ný og er byrjuð að vinna í því aftur og ég er rosa spennt. Ég gerði þó eitt lag með Adda Intro sem er í nýju Nova auglýsing- unni. Samstarf okkar hefur gengið mjög vel, en við vorum saman úti í London um daginn þar sem ég var að syngja með honum.“ NATALIE GUÐRÍÐUR HIPPHOPPTÓNLISTIN BJARGAÐI MÉR Natalie er plötusnúður af lífi og sál. Fjölskyldusaga hennar er óvenjuleg en hún var ættleidd af ömmu sinni og afa. Lífi ð ræddi við hana um upprunann, eineltið á yngri árum, samkynhneigð og tónlistina sem á hug hennar allan. Það var ekki fyrr en ég var elt heim einn daginn og þurfti lögreglu- fylgd heim eftir skólann að fólk uppgötvaði alvar- leika málsins. NAFN Natalie Guðríður Gunnarsdóttir ALDUR 34 ára STARF Plötusnúður MAKI Í sambandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.