Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 13. júní 2014 | SKOÐUN | 21 Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, fv. ráðherra, fer yfir sameiningar Háskóla (HÍ) í Frétta- blaðinu mánudaginn 5. maí sl. og nefnir þar sam- einingu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík og HÍ og Kennaraháskól- ans. Þá nefnir Þor gerður áhuga menntamálaráð- herra á að sameina HÍ og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og segir að „hagrænir hvatar séu þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu“. Ég er einn þeirra sem hafa efa semdir um sameiningu HÍ og LbhÍ, allavega miðað við þær for sendur sem notaðar eru. Engin vísbending Ég hef lesið greinargerðir og „minnisblöð“ sem ég hef náð í um málefnið. Þar er ekki að finna neina vísbendingu um verulega hagræna, rekstrarlega hagræð- ingu við sameiningu HÍ og LbhÍ. Faglega yrði vissulega ávinn- ingur, en hann á eingöngu að koma öðrum aðilanum til góða, það er HÍ. Sam- kvæmt núverandi skipu- lagi eftir sameiningu yrði háskólanámið á Hvanneyri fært undir Verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Lík- legt verður að telja að með því móti yrði kennslu á háskólastigi á Hvanneyri hætt innan fárra ára. Þá yrði settur punktur aftan við 66 ára nám og kennslu á háskólastigi á Hvann- eyri! Missir sjálfstæðis Hér er rétt að leggja áherslu á að aðaláhyggjur Hvanneyringa eru ekki samstarf við HÍ, heldur að missa sjálfstæðið: Sjálfstæði til að taka ákvarðanir sem snerta heill Hvanneyrarstaðar, samfélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Heill staðarins og viðgangur LbhÍ fer saman. Það er alkunna að þegar lítil eining sameinast stærri einingu missir minni ein- ingin sérstöðu sína og þýðingu. Þorgerður Katrín segir: „Þekkt er íhaldssemi kerfisins og and- staða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars.“ Ég telst ekki til héraðs- höfðingja. Get verið sammála sumu sem þú segir en ekki að verið sé að leggja til skynsam- legar breytingar. Ég tel mig vita og skilja þann ávinning sem HÍ hefur af að fá LbhÍ undir sinn hatt, einkum í ljósi þess metnaðar sem rektor hefur sett fram um að koma HÍ í hóp 100 bestu háskóla heims. Háskóli Íslands, og menntamála- ráðherra, ættu því að vera til- búin að veita LbhÍ, og Hvanneyri, nauðsynlegt frelsi, faglega og fjárhagslega, til að „heimamenn“ treysti því að Hvanneyri – bæði skóli og staður – dafni á ókomnum árum. Kerfið stokkað upp? ÞK nefnir Keldur í grein sinni. Keldur er sjálfstæð stofnun, tengd HÍ. Hvers vegna nefnum við ekki fleiri stofnanir sem ættu að vera hluti af háskólasamfé- laginu? Hvers vegna nefnum við ekki stofnun eins og Náttúru- fræðistofnun? (Ég óska starfsfólki stofnunarinnar til hamingju með bætta starfsaðstöðu og nýtt og glæsilegt hús!) Væri ekki akkur að því að vísindamenn stofn- unarinnar tengdust há skólum landsins, bæði fyrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og fyrir háskólasamfélagið? Væri ekki ráð að útvíkka umræðuna og skoða hvernig við gætum tengt hinar ýmsu stofnanir, sem nú eru sjálfstæðar og dreifðar, háskólum landsins? Hænufet Hvers vegna förum við ekki alla leið og sameinum allar vís- inda- og rannsóknastofnanir undir hatti HÍ? LbhÍ gæti orðið sérstakt svið og fengi einhverj- ar landbúnaðar stofnanir til sín. (Háskólinn á Akureyri yrði að sjálfsögðu áfram sjálfstæður.) LbhÍ yrði að vera rekstrarlega og faglega sjálfstætt svið. Tæki sínar ákvarð anir bæði rekstrar- lega og faglega, sem sagt héldi sjálfstæði sínu. Sjálfstæði LbhÍ innan HÍ yrði að vera tryggt, svo að hagsmunir samfélagsins á Hvanneyri yrðu tryggðir. Samfé- lagið á Hvanneyri yrði ekki lagt í rúst! Myndi það ekki styrkja innviði háskólastigsins, sérstak- lega HÍ, stuðla að rekstrarhag- ræðingu og aukinni sam keppnis- hæfni íslensks samfélags? Það myndi líka hjálpa Háskóla Íslands til að ná metnaðarfullu markmiði sínu um að verða einn af 100 bestu háskólum heims! Af hverju að stíga hænufet ef hægt er að stíga stærri skref? Nauðsynlegar sameiningar háskóla ➜Hvers vegna förum við ekki alla leið og sameinum allar vísinda- og rannsókna- stofnanir undir hatti HÍ? LbhÍ gæti orðið sérstakt svið og fengi einhverjar land- búnaðarstofnanir til sín. (Háskólinn á Akureyri yrði að sjálfsögðu áfram sjálf- stæður.) LbhÍ yrði að vera rekstrarlega og faglega sjálf- stætt svið. MENNTUN Sveinn Hallgrímsson dr. scient., fv. skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.