Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 30
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Tíska. Jóganámskeið og Markaður. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir. Sumarréttir. Fataskápurinn. Samfélagsmiðlarnir. 4 • LÍFIÐ 13. JÚNÍ 2014 Þær læra einbeitingu, öndun og allar grunnstöður í jóga og svo elska þær að fara í slökun. Þ etta eru svolítið öðru- vísi jóganámskeið en þau hafa slegið í gegn hjá þessum stelpum sem fá að vera þarna á sínum eigin forsendum og upplifa að þær séu flottar og heilar eins og þær eru,“ segir Ásta Bárðar- dóttir jógakennari sem að stýr- ir krakka-og unglinganámskeið- um í jóga í sumar. „Það er svo mikið áreiti alls staðar og þess- ar stúlkur eru að koma í inn í umhverfi þar sem þeim líður augljóslega vel. Þær læra ein- beitingu, öndun og allar grunn- stöður í jóga og svo elska þær að fara í slökun.“ Ásta er mennt- uð sem grunnskólakennari og jógakennari og er að gera jóga að fullu starfi hjá Jóga jörð á Höfðabakka 9. Í sumar stýrir hún jóganámskeiðum fyrir 7-10 ára og 10-13 ára börn milli hálf eitt og fjögur frá mánudegi til föstudags í Ártúnsskóla í júní og ágúst og félagsmiðstöð Árbæjar í júlímánuði. Námskeiðin standa í viku í senn og kennt er jóga í einn og hálfan tíma á dag ásamt því að farið er í leiki. „Við leggjum áherslu á hóp- efli í gegnum leiki og stundum klæða þær sig upp í búninga og búa til indverska dansa. Þetta er vettvangur þar sem þær fá algjörlega að njóta sín, stunda jóga, búa til origami-föndur, baka pönnukökur, fara á trúnó eða hvað annað sem sprettur upp“ segir Ásta. Nánari upplýs- ingar um námskeiðin er að finna á Facebook-síðunni Krakkajóga- Unglingajóga eða á jogajord.is. SUMAR JÓGASTÖÐUR, HÓPEFLI OG TRÚNÓ Ásta Bárðardóttir jógakennari kennir krakka- og unglingajóganámskeið í sumar. Stelpurnar skemmta sér konunglega í alls konar leikjum. Fimm vefverslanir sameina krafta sína á markaði á Kexi hosteli á morgun. Það eru verslanirnar Petit, Snúran, Andarunginn, Nola og Esja Dekor sem bjóða upp á innan- hússhönnun, snyrtivörur og barnafatnað svo eitthvað sé nefnt. Mikill uppgangur er í vef- verslun hér á landi og eiga þessar búðir það sameiginleg- ar að hafa verið stofnaðar á síðasta ári. Markaðurinn er haldinn til þess að viðskiptavinir og áhugasamir geti séð vörurnar með eigin augum enda önnur upplifun að skoða hluti og fatnað af tölvuskjá en í raun og veru. Markaðurinn stendur frá 12-16 í Gym og Tonic-salnum á Kexi hosteli á Skúlagötu 28. MARKAÐUR SAMEINAST Á KEXI HOSTELI Vefverslanir taka saman höndum og blása til markaðar á morgun. Klassískir kertastjakar frá Nagelstager repro frá Snúrunni. Ullarteppi frá Rosenberg CPH. Barnaföt frá Färg og form frá Petit. Fallegt í barnaherbergið frá Petit. Levi´s Smáralind – Levi´s Kringlunni - Levi´s Glerártorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.