Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 13. júní 2014 | SKOÐUN | 19 Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Fyrir rúmum fjórum árum sat ég og hringdi í ungt fólk fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir mann sem hafði staðið í kosninga- baráttu í nokkra mánuði og taldi sig hafa kynnt sér hin ýmsustu borgarmál kom það á óvart hvaða spurning það var sem brann helst á hinum ungu kjósendum. (Upp- lýst neðar.) Ef Öskubuskusagnariturum þessa heims verður að ósk sinni og kvikmyndir verða gerðar upp úr þeim bókum sem fyrrverandi frambjóðendur Besta flokksins rita þá verður maður hugsanlega einhvern tímann sýndur sem and- litslaus statisti í stuttu skoti úr höfuðstöðvum vonda liðsins. Fót- gönguliði í dauðastjörnunni. Uppbyggileg stjórnarandstaða Hin mjög svo hlutdræga sjálf- skoðun hefur samt leitt mig að því að ég hafi gert Reykjavík gagn. Þau atkvæði sem bárust Sjálfstæðisflokknum fyrir fjórum árum voru ekki nýtt til vondra verka. Aðkoma Gísla Mar- teins að skipulags- og samgöngu- málum á seinustu fjórum árum var mikil og góð. Sömu leiðis held ég að framlag Þorbjargar Helgu til skóla- og fræðslumála á kjör- tímabilinu hafi verið meira en fólk myndi vænta af ó breyttum fulltrúa minnihluta. Sjálfstæðis- flokkurinn í borginni rak ekki skítuga eða ómálefnalega stjórn- arandstöðu. Hanna Birna var meira að segja forseti borgar- stjórnar framan af kjörtíma- bilinu uns hún hætti því og hin granítharða grasrót Sjálfstæðis- flokksins gat tekið gleði sína á ný. Til að svara gátunni þá var algengasta spurningin sem ungir kjósendur spurðu auðvitað: „Hve- nær eru aftur kosningarnar?“ Það er skrítið að þurfa að svara henni með orðunum „eftir tvo daga“. En það sýnir aðeins nauðsyn þess að fólk sé böggað. Máttur ópersónukjörs Sumir vilja meina að það mætti auka áhuga á kosningum með því að innleiða persónukjör, jafn- vel þannig að menn gætu valið fólk af mörgum listum óháð flokkum. Sumir sjá jafnvel fyrir sér enga flokka. En hvaða áhrif myndi hreint persónukjör hafa á möguleika fólks til að losa sig við sitjandi ráðamenn? Ef hreint persónukjör hefði verið notað í kosningunum 2010 hefði Jón Gnarr komið inn í borgarstjórn með blússandi persónufylgi en engan annan með sér. Hið þurra og steríla listafyrirkomulag gerði honum kleift að draga inn með sér hóp af grunlausum vinum. Og satt að segja stóðu þessir grun- lausu vinir Jóns sig alls ekki svo illa. Nokkur góð verk Svo ég nefni nokkra hluti: Hætt var við að byggja „samgöngu- miðstöð“ í Vatnsmýri, vandræða- byggingu sem sameina átti flug-, rútu- og strætósamgöngur undir einu þaki. Byggingu sem Strætó vildi ekki, rútufyrirtækin kærðu sig ekki um og Flugfélag Íslands hafði ekki not fyrir en virtist vera á sjálfstýringu gegnum borgarkerfið. Leidd var til lykta vinna við aðalskipulag Reykjavíkur sem byggir á grófum dráttum á þétt- ingu byggðar og því að Reykja- vík fái að vera evrópskari borg. Götur á borð við Hverfisgötuna og Borgartúnið voru endurhann- aðar með það að markmiði að gera þær göngu- og hjólavænni. Það var auðvitað ekki allt án and- mæla. Ef einhver einn fær meira af opinberu rými þá þarf einhver annar að fá minna af því. Og það skapar pústra. Orkuveitan var sett á réttari braut. Það er hins vegar auðvitað ekki alveg þannig að öll vanda- mál tengd OR séu horfin. Hinn óeðlilega hái rafmagnsreikn- ingur Reykvíkinga er verðið sem þeir þurfa að greiða fyrir einhver súperhagstæð lán sem fengin voru á sínum tíma í skjóli þess að OR var í eigu opinberra aðila. Upp á framtíðina verður að leita leiða til að koma í veg fyrir að borgin fari aftur í svona rugl. Ég ber virðingu fyrir fólki sem gefur nokkur ár ævi sinnar í þágu stjórnmála. Mig langar að þakka Jóni Gnarr fyrir það að hafa gert það. Mér líst raunar ekkert sérlega vel á þá borgar- stjórn sem nú tekur við en þannig er það nú. Þótt sífellt færri kjósi ræður maður þessu víst ekki enn þá einn. Jón Gnarr sagði í einhverjum viðtölum að hann væri „í raun anarkisti“. Flestir sem segjast „í vera raun anarkistar“ eru í raun fábjánar. Jón Gnarr er undan- tekning þar á. Hann er enginn fábjáni. Og enginn anarkisti. Fjögur ár Stjórnvöld mega ekki bregðast Það er augljóst að það er skylda samfélagsins að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að sjávar- útvegsfyrirtækið Vísir tilkynnti að það ætlaði að leggja niður starf- semi á þremur stöðum á landsbyggðinni. Við tölum iðulega um for- sendubrest vegna fast- eignalána sem hækk- uðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávar þorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðruvísi en sem stór- felldum forsendubresti. Hlutverkið Löggjafinn hefur sjálfur ákveðið að fiskveiðistjórnarkerfið hafi byggðalegt og félagslegt hlut- verk, jafnframt því að vera grundvöllur sjálfbærrar nýting- ar og hagræðis í greininni. Þetta sést best á því að til ráð stöfunar eru 5,3 prósent af heildar- aflaheimildum, í þorskígildum talið, sem byggðaleg úrræði til að byggja upp með varanlegum hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli. Skynsemi og þekking Í grein sem Einar K. Guðfinns- son, forseti Alþingis og fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði nýlega í Fiski fréttir í tilefni stöðunnar sem upp er komin vegna aðgerða Vísis segir: „Nær 30 þúsund tonn til félagslegra/byggðalegra úrræða er umtalsvert magn. Spurn- ingin sem nú á við er sú hvort við notum þennan afla til nægi- lega markvissra aðgerða. Sl. sumar var lögfest ákvæði sem fól í sér nýmæli við úthlutun byggðakvóta. Byggðastofnun hafði yfirumsjón með ráðstöfun þessara aflaheimilda. Þar sem ég þekki til tókst vel til. Þarna virðist komin góð fyrirmynd að því að nýta takmarkaðar heim- ildir til þess að byggja upp með varanlegri hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli, eða slíkt er fyrir- sjáanlegt. En jafnframt þarf að vinna til lengri tíma. Skapa skilyrði til nýrrar og annarrar atvinnustarfsemi, þannig að sjávar útvegsplássin okkar verði líkari stærri byggðarlögum með fjölþættari atvinnustarfsemi.“ Einar talar hér af skynsemi og þekkingu og reynslu og ég get tekið heilshugar undir sjónar mið hans. ➜Við tölum iðulega um forsendubrest vegna fasteignalána sem hækkuðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávarþorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðruvísi en sem stórfelldum for- sendubresti. SJÁVAR- ÚTVEGUR Elín Hirst alþingismaður Ef hreint persónu- kjör hefði verið notað í kosningunum 2010 hefði Jón Gnarr komið inn í borgarstjórn með blúss- andi persónufylgi en engan annan með sér. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.is Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,4 l/100 km. CO2 88 g/km. Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 þrepa sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,9 l/100 km. CO2 102 g/km. Volvo V40 búinn D2 dísilvél uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá frítt í stæði í miðbæ Reykjavíkur í 90 mínútur í senn. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. VOLVO V40 FÉKK HÆSTU EINKUNN SEM HEFUR VERIÐ GEFIN Í ÖRYGGISPRÓFUNUM Euro NCAP. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17 OG LAUGARDAGA KL. 12-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.