Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 56
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 40SPORT FÓTBOLTI „Við sýndum karakterinn sem er búinn að byggjast upp í liðinu undanfarin tvö ár með þessum sigri,“ segir Michael Præst, danski miðjumaðurinn í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, í samtali við Fréttablaðið. Præst átti stórleik og réð lögum og lofum á miðjunni er Stjarnan vann KR, 2-1, og er áfram taplaus í öðru sæti deildarinnar. Hann er leik- maður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu. „Það er alltaf erfitt að spila á móti KR og það byrjaði líka vel í leiknum. Þeir settu mikla pressu á okkur með löngum sendingum fram. En þegar við lentum undir, 1-0, fórum við að spila okkar leik; snöggar skyndisóknir og láta boltann ganga. Þannig unnum við okkur inn í leikinn. Frá því við lendum undir og þar til á svona 60. mínútu spiluðum við okkar besta bolta í sumar,“ segir Præst. Gera það sem þarf til Præst, eða presturinn eins og hann er stundum kallaður, hefur verið hugfanginn af Silfurskeið- inni, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, síðan hann gekk í raðir liðsins í fyrra. Hann gerir mikið úr stuðningi Garðbæinga við liðið. „Það er erfitt að vinna okkur á heimavelli. Við gefumst ekki upp og sérstaklega ekki fyrir framan okkar fólk. Það er ekki bara Silfurskeið- in sem er að styðja okkur en hún kemur samt líka í útileiki. Við erum undir pressu í öllum leikjum, ekki bara frá sjálfum okkur heldur stuðningsmönnunum,“ segir Præst. Stjörnuliðið hefur verið að kreista út sigra í byrjun móts, með góðu eða slæmu, og það líkar Dananum sem var gerður að fyrirliða í vetur. Honum er slétt sama hvort Stjarnan spilar sama bolta eða ekki svo framarlega að liðið vinni. „Stjarnan var einu sinni lið sem þurfti að vinna alla leiki 4-3 en núna viljum við bara vinna. Þannig er karakterinn í félaginu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég og Martin vorum sóttir í fyrra var til að reyna að fá þennan kar- akter í félagið. Það þarf ekki alltaf að spila voða fallegan fótbolta. Fótbolti snýst um að vinna. Ef þú vilt vera meistari þá hugsarðu þannig. FH er á toppnum núna og vinnur allt 1-0. Við unnum marga leiki 1-0 í fyrra. Maður þarf að vita hvað þarf að gera til að vinna fótboltaleiki,“ segir Præst. Gaman að hjálpa þeim ungu Þegar Stjarnan vann Fótbolti.net undirbúnings- mótið í janúar með ógnarsterkt lið fóru ýmsir að benda á það sem líklegt meistaralið. En síðan hvarf Jóhann Laxdal á braut til Noregs, Hall- dór Orri Björnsson fór til Svíþjóðar, Veigar Páll hefur verið meiddur og Garðar Jóhannsson ekki tekið þátt. Þá fóru menn að efast en Stjarnan Fótbolti snýst um að vinna Michael Præst átti stórleik með Stjörnunni er hún lagði KR, 2-1, í 7. umferð Pepsi-deildarinnar og er leik- maður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu. Stjarnan er nú orðið lið sem gerir það sem þarf til að vinna leikina. Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki Miðjumaðurinn sparkvissi var inn og út úr liðinu hjá Ólafi Kristjánssyni og byrjaði á bekknum í síðustu tveimur leikjum hans með Blikana. Guðjón Pétur fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum undir stjórn Gumma Ben. Hann skoraði glæsilegt mark, beint úr aukaspyrnu, og var valinn maður leiksins. Því miður fyrir hann dugði það ekki til sigurs. Pape Mamadou Faye, Víkingi Pape hefur byrjað mótið vel og er markahæstur ásamt tveimur öðrum með fjögur mörk. Í heild- ina er hann búinn að skora fimm mörk í deild og bikar á tímabilinu. Pape lék Þórsvörnina grátt í fyrsta leik Víkinga í Víkinni í sumar. Það var ekki verra að mamma var í stúkunni og benti Pape á hana og brosti breitt er hann fagnaði mörkum sínum á móti Þórsurum. Góð umferð fyrir … heldur velli enn sem komið er við toppinn og á Veigar og Garðar inni. „Við höfum verið að þróa okkar leik betur út af breytingunum. Það var svakalega slæmt að missa Jóa og enn verra að missa Dóra. Hann gerði svo mikið fyrir okkur sóknarlega. En Ólaf- ur Karl Finsen er að leysa hann af og gerir það vel. Svo eru ungu strákarnir líka að koma flottir inn í þetta. Þeir eru kannski ekki jafn- frægir, en þeir eru rosalega góðir og þjálfarinn er óhræddur við að nota þá í hvaða stöðu sem er,“ segir Præst sem efaðist aldrei um gæði Stjörnu- liðsins. „Það eru svo miklir hæfi- leikar í þess- um strákum og þeir þekkja það líka að v i nna . Við verðum með rosalega gott lið eftir eitt til tvö ár sem byggt verður á heimastrák- um. Ég er bara ánægður með að fá að hjálpa þeim af stað á sínum ferlum. Það eru mikil gæði í okkar liði og við erum fullir sjálfs- trausts,“ segir Præst ákveðinn. Ólafur getur farið alla leið Ef einhver hefur borið af í Stjörnuliðinu til þessa er það Ólafur Karl Finsen, sem er markahæstur í deildinni ásamt tveimur öðrum með fjögur mörk. Þessi 22 ára gamli strákur er að springa út og fyrirliðinn segir að hann geti farið langt. Mjög langt. „Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð. „The sky is the limit,“ eins og þeir segja. Hann getur orðið frábær kantmaður eða fram- herji, bara það sem hann vill,“ segir Præst en það er ekki bara sóknartilburðir Ólafs Karls sem heilla Danann. „Fólk fylgist eðlilega meira með því sem hann gerir í sókninni; hvern- ig hann rekur boltann fram hjá öllum og skorar. En hann vinnur líka vel til baka og hjálpar til í vörninni sem ég kann að meta þar sem ég spila vörn. Óli Kalli er bara að gera allt rétt núna þannig að ég vona bara að hann haldi áfram á sömu braut. Þá getur hann orðið einn af bestu leikmönnum deildar- innar,“ segir Michael Præst. Betri í fyrri hálfleik Það skyldi engan undra að Stjarnan hafi verið yfir á móti KR í hálfleik. Stjörnumenn hafa nefni- lega verið yfir í hálfleik í fimm af fyrstu sjö leikj- um sínum í Pepsi-deildinni í sumar og státa af mark- tölunni 7-2 (+5) í fyrri hálf- leik. Markatala Garðbæinga í seinni hálfleiknum er aftur á móti 4-5 (-1). tomas@365.is FÓTBOLTI Lukkudísirnar voru í liði með Brasilíu sem vann 3-1 sigur á Króatíu í opnunarleik heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu sem fór fram í Sao Paulo í gærkvöldi. Svo fór að stórstjarnan Neym- ar, leikmaður Barcelona, var hetja heimamanna en hann skoraði tví- vegis fyrir sína menn. Króatía komst reyndar yfir snemma leiks með sögulegu sjálfsmarki Marcelos en það var fyrsta sinnar tegundar hjá Brasilíu í úrslitakeppni HM. Heimamenn náðu þó að róa taug- arnar og tóku yfir leikinn, hægt og rólega. Það skilaði sér í marki Neymars um miðbik fyrri hálf- leiks en hann lék laglega á varnar- menn Króata og skoraði með hnit- miðuðu skoti utan teigs í stöngina og inn. Neymar var þó ljónhepp- inn að vera þá enn á vellinum því hann fékk aðeins gult spjald fyrir olnbogaskot sem hann gaf Luka Modric nokkrum mínútum fyrr. Dómari leiksins, Yuichi Nishim- ura frá Japan, kom sér svo aftur í sviðsljósið þegar hann gaf Brasi- líu vítaspyrnu fyrir afar litlar sakir. Sóknarmaðurinn Fred féll í grasið við minnstu snertingu varnarmannsins Dejan Lovren en ákvörðun dómarans stóð og Neym- ar skoraði úr vítinu. Króatar reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en fengu þess í stað mark á sig í blálokin er Oscar skoraði eftir skyndisókn. - esá Neymar hetja Brassa Gestgjafarnir byrjuðu á 3-1 sigri á Króatíu í gær. HEIMAMÖNNUM VAR LÉTT Neymar og varamaðurinn Hernanes fagna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir sér vonir um að leikstjórnandinn Aron Pálmarsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn Bosníu í síðari umspilsleik liðanna um sæti á HM 2015 í Katar. Bosnía vann fyrri leikinn með eins marks mun ytra um síðustu helgi. Aron hefur verið að glíma við meiðsli í hné og ökkla og missti af fyrri leiknum af þeim sökum. Landsliðsþjálfarinn segir enn óvíst um þátttöku nafna síns í leiknum en að það komi betur í ljós eftir æfingu liðsins í dag. Aðrir leikmenn sem bætast við íslenska hópinn eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Freyr Andrésson og Heimir Óli Heimis- son. Allan landsliðshópinn má sjá á íþróttavef Vísis. - esá Aron í hóp gegn Bosníu LYKILMAÐUR Það munar mikið um Aron Pálmarsson í íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Steve Evans, stjóri Rotherham United, hefur staðfest að Kári Árnason verði áfram í herbúðum félagsins en munnlegt samkomulag þess efnis liggur fyrir. Kári kom til félagsins árið 2012 en liðið hefur komist upp um deild bæði árin hans og leikur Rotherham í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. „Hann er góður leikmaður,“ sagði Evans í samtali við fjöl- miðla í Englandi. „Þegar við þörfnuðumst þess að menn stigu upp í síðari hluta umspilskeppn- innar var hann algjörlega fram- úrskarandi.“ Að auki hefur Jóhann Berg Guðmundsson verið orðaður við Rotherham í fjölmiðlum ytra. - esá Kári áfram hjá Rotherham 22.00 SÍLE– ÁSTRALÍA Um fátt annað hefur verið rætt í Síle en meiðsli miðjumannsins Arturo Vidal sem leikur með Juventus á Ítlaíu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda keppninnar og gæti þess vegna misst af allri riðlakeppn- inni. Litið er á leikinn sem skyldu- sigur fyrir Sílemenn en búist er við að liðið muni berjast við Spán og Holland um efstu tvö sæti C-riðils. Ástralía er litla liðið í riðlinum en gæti vel bakað „stóru“ liðunum vandræði. HM Í FÓTBOLTA Allt um HM á Vísi FÓTBOLTI Liðin sem mættust í úrslita- leik HM í Suður-Afríku fyrir fjórum árum eigast við í B-riðli keppninnar í dag. Spánn og Holland mætast í Fonte Nova-leikvanginum í Salvador en flestir reikna með því að þetta verði úrslita- leikur riðilsins. Hollenska liðið er þó af mörgum talið ekki jafn sterkt og fyrir fjórum árum en það kemur þá í ljós þegar það mætir nú ríkjandi heims- og Evrópu- meisturunum. Allir í leikmannahópi Spánar eru heilir heilsu– líka sóknarmaðurinn Diego Costa sem er reyndar fæddur í Brasilíu. Costa glímdi við meiðsli í lok tímabilsins með Atletico Madrid á Spáni en er nú leikfær á ný. „Við verðum að vera einbeittir og halda í þá hugmyndafræði sem hefur fært liðinu velgengni síðustu ára,“ sagði varnarmaðurinn Sergio Ramos, sem hefur verið lykilmaður í spænska landsliðinu undanfarin ár. Leikurinn hefst klukkan 19.00 í kvöld en dagurinn byrjar með viðureign Mexíkó og Kamerún í A-riðli klukkan 16.00. Það er svo nóg fram undan um helgina en alls fara fjórir leikir fram á laugardaginn og þrír á sunnudaginn. - esá Úrslitaleikurinn endurtekinn í Salvador BRUGÐIÐ Á LEIK Sergio Ramos og Pepe Reina á æfingu spænska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.