Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 22
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Breytingar verða á Ferða- þjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Strætó bs. hefur umsjón með þjónust- unni að stærstum hluta og þar sem hún skiptir miklu í lífi margra er bæði ljúft og skylt að greina nánar frá því í hverju breyting arnar eru fólgnar. Ákvarðanir um breytingarnar voru teknar af sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæð- inu og skrifað var undir samning við Strætó bs. þar um 19. maí. Rétt er að taka það fram að samningur- inn nær ekki til Kópavogs, en þar er í gildi samningur um akstur fyrir fatlað fólk sem Strætó hefur ekki aðkomu að. Breytingarnar munu fela í sér aukna þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuver Strætó mun taka við pöntunum á ferðum og með því lengist þjónustu- tíminn umtalsvert, en þjónustuverið er opið frá klukkan 7 á morgnana til 22 á kvöldin, en í athug- un er að lengja opnunar- tíma þjónustuversins enn frekar. Akstur bíla í Ferðaþjón- ustu fatlaðs fólks verður á sömu tímum og akst- ur strætisvagna. Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyting, ásamt lengri opnunartíma þjón- ustuvers, gerir notendum mun auð- veldara fyrir að panta ferðir. Strætó bs. mun ekki sjá um sjálfan aksturinn heldur verður hann á höndum einkaaðila, en í dag er nær allur akstur í Ferða- þjónustu fatlaðs fólks í höndum einkaaðila. Þá má geta þess að um helmingur af öllum akstri strætis vagna á höfuðborgarsvæð- inu er í höndum einkaaðila, þótt hann sé undir merkjum Strætó bs. Bílarnir verða þannig ekki í eigu Strætó, heldur þjónustuaðila. Við innkaup á aksturs þjónustu fyrir fatlað fólk verða gerðar kröfur um aldur, ástand og gæði bíla og má því reikna með að mikil endur- nýjun verði á þeim bílaflota sem sinnir þjónustunni í dag. Áfram samstarf Strætó bs. hefur fjárfest í hug- búnaði eins og þeim sem not- aður er í ferðaþjónustu fatlaðra á Norðurlöndunum og víðar. Þannig verður ferðaniðurröðun sem hag- kvæmust og sá tími sem not endur þjónustunnar eyða í ferðir sem skemmstur. Strætó mun koma tölvubúnaði fyrir í öllum bíl unum og kenna verktökum á hann. Hug- búnaðurinn mun sjá til þess að lengstu ferðir með Ferðaþjónustu fatlaðra taki ekki lengri tíma en lengstu ferðir með hefðbundnum almenningssamgöngum. Eftir sem áður er það í höndum hvers sveitarfélags að skilgreina notendur, gjaldskrá og umfang þjónustunnar, en hún er ætluð fyrir hjólastólanotendur, blinda og þau sem eru ófær um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar langvarandi fötlunar. Strætó bs. verður í samskiptum við samráðshóp félagsmálastjóra sveitarfélaganna varðandi þjón- ustuna. Strætó bs. og starfsmenn sveitar félaganna hafa haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við undirbúning breytinganna og því samstarfi verður haldið áfram. Það er von Strætó bs. að notend- ur verði ánægðir með þær breyt- ingar sem verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá og með áramót- um, en með þeim verður þjón- ustan betri en nú; styttri pönt- unartími, lengri opnunartími þjónustuvers, betri bílar og mark- vissari ferðir. Hættum að klórmenga sundlaugar á Íslandi. Klór er ætandi eiturefni sem enginn ætti að baða sig upp úr. Fjöldi rannsókna, sem gerðar hafa verið, sýnir fram á skaðleg og heilsu- spillandi áhrif klórefna. Vel þekkt er að asmi og öndunarfærasjúkdómar hafa verið fylgifiskar hjá sundíþróttafólki sem æfir og keppir í klórmenguðum laugum. Sömuleiðis hafa húðvandamál og augnsjúk- dómar gert vart við sig hjá þeim er stunda sund í klórvatni. Óeðli- lega margt sundfólk þarf á asma- lyfjum að halda og sterakremum fyrir húðina. Ætandi og mengandi Erlendis neitar sundfólk jafnvel að æfa og keppa í klórmenguðu sundlaugarvatni. Og það ekki að ástæðulausu. Fyrir utan það að klórinn sé ætandi og mengandi fyrir fólk og líf- ríki, þá verða til hættuleg efnasambönd er fólk piss- ar í sundlaugar með klór- vatni. Erlendis hefur verið blandað efni í sundlaugar- vatn sem fær skæran lit um leið og einhver losar þvag í laugina. Kannan- ir sýndu að var aðallega fullorðna fólkið sem var sökudólgarnir en síður börnin. Þetta vandamál er óleyst enn sem komið er, en maður gæti haldið að það væri hollara að detta ofan í fjóshauginn en stinga sér til sunds í klórmeng- uðum laugum þar sem margir hafa kastað af sér vatni. Klór hefur verið svo lengi í sund- laugum hér á landi að fólk tekur því sem sjálfsögðum hlut þótt flestum þyki lyktin vond. Fæstir gera sér aftur á móti grein fyrir því hve skaðlegur klórinn er. Það á að sjálf- sögðu að vera heilsusamlegt að fara í sund en ekki mengandi fyrir sund- laugargesti. Á Reyðarfirði lá við stórslysi fyrir nokkrum árum er klór bland- aðist við sýru. Það sýnir bara hve eitraður klór er. Enda er hægt að framleiða sinnepsgas úr klór og vissri tegund af sýru en sinnepsgas er efnavopn sem notað var í fyrri heimstyrjöldinni. Það segir sig sjálft að það er löngu tímabært að hætta þessari efnamengun í sund- laugum landsins. Rannsaka þarf betur hvaða áhrif klórmengun hefur á börn og þá sérstaklega í sambandi við asma, krabbamein og ófrjósemi seinna á lífsleiðinni. Alveg skaðlausar aðferðir Hægt er að nota náttúrulegar og alveg skaðlausar aðferðir til að hreinsa sundlaugarvatn með góðum árangri. Þær aðferðir eru notaðar víða erlendis. Má þar nefna Ozon- meðferð, vetnisperoxíð og útfjólu- blátt ljós. Einnig hafa plöntur verið not aðar til að hreinsa vatn í sund laugum. Þar eru Þjóðverjar framarlega í flokki. Það er reyndar ekki eins hagkvæmt enn sem komið er, þar sem færra fólk getur notað sund laug arnar í einu. Ánægjulegt væri samt að geta haft þannig laugar hér á landi. Fróðlegt væri að vita hvort íslensk- ar jurtir og lífræn efni úr jarðveg- inum ásamt heitu vatni beint úr jörð- inni gætu verið öflug til hreinsunar í náttúrulegum sundlaugum. Sömu- leiðis saltur sjór með þörungum sem um leið gæfi baðgestum steinefni og vítamín gegn um húðina. Þörf er á að rannsaka þetta. Lærum af öðrum þjóðum sem eru lengra komnar og hafa notað náttúrulegar og eiturefnalausar að- ferðir til að hreinsa sundlaugarvatn með góðum árangri. Ímyndið ykkur þau forréttindi að geta synt í heitu og tæru sund- laugar vatni án mengandi efna. Ísland er enn sem komið er nokkuð hreint land með ómengað vatn sem hægt er að drekka beint úr krönunum. Þegar okkur hefur tekist að losa okkur við hættulegan klórinn þá getum við sagt með stolti: „Ísland hreint land, hreint vatn og hreinar sundlaugar.“ Í síðustu viku féll dómur í svo kölluðu Aurum- máli. Þar var enn á ný dæmt um sakargiftir á hendur mér. Í vel rök- studdum forsendum dómsins er í raun tekið undir allt sem ég hef haldið fram í þessu máli frá upphafi. Mikilvæg- ast er að sýnt er fram á með rökum að Glitnir var betur settur eftir við- skiptin en áður var. Frá árinu 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá Sérstökum saksóknara og fyrirrennara þess embættis, efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert. Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskiptabrota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar. Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lög- reglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög. Hvort brotin hafa þann tilgang að þóknast yfir- mönnum þeirra, skal ósagt látið – en líkur standa til þess. Ég tel að sl. tólf ár hafi íslenska ríkið eytt sem nemur 3,5 milljörðum króna í þess- ar rannsóknir. Aldrei fyrr í Íslandssögunni hefur einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rannsóknar- og saksókn- arvaldsins til þess að koma mér bak við lás og slá hefur það ekki gerst. Ég trúði á kerfið Á árinu 2002 og fram til ársins 2005 hafði ég þá trú að mál væru rannsökuð jafnt til sýknu og sektar, eins og lög kveða á um. Ég trúði á kerfið. Fram til 1. júlí 2005 sýndi ég fullan samstarfs- vilja við rannsakendur, en þann dag leit fyrsta ákæran af þrem- ur í s.k. Baugsmáli dagsins ljós. Þá rann upp fyrir mér að allar mínar skýringar og gögn skiptu engu máli. Vilji þeirra sem rann- sökuðu málið til saksóknar var svo mikill að ekkert annað komst að. Stór hluti skýringarinnar er sá að rannsóknarvald og ákæruvald er á sömu hendi. Vald rannsakenda er gríðar- lega mikið. Þess vegna er mikil- vægt að sem rannsakendur veljist hæfir menn og eins hitt að þess sé gætt að ákæruvald og rann- sóknarvald sé ekki á sömu hendi. Annað leiðir til þess að mál verða einungis rannsökuð til sektar. Að halda mönnum sem sakborn- ingum svo árum skiptir er ómann- úðleg aðgerð. Sá sem hefur stöðu sakbornings getur illa skipulagt sitt eigið líf. Hvenær verð ég kall- aður fyrir næst? Verður ákært og þá hvenær? Er verið að hlera mig? Verður ráðist inn á heimilið mitt? Sími eiginkonu minnar var t.d. hleraður þótt mér vitanlega hafi hún aldrei legið undir grun hjá embættinu. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans, lýsti svipaðri upplifun í svo köll- uðu Imon-máli nú um daginn. Þar skýrði hann frá því að langar yfir- heyrslur með fullum samstarfs- vilja hans hefðu reynst tíma- eyðsla. Ekkert hefði verið hlustað á hann. Meira að segja hefði Sér- stakur saksóknari leyft sér að halda frá dómendum gögnum sem Sigurjón lagði fram á rannsóknar- stigi málsins. Ég komst að þeirri niðurstöðu fyrir tæplega níu árum að ekki væri rétt að tjá sig hjá Emb- ætti sérstaks saksóknara. Ég ræð mönnum eindregið frá því að svara spurningum rannsak- enda við það embætti a.m.k. þar til sú breyting hefur átt sér stað að kappsamir rannsakendur sitji ekki undir sama þaki og þeir sem taka ákvörðun um útgáfu ákæru. Um leið og starfsmenn Sérstaks saksóknara eru búnir að afla sér heimilda til þess að hlera síma, ryðjast inn á heimili, handtaka fólk og hafa rótað í nærbuxna- skúffu á heimili hins grunaða þá er embættið komið í þá stöðu að þurfa að koma sekt á menn með öllum tiltækum ráðum. Kapp- samir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rann- sóknarstigi, eru hættulegir sam- félaginu. Í Aurum-málinu reyndi Sérstakur saksóknari að halda frá dómnum mjög mikil vægum gögnum. Gögnum sem gátu skilið á milli þess hvort við sem vorum ákærðir yrðum dæmdir til fang- elsisvistar eða ekki. Er það virki- lega svo að æðsti yfirmaður ákæruvaldsins í landinu ætli að láta þetta átölulaust? Á hann ekki að gæta varðmannanna? Einhver verður að gera það. Það gengur ekki að saksóknari sem reynir með brögðum að koma mönnum í fangelsi starfi áfram eins og ekk- ert hafi í skorist. Einhliða tilbúningur Ákæran í Aurum-málinu var byggð á því að verðmæti hluta- fjárins í Aurum á miðju ári 2008 hefði verið fjarri því að vera 100 milljónir punda. Sú viðmiðun hefði verið einhliða tilbúningur forstjóra Baugs og enga stoð haft í raunveruleikanum. Þau lykilgögn sem vantaði í Aurum- málið þegar ákæran var gefin út og Sérstakur saksóknari hafði undir höndum eða a.m.k. vísbendingar um að væru til eru m.a. 1Staðfestingarbréf frá vilj-ugum kaupanda um að hann féllist á að hlutabréfin væru 100 milljóna punda virði. 2Verðmat Kaupþings banka hf. frá 1. apríl 2008 sem sýndi að virði hlutafjárins væri 121 millj- ón punda. 3Verðmat Glitnis banka frá júní 2008, sem gerði ráð fyrir að verðmæti hlutafjárins væri allt að 190 milljónir punda. 4Áreiðanleikakönnun viljugs kaupanda, sem hann fram- kvæmdi sjálfur, sem sýndi verð upp á 107 milljónir punda. Grímur Grímsson lögreglu- maður skýrði fyrir dómi að ástæða þess að niðurstöðu áreiðanleika- könnunar kaupandans var haldið fyrir utan málið hafi verið sú að gögn málsins hefðu verið orðin svo mikil að vöxtum að ekki hafi þótt rétt að bæta við fleiri gögnum, auk þess sem þau hefðu verið á ensku! Rétt er að halda til haga að þessi gögn eru nokkur hundruð síður en málsskjölin öll eru um 7.000 blað- síður. Þessi aulaskýring stenst ekki skoðun, ekki frekar en eftir- áskýring saksóknara um að hann hafi ekki vitað hver var bróðir annars meðdómarans. Ég hef legið undir grun í 12 ár. Upphaf mála gegn mér má rekja til óvildar fyrrverandi áhrifa- manna í Sjálfstæðisflokknum í minn garð. Sannleikurinn í því efni kom í ljós þegar tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar, fyrrver- andi ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur voru opinberaðir fyrir um níu árum. Mál mitt gegn íslenska ríkinu er nú á lokastigum hjá Mannrétt- indadómstól Evrópu. Ég vænti mikils af þeirri niðurstöðu enda sjá það allir að ekki er hægt að halda manni í sakborningsstöðu í tólf ár. Ég hvet samfélag okkar til að skoða með yfirveguðum hætti hvort ekki hafi eitthvað farið út af sporinu í rannsókn Sérstaks saksóknara frá árinu 2009. ➜ Mál mitt gegn íslenska ríkinu er nú á lokastigum hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Ég vænti mikils af þeirri niðurstöðu enda sjá það allir að ekki er hægt að halda manni í sakbornings- stöðu í 12 ár. Rannsakaður afturábak og áfram í 12 ár Má ég biðja um tært og ómeng að vatn í sundlaugar! DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhannesson fj árfestir og stofnandi Bónuss HEILSA Benedikta Jónsdóttir, heilsu- & lífstíl- sráðgjafi og einn af stofnendum Heilsu- frelsis á Íslandi ➜ Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyt- ing, ásamt lengri opnunar- tíma þjónustuvers, gerir not endum mun auðveldara fyrir að panta ferðir. Aukin þjónusta við fatlað fólk SAMGÖNGUR Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi Strætó bs. ➜ Lærum af öðrum þjóðum sem eru lengra komnar og hafa notað náttúrulegar og eiturefnalausar aðferðir til að hreinsa sundlaugar- vatn með góðum árangri. Ímyndið ykkur þau forrétt- indi að geta synt í heitu og tæru sundlaugarvatni án mengandi efna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.