Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 4
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SJÁVARÚTVEGUR Hrefnuveiðiskip- ið Hafsteinn SK landaði í gær sínu ellefta dýri. Ekkert annað skip er á hrefnuveiðum en áhöfn Hrafnreyðar KÓ stefnir á veiðar í Faxaflóanum á næstu dögum. Gunnar Bergmann Jónsson, talsmaður hrefnuveiðimanna, segir veiðar hafa gengið mun betur en undanfarin ár. „Pólitíkin var að trufla okkur í fyrra þegar Faxaflóanum var lokað. Svo er mikið af hrefnu og greinilega mikið æti í flóanum,“ segir Gunnar. - hg Einungis eitt skip á veiðum: Landaði elleftu hrefnu ársins MEÐ SKUTULINN Gunnar segir kjöt hrefnunnar sem veiddist í gær fara í verslanir fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, undirritaði í gær viljayfirlýsingu um að stórauka notkun rafrænna skilríkja á næstu árum. Samkvæmt yfirlýsingunni er stefnt að því að rafræn skilríki verði meginauðkenningarleið fólks vegna ýmiss konar rafrænnar þjónustu og viðskipta á netinu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og stjórnarformað- ur Samtaka fjármálafyrirtækja, undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd samtakanna. - hg Undirrituðu viljayfirlýsingu: Rafræn skilríki verði algengari BRETLAND Efnahagskreppan í Evr- ópu og Norður-Ameríku leiddi til rúmlega tíu þúsund sjálfsvíga til viðbótar við það sem annars hefði orðið. Þetta segir í nýrri rannsókn sem birt er í breska tímaritinu British Journal of Psychiatry. BBC greinir frá. Í rannsókninni, sem var meðal annars unnin af Háskólanum í Oxford, voru upp- lýsingar teknar saman frá 24 Evr- ópulöndum, Bandaríkjunum og Kanada. Þar segir að sjálfsvígum hafi fjölgað um 6,5 prósent árið 2009 og að sú háa tíðni hafi haldist til ársins 2011. - bá Ný rannsókn í Bretlandi: Fleiri sjálfsvíg í kreppunni SLYS Göngukona á fimmtugsaldri hlaut opið beinbrot á ökkla þegar hún hrasaði í hlíð Dalsfjalls ofan við Herjólfsdal í gærkvöld. Konan var samkvæmt upplýs- ingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á fjölfarinni göngu- leið þegar slysið varð. Björgunarsveitarmenn báru konuna niður í dalinn þar sem sjúkrabíll beið þess að flytja hana á Heilbrigðisstofnunina í Vest- mannaeyjum. Síðar var flogið með konuna til Reykjavíkur. - hg Slasaðist í Vestmannaeyjum: Hrasaði og hlaut opið beinbrot BORIN NIÐUR Aðstæður í fjallinu voru góðar þegar slysið varð. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON BJARNI BENEDIKTSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 40% er fækkunin milli ára á gistinóttum á Austurlandi í aprílmánuði. Austurland er eini landshlutinn þar sem gistinóttum fækkaði í apríl frá því í fyrra. Heimild: Hagstofa Íslands Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HÆGLÆTISVEÐUR Í dag má búast við súld eða lítilsháttar rigningu sunnan og vestan til en það verður bjart fyrir norðan. Á morgun verður yfirleitt skýjað en úrkomulítið og á sunnudaginn skýjað og væta á stöku stað. Nokkuð hlýtt í veðri. 13° 2 m/s 12° 7 m/s 14° 7 m/s 12° 13 m/s Hæg breytileg átt. Hæg S-læg eða breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 26° 31° 21° 24° 20° 18° 26° 19° 19° 25° 25° 34° 28° 31° 32° 21° 21° 25° 10° 3 m/s 9° 4 m/s 15° 6 m/s 17° 3 m/s 18° 3 m/s 15° 2 m/s 9° 3 m/s 15° 14° 12° 11° 16° 12° 17° 15° 14° 13° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN MENNTUN Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur fyrst Íslendinga hlotið hinn eftirsótta Google-styrk. Styrkurinn er til minningar um Anitu Borg sem barðist fyrir aukn- um hlut kvenna í tölvunar- og tækni- fræðum og eiga kvenkyns nemend- ur í þeim greinum kost á að hljóta styrkinn. Fjörutíu konur frá Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum hlutu styrk þetta árið og er Helga ein þeirra. Styrkurinn er rúmar milljón krónur og er styrkþegum boðið í heimsókn á skrifstofur Google í Sviss. Mikill fjöldi sækir um styrkinn en leitað er eftir góðum námsárangri og leið- togahæfileikum. „Peningurinn er aukaatriði fyrir mér. Mesti heiðurinn er að fá að heimsækja Google núna í júlí og viðurkenningin sem styrkurinn er fyrir það sem maður hefur verið að gera. Google sýnir líka áhuga á að maður sæki um hjá þeim í kjölfarið og vilja halda sambandi við mann,“ segir Helga. Helga var ein stofnenda /sys/tur, samtaka kvenna í tölvunarfræði- námi í HR, og hefur Google tjáð Helgu áhuga á að styðja við félags- skapinn með einhverjum hætti. Google birti nýlega kynjahlutföll hjá sér og konur eru eingöngu 30 prósent starfsmanna og eingöngu 17 prósent í tæknistörfum. Styrkurinn er til þess fallinn að hvetja konur áfram, bæði til að fara í námið og sækja um störf. „Tækifærin eru mörg í þessum geira og þá sérstaklega fyrir konur. Við erum vakandi fyrir þessu og viljum endilega fá fleiri konur í námið,“ segir Helga sem er nýkomin frá Bandaríkjunum. Þar hefur hún verið að vinna í meistararitgerðinni í samstarfi við Cornell-háskóla. „Ég fann það úti hvað það er mikill heið- ur að fá þennan styrk, allir þekktu vel til hans og þetta er gífurleg viður kenning fyrir mig faglega.“ erlabjorg@frettabladid.is Fékk Google-styrk fyrir góðan árangur Helga Guðmundsdóttir hlaut fyrst íslenskra kvenna styrk Google til öflugra kven- nemenda í tölvunarfræðum. Hún segir styrkinn mikla viðurkenningu og hlakkar sérlega til að heimsækja skrifstofur Google í Sviss og kynna sér nánar starfsemina. MEISTARANEMI Í TÖLVUNARFRÆÐUM Helga Guðmundsdóttir vinnur nú að meistararitgerð sinni sem fjallar um kerfið að baki Facebook og hvernig haldið er utan um svo stóran notendahóp. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN IÐNAÐUR Fulltrúar kínverska olíu- félagsins CNOOC kynntu sam- starfsaðilum sínum í gær verk- áætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. Þess verður freistað að hefja hljóðbylgjumælingar þegar í sumar. Fyrsti borpallurinn gæti jafnvel verið tilbúinn eftir fjögur ár. Kínverska ríkisolíufélagið varð aðili að olíuleitinni í janúar. Með CNOOC í þriðja sérleyfinu eru norska félagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Fulltrúar þeirra funduðu í Reykjavík í gær um næstu skref. Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykons, segir að á fundinum með CNOOC-mönnum hafi verið byrj- að á því að fara yfir umhverfis- og öryggismál. Þeir hafi sett þau mál efst á dagskrá. „Áhuginn er mjög mikill og við finnum það að þeir fara af stað af miklum krafti og ætla að gera þetta töluvert hraðar en við höfð- um hugsað okkur,” segir Gunn- laugur. Hann segist þó ekki vilja gefa of miklar væntingar. Þeir séu að tala um að minnsta kosti nokkr- um árum fyrr en áætlanir höfðu verið um. Forsendur borana eru nákvæm- ar hljóðbylgjumælingar og þótt komið sé fram á sumar, og erfitt að fá rannsóknarskip, á samt að reyna. „Það er möguleiki á því að það verði tvívíðar endurvarpsmæling- ar í ár,” segir Gunnlaugur. - kmu Hljóðbylgjumælingar sem eru forsenda borana vegna olíuleitar á Drekasvæðinu gætu hafist í sumar: Kínverjarnir vilja bora fyrr á Drekasvæðinu FORSTJÓRI EYKON Gunnlaugur Jóns- son segir það skýrast eftir átta ár hvort borað verði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.