Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 8
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SAMFÉLAGSMÁL Karlar vilja helst ekki ræða yfirvofandi dauða sinn, andstætt við konur, og dánartíðni ekkla er hærri en kvæntra manna í níu ár eftir andlát maka. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dokt- orsritgerð séra Braga Skúlasonar, Samtal um dauða og sorg: Íslensk- ir karlar og ekklar. Ritgerðina ver hann við Háskóla Íslands í dag. Rannsókn Braga tekur til 371 ekkils sem missti konu sína, á þriggja ára tímabili frá 1999 til 2001. Ekklarnir voru fæddir á árunum 1924 til 1969 og koma alls staðar að af landinu. Þá ræddi Bragi við 195 einstak- linga af báðum kynjum sem voru í líknandi meðferð. „Það er gríðarlegur munur á körlum og konum þegar kemur að því að ræða dauðann. Þrjátíu pró- sent karla hafa frumkvæði að því að ræða yfirvofandi dauða sinn í viðtölum, hlutfallið er 80 prósent á meðal kvenna,“ segir Bragi. Hann segir að auðvitað virði hann sem prestur og aðrir heilbrigðisstarfs- menn það ef fólk vill ekki ræða dauðann. Það sé hins vegar mik- ill ávinningur fyrir maka og nán- ustu ættingja að ræða dauðann opinskátt, sorgin verði ekki jafn erfið og sár. Bragi segir að þegar kemur að samræðu séu þarfir karla aðrar en kvenna. „Karlar vilja hlífa sínum nánustu við að ræða dauðann og finna styrk sinn oft í einveru, and- stætt við konur.“ Annað sem kemur á óvart er að samkvæmt rannsókn Braga er algengt að karlar telji að sam- bandi þeirra við látna eiginkonu hafi ekki lokið við andlát hennar. Margt í lífi þeirra haldist óbreytt, þeir haldi áfram að búa á sama stað, mynd af eiginkonunni standi á náttborðinu og þeir tali til henn- ar kvölds og morgna. „Þeir eru ekki að opna fyrir aðrar gáttir í aðrar áttir á meðan þetta er svona,“ segir Bragi. Dánartíðni ekkla miðað við kvæntra karla á sama aldri og í sömu búsetu er tölfræðilega hærri. „Eldri kenningar segja að það sé mest hætta á að makinn deyi einu til tveimur árum eftir andlát eigin- konu. Samkvæmt minni rannsókn er þetta ekki rétt, hættan var enn til staðar níu árum eftir að rann- sókninni lauk.“ Af 371 ekkli sem rannsóknin tók til voru 20 sem voru komnir í annað samband á þeim sex til níu árum sem Bragi fylgdi þeim eftir. „Menn hafa lengi talið að karlar færu strax í annað samband þegar þeir misstu maka sinn. Þannig var það fyrir hundrað árum en sam- kvæmt minni rannsókn er það ekki þannig í dag,“ segir Bragi. johanna@frettabladid.is Karlar vilja ekki tala um dauðann Karlar vilja hlífa sínum nánustu við að ræða dauðann og finna styrk sinn í einveru, andstætt konum. Þetta kemur fram í nýrri doktorsrit- gerð sem séra Bragi Skúlason skrifaði. Rannsókn hans tekur til 371 ekkils sem missti konu sína, á þriggja ára tímabili. Þvert á ríkjandi skoð- un eru mjög fáir karlar sem hefja nýtt samband skömmu eftir andlát maka. Algengt er að menn tali til eiginkonunnar eftir dauða hennar. SKRIFAÐI DOKTORSRITGERÐ Bragi Skúlason segir að það sé mikill ávinningur fyrir maka og nánustu ættingja að ræða dauðann opinskátt, sorgin verði ekki jafn erfið og sár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 30% karla hafa frumkvæði að því að ræða yfi rvofandi dauða sinn í viðtölum. 80% kvenna hafa frumkvæði að því að ræða yfi rvofandi dauða sinn. ATVINNA Áætlað er að Reykjavík- urborg muni ráða 1.550 ungmenni í sumarstörf en umsækjendur eru 2.818. Þar af leiðandi er tæp- lega 1.300 ungmennum neitað um vinnu. Flestir umsækjendur eru á aldr- inum 17-25 ára en eingöngu tvö hundruð 17 ára ungmenni fá vinnu. Tæplega 500 færri sóttu um vinnu hjá Reykjavíkurborg í ár en í fyrra en stöðugildin eru álíka mörg. Því er færri hafnað í ár. „Við getum þó ekki metið stöð- una fyrr en í lok sumars en tilfinn- ing okkar er að atvinnuástandið sé betra á almennum markaði í ár en í fyrra,“ segir Ragnhildur Ísaks- dóttir, mannauðsstjóri Reykjavík- urborgar. Farið er eftir hæfnisskilyrðum þegar ráðið er í störfin. „Það eru gerðar mismiklar kröfur fyrir störfin. Til dæmis eru ströng skilyrði fyrir leiðbeinendur í Vinnuskólanum,“ segir Ragnhild- ur. - ebg Tæplega þrjú þúsund ungmenni frá 17 ára aldri sóttu um vinnu hjá Reykjavíkurborg í sumar: Þrettán hundruð ungmenni fá ekki vinnu SUMARSTÖRF Reykja- víkurborg ræður ungmenni í afleysingar og hefðbundin útistörf yfir sumarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir Stefáni Reyni Heim- issyni, sem Héraðsdómur dæmdi í fyrra í sjö ára fangelsi fyrir að nema á brott tíu ára telpu og brjóta á henni kynferðislega. Var dómurinn þyngdur í tíu ára fang- elsi og miskabætur hækkaðar úr þremur milljónum króna í fjórar. Stefán var ákærður fyrir sifskap- ar- og frelsissviptingarbrot auk kynferðisbrots sem átti sér stað á meðan á frelsissviptingunni stóð. - rkr Hæstiréttur þyngdi dóm: Dæmdur í tíu ára fangelsi 2.818 ungmenni sóttu um sumarvinnu hjá Reykjavíkurborg. Save the Children á Íslandi Um er að ræða rótgróið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir á innanlands og erlenda markaði. Ef þú býrð yfir framúrskarandi hæfileikum í mannlegum samskiptum og reynslu af verkstjórn í matvælafyrirtæki þá ert þú hugsanlega rétt maðurinn/konan í starfið. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun sem nýtist í starfi, svo sem matvælaverkfræði, matvælafræði eða önnur menntun sem nýtist. Umsóknir sendast á starf123@gmail.com Umsóknarfrestur er til 16. Júní 2014 Matvælafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða verkstjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.