Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 62
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 „Ég veit sáralítið um þessi mál og leitaði því til aðila sem ég þekki og treysti til að fá góð ráð varð- andi hátíðir og það má segja að það hafi borgað sig,“ segir leik- stjórinn Þór Ómar Jónsson en kvikmynd hans, Falskur fugl, hlaut aðalverðlaunin á kvik- myndahátíðinni Lighthouse, Int- ernational Film Festival, í New Jersey á dögunum. Kvikmyndin Falskur fugl var frumsýnd hér á landi fyrir rúmu ári og hlaut góðar viðtökur. Hand- ritið er byggt á sam- nefndri skáldsögu Mik- aels Torfasonar. Það voru þýskir samstarfsaðilar Þórs Ómars sem bentu honum á að sækja um fyrir myndina á nokkr- um hátíðum í Bandaríkj- unum. Verðlaunin segir hann vera gott klapp á bakið fyrir aðstand- e n d u r m y n d a r i n n a r . „Fyrir okkur sem stóðum að gerð myndarinnar er þetta bara einfald- lega geggjað og mun án efa koma myndinni á framfæri hér í Bandaríkjunum. Hún verður einnig sýnd á hátíð í Seúl í þessum mánuði og vonandi sem víðast.“ Þór nýtur þessa dagana veðursældarinnar í Los Angeles þar sem hann bjó í mörg ár og á marga vini. „Ég er nýbúinn að klára heimildarmynd sem heitir Biðin og var frumsýnd á Listahátíð í síð- ustu viku.“ - áp Falskur fugl verðlaunaður í New Jersey Kvikmynd Þórs Ómars Jónssonar, Falskur fugl, var vel tekið á kvikmyndahátíðinni Lighthouse. GOTT KLAPP Á BAKIÐ Leikstjórinn Þór Ómar Jónsson er ánægður með verðlaunin sem Falskur fugl hlaut vestanhafs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þetta nafn kom upp á krísufundi,“ segir Logi Pedró Stefánsson um nafnið á hljómsveitinni Young Karin sem áður kallaðist Highlands. Logi og Karin Sveinsdóttir, sem skipa sveitina, þurftu að skipta um nafn því bandarísk hljómsveit kallar sig Highlands og fór hún fram á að þau Logi og Karin skiptu um nafn. Hann segir að meðlimir banda- rísku hljómsveitarinnar hafi í fyrstu tekið vel í að báðar sveitirn- ar gætu borið nafnið. „Það var búið að útbúa samning sem átti bara eftir að skrifa undir. En svo hættu þeir skyndilega við. Þó að þeir séu ekki fyrsta sveitin sem heitir Highlands, og geta strangt tiltekið ekki bannað okkur að heita þetta, taldi lögfræð- ingurinn okkar samt að besta lausn- in væri að finna annað nafn.“ Plata sveitarinnar verður gefin út erlendis í sumar og fengu Logi og Karin nokkra daga til að finna nýtt nafn. Sveitin sendi frá sér smáskíf- una N°1 á netinu síðasta haust. Strax kviknaði áhugi hjá erlendum útgáfufyrirtækjum. „Bandarískur lögfræðingur hafði samband við okkur og vildi vinna með okkur. Hann hefur reynst okkur frábær- lega. Hann vann meðal annars með Kanye West og þekkir þennan heim mjög vel. Við sömdum við nýtt útgáfufyrirtæki sem heitir Pann- onica, sem er stýrt af þeim sömu og stýra plötufyrirtækinu Bella Union, sem þykir stórt í „indie-sen- unni“. Við byrjum að gefa út strax í sumar, bæði í stafrænni útgáfu og á vínyl.“ Þá verður N°1 endurútgef- in, en Logi og Karin tóku hana upp aftur og bættu í lögin. „Platan verð- ur gefin út í öllum helstu lagaveit- unum á netinu, til dæmis iTunes. Hún kemur út í Evrópu og í Banda- ríkjunum á vínyl.“ Sveitin spilar í Bandaríkjunum í haust, meðal annars á Bumber- shoot-hátíðinni, og sendir frá sér nýtt myndband á næstunni, í leik- stjórn Magnúsar Leifssonar. - kjk Highlands neydd til að skipta um nafn Bandarísk hljómsveit fór fram á nafnabreytinguna. ÚTGÁFA ERLENDIS Young Karin gefur út efni í sumar í Evrópu og Bandaríkjunum. Upptökur hófust: Sveitin tók upp sitt fyrsta lag í september í fyrra og kom það út í nóvember. Fyrst á sviði: Sveitin kom fyrst fram á Sónar í Reykjavík. Fjölskyldutengsl: Unnsteinn Manúel Stefánsson er bróðir Loga Pedró. Saman eru þeir í Retro Stefson. Gauti Þeyr Másson, einnig þekktur sem Emmsjé Gauti, er bróðir Karinar. Young Karin í hnotskurn ÞÓR ÓMAR JÓNSSON „Við verðum mikið að fókusa á sjálfið og það hver við erum, hvernig við viljum vera og hvernig best sé að komast á þann stað,“ segir Björt Sig- finnsdóttir, sem undirbýr nú opnun Lungaskólans á Seyðis- firði, en skólinn verður fyrsti lýðháskólinn á Íslandi. Í mars og apríl fóru fram svokallaðir prufumánuðir en þá dvöldu 17 nemendur við skólann og voru hin ýmsu námskeið prófuð. „Nemendurnir við skólann búa á farfuglaheimilinu sem er nýuppgert og er í raun algjört lúxushótel. Lengd námskeiðsins er þrír mánuðir og er skólinn með svipuðu sniði og lýðhá- skólarnir úti. Við munum þó ekki vinna út frá einni ákveð- inni stefnu heldur munu nem- endur fá smjörþefinn af hinum ýmsu listformum,“ segir Björt. Hugmyndin um Lungaskólann þróaðist í framhaldi af listahá- tíð unga fólksins, LungA, sem farið hefur fram á Seyðisfirði frá árinu 2000. Björt segir að dvöl við skólann komi til með að henta þeim sem telja sig ekki passa inn í hið hefðbundna skólakerfi hér á landi. „Þetta er alveg frábær tilbreyting fyrir þá sem vita ekki alveg enn hvað þeir vilja gera. Það er gott að eiga tækifæri á því að geta tekið sér nokkra mánuði í að kúpla sig úr sínu venjulega umhverfi.“ Skólinn hefst hinn 15. sept- ember og segir Björt að hægt sé að gera ráð fyrir 35 nemend- um. Nánari umfjöllun um skól- ann og skráningu má finna inni á lunga.is. kristjana@frettabladid.is Fyrsti lýðháskólinn að taka á sig mynd Lungaskólinn, fyrsti lýðháskóli landsins, verður settur í september. Björt Sig- fi nnsdóttir vinnur að undirbúningi skólans en hún segir að hin ýmsu listform verði í forgrunni og að skólinn sé fín lausn fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. STYTTIST Í SKÓLASETNINGU Björt segir að nemendur fái smjörþefinn af hinum ýmsum listformum í Lungaskólanum á Seyðisfirði. Skólinn verður settur í september. Lýðháskólar þekkjast víða á Norðurlöndunum, einkum í Danmörku. Aðal- hugmyndasmiðurinn á bak við skólana var Nicolai Grundtvig en hann var á móti hefðbundnum kennsluaðferðum og vildi að háskólar skiluðu frá sér stúdentum með víðtæka og hagnýta menntun. Lungaskólinn verður í grunninn byggður á hugmyndafræði Grundtvigs. HVAÐ ER LÝÐHÁSKÓLI? „Þessa dagana er lagið Bat Out of Hell með Meat Loaf klárlega föstudagslagið mitt.“ Matthías Matthíasson, tónlistarmaður og hugsuður FÖSTUDAGSLAGIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.