Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 2
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS MAHLER CHAMBER ORCHESTRA og Pekka Kuusisto 15. júní. 20.00. Eldborg. 4 DAGAR. 9 TÓNLEIKAR. 13.–16. JÚNÍ. Kynnið ykkur magnaða dagskrá á www.reykjavikmidsummermusic.com Freyja, er stærðfræði engin algebra? Nei, burtu með stærðfræðifordóma! Rannsókn sýnir að hræðsla kennslukvenna við stærðfræði komi niður á árangri stúlkna í stærðfræði. Freyja Hreinsdóttir er dósent á mennta- vísindasviði Háskóla Íslands. MENNING Jón Gnarr borgarstjóri tók í gær formlega á móti afsteypu af höggmyndinni Hafmeyjunni eftir Nínu Sæmundsson í Hljómskála- garðinum. Verslunarmiðstöðin Smáralind gefur Reykjavíkurborg Hafmeyjuna. Önnur afsteypa Nínu af Hafmeyjunni stóð í Tjörninni fyrir um 55 árum eða frá ágúst 1959 til nýársdags 1960 þegar hún var sprengd í loft upp. Hafmeyjan er steypt í brons eftir frummynd sem Nína vann um 1948. Hugmyndin að listaverkinu er komin frá þjóðsög- unni um hafmeyjuna sem sat á kletti í hafinu og lokkaði sjófarendur með söng sínum, þeir hurfu síðan niður í sjávardjúpin í faðmi hennar. Þann 19. júní verður opnaður höggmyndagarður í Hljómskálagarð- inum til minningar um formæður íslenskrar höggmyndalistar. - sáp Afsteypa af Hafmeyjunni í Hljómskálagarðinn: Tók á móti hafmeyju MEÐ HAFMEYJU Jón Gnarr borgarstjóri með afsteypu af höggmynd Nínu Sæmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKIPULAGSMÁL Sprungur eru farnar að myndast á byggingum í Norðurmýrinni í Reykjavík, sem rekja má til sprenginga Búseta á svokölluðum Einholts- reit. Íbúar í Norðurmýrinni eru orðnir langþreytt- ir á titringi, sem líkja má við öfluga jarðskjálfta, vegna sprenginganna, sem hófust þann fjórða apríl síðastliðinn og hefur verið sprengt allt upp í fimm sinnum á dag. Helga Gerður Magnúsdóttir er íbúi á Gunnars- braut í Norðurmýri og hefur ekki farið varhluta af sprengingunum og öllu því sem tilheyrir þeim. „Þetta er verulega þreytandi. Hér leikur allt á reiði- skjálfi nokkrum sinnum á dag. Þetta kemur illa við mann, því þetta er eins og jarðskjálftar eða eins og að búa við loftárásir.“ Hús Helgu Gerðar er byggt árið 1939 í þessu frið- sama og rótgróna hverfi. Fyrir um þremur árum var húsið gert upp að utan og vandað til verka. Nú í vikunni sá Helga Gerður nýja sprungu í múrhúð hússins sem hún vill rekja til sprenginganna. „Ég hef aldrei séð þessa sprungu áður, hún var bara að koma fyrir örfáum dögum. Rökréttasta skýringin á þessari nýju sprungu eru framkvæmd- irnar í Einholti,“ segir Helga Gerður. „Auðvitað spyr maður sig hvort ekki sé hægt að gera þetta í minni skömmtum og hafa hleðslurnar ögn kraft- minni. Þannig þurfa framkvæmdirnar ekki að valda svona miklum óþægindum og eignatjóni.“ Aðalgeir Hólmgeirsson, verkefnastjóri hjá Búseta, sem er verkkaupi framkvæmdanna, segir áhrif framkvæmdanna alltaf hafa verið ofarlega í huga þeirra sem standa að verkinu. Takmarkið væri að valda sem minnstu ónæði nágranna. „Verktaki sem sinnir sprengingum á reitnum fór ásamt tryggingafyrirtæki áður en sprengingar hóf- ust og tók út næsta nágrenni, myndaði byggingar í bak og fyrir. Staðsetning hússins á Gunnarsbraut er fyrir utan það svæði sem tryggingafyrirtækið skilgreinir sem áhættusvæði,“ segir Aðalgeir. „Við höfum farið afar varlega í þessum efnum og gert meiri kröfur en reglugerðir kveða á um til að gæta þess að sprengingar á svæðinu valdi sem minnstum áhrifum á daglegt líf fólks.“ Íbúar geta nú farið að horfa til rólegri tíðar þar sem sprengingum sé að ljúka á svæðinu, að sögn Aðalgeirs. „Sprengingar á reitnum eru á lokastigi og vonumst við til að geta hætt sprengingum á næstu dögum. Þetta hefur gengið vel og er verkið á undan áætlun sem við gáfum okkur. Við höfum reynt að vera í miklu sambandi við íbúa á svæðinu til að upp- lýsa þá um gang mála.“ sveinn@frettabladid.is Telja skemmdirnar vegna sprenginga Íbúar í Norðurmýri telja að steypuskemmdir á húsi sínu megi rekja til sprenginga á svokölluðum Einholtsreit í nágrenninu. „Sprengingar eru á lokastigi,“ segir Aðal- geir Hólmsteinsson, verkefnastjóri hjá Búseta, sem er verkkaupi framkvæmdanna. GUNNARSBRAUT Húsið við Gunnars- braut sem liggur undir skemmdum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÚSASKEMMDIR Steypuskemmdir eru farnar að mynd- ast í klæðningu hússins. SLYS Leit að konunni sem týndist í Fljótshlíð um helgina stóð enn yfir seint í gær. Ólöf Baldursdótt- ir, upplýsingafulltrúi Slysavarna- félagsins Landsbjargar, staðfestir það að leitin hafi enn engan árang- ur borið. „Við erum með rosalegan mann- skap úti núna og þetta heldur áfram með kvöldinu,“ sagði Ólöf í gær, en um 180 manns voru þá enn að leita. Fótspor berfættrar manneskju fundust í gær í Marðarárgljúfri, um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur þar sem erlend vinkona þeirrar týndu fannst látin aðfaranótt miðvikudags. Marðar- árgljúfur er á mörkum þess leit- arsvæðis sem upphaflega var sett upp og var svæðið stækkað eftir að sporin fundust. „Við erum að reyna að leita bak við fossinn í Bleiksárgljúfri en svo höfum við líka verið að leita í kringum sporin í Marðarár- gljúfri,“ segir Ólöf, sem þó bendir á að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir um afdrif konunnar út frá sporunum. „Maður getur nátt- úrulega aldrei sagt eftir hvern þau eru.“ Ólöf sagðist í gær búast við því að uppsett leitarskipulag yrði klár- að áður en ákvarðanir væru tekn- ar um framhaldið. - bá Umfangsmikil leit að týndri konu í Fljótshlíð hélt áfram í gær án árangurs: Sporin stækkuðu leitarsvæðið BJÖRGUNARSVEITIR Konan fannst ekki í gær þrátt fyrir fjölmenna leit. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur fór þess á leit við EFTA- dómstólinn í desember síðast- liðnum, að hann veitti ráðgefandi álit um lögmæti verðtryggingar- innar í máli sem höfðað var gegn Landsbankanum. Munnlegur mál- flutningur í málinu fór fram fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg í gær en reiknað er með niðurstöðu í ágúst. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins tekur undir málatil- búnað Íslendings sem sækir málið gegn Landsbankanum en hann var með verðtryggt neyslulán hjá bankanum. Ríkisstjórn Íslands skilaði greinargerð í málinu en hún tekur undir málatilbúnað Lands- bankans enda bankinn í ríkis- eigu. Í skýrslu framsögumanns EFTA segir að ríkistjórnin telur að ef niðurstaðan verði á þá leið að verðtrygging neyslulána gangi í berhögg við tilskipun Evrópusam- bandsins, muni það hafa „alvarleg- ar afleiðingar fyrir fjármálamark- aði og -stofnanir Íslands.“ - gag EFTA dæmir um lögmæti verðtryggingarinnar í máli gegn Landsbankanum: Gæti haft alvarlegar afleiðingar SKILAÐI GREINARGERÐ Ríkisstjórnin segir að það hafi alvarlegar afleiðingar ef verðtryggingin er dæmd ólögmæt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJARAMÁL Samningar náðust ekki í kjaradeilu flugvirkja Icelandair við félagið í gærkvöldi. Viðræð- um verður haldið áfram klukkan 13 í dag. Fulltrúar flugvirkja og Iceland air sátu við samningaborð- ið í húsa kynnum Ríkissáttasemj- ara frá því klukkan tvö til hálf tíu í gær. Takist ekki að semja fyrir mánu daginn næstkomandi ætla flugvirkjar að leggja niður störf í sólarhring þann sama dag. - hg Flugvirkjar funduðu í gær: Komust ekki að samkomulagi ELDSVOÐI Kona sem flutt var á sjúkrahús í kjölfar elds sem kom upp í herbergi á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni síðdegis í gær liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn vakthaf- andi læknis er konunni haldið sofandi í öndunarvél. Slökkviliðið var kallað út vegna brunans upp úr klukkan 16 í gær, en starfs- fólk heimilisins var þá búið að slökkva eldinn. - sks Haldið sofandi í öndunarvél: Kona slasaðist í bruna á Sóltúni KJARAMÁL Boðað hefur verið til fundar vegna kjaradeilu leik- skólakennara hjá Ríkissáttasemj- ara klukkan 11 í dag. Samninganefndir leikskóla- kennara funduðu síðast með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga á miðvikudag. Leikskólakennarar ætla að efna til vinnustöðvunar þann 19. júní næstkomandi, hafi ekki náðst samningar við fulltrúa sveitar- félaganna fyrir þann tíma. - hg Kjaradeila leikskólakennara: Setjast aftur að borðinu í dag 180 leitarmenn voru enn að störfum í gærkvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.