Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 2

Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 2
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS MAHLER CHAMBER ORCHESTRA og Pekka Kuusisto 15. júní. 20.00. Eldborg. 4 DAGAR. 9 TÓNLEIKAR. 13.–16. JÚNÍ. Kynnið ykkur magnaða dagskrá á www.reykjavikmidsummermusic.com Freyja, er stærðfræði engin algebra? Nei, burtu með stærðfræðifordóma! Rannsókn sýnir að hræðsla kennslukvenna við stærðfræði komi niður á árangri stúlkna í stærðfræði. Freyja Hreinsdóttir er dósent á mennta- vísindasviði Háskóla Íslands. MENNING Jón Gnarr borgarstjóri tók í gær formlega á móti afsteypu af höggmyndinni Hafmeyjunni eftir Nínu Sæmundsson í Hljómskála- garðinum. Verslunarmiðstöðin Smáralind gefur Reykjavíkurborg Hafmeyjuna. Önnur afsteypa Nínu af Hafmeyjunni stóð í Tjörninni fyrir um 55 árum eða frá ágúst 1959 til nýársdags 1960 þegar hún var sprengd í loft upp. Hafmeyjan er steypt í brons eftir frummynd sem Nína vann um 1948. Hugmyndin að listaverkinu er komin frá þjóðsög- unni um hafmeyjuna sem sat á kletti í hafinu og lokkaði sjófarendur með söng sínum, þeir hurfu síðan niður í sjávardjúpin í faðmi hennar. Þann 19. júní verður opnaður höggmyndagarður í Hljómskálagarð- inum til minningar um formæður íslenskrar höggmyndalistar. - sáp Afsteypa af Hafmeyjunni í Hljómskálagarðinn: Tók á móti hafmeyju MEÐ HAFMEYJU Jón Gnarr borgarstjóri með afsteypu af höggmynd Nínu Sæmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKIPULAGSMÁL Sprungur eru farnar að myndast á byggingum í Norðurmýrinni í Reykjavík, sem rekja má til sprenginga Búseta á svokölluðum Einholts- reit. Íbúar í Norðurmýrinni eru orðnir langþreytt- ir á titringi, sem líkja má við öfluga jarðskjálfta, vegna sprenginganna, sem hófust þann fjórða apríl síðastliðinn og hefur verið sprengt allt upp í fimm sinnum á dag. Helga Gerður Magnúsdóttir er íbúi á Gunnars- braut í Norðurmýri og hefur ekki farið varhluta af sprengingunum og öllu því sem tilheyrir þeim. „Þetta er verulega þreytandi. Hér leikur allt á reiði- skjálfi nokkrum sinnum á dag. Þetta kemur illa við mann, því þetta er eins og jarðskjálftar eða eins og að búa við loftárásir.“ Hús Helgu Gerðar er byggt árið 1939 í þessu frið- sama og rótgróna hverfi. Fyrir um þremur árum var húsið gert upp að utan og vandað til verka. Nú í vikunni sá Helga Gerður nýja sprungu í múrhúð hússins sem hún vill rekja til sprenginganna. „Ég hef aldrei séð þessa sprungu áður, hún var bara að koma fyrir örfáum dögum. Rökréttasta skýringin á þessari nýju sprungu eru framkvæmd- irnar í Einholti,“ segir Helga Gerður. „Auðvitað spyr maður sig hvort ekki sé hægt að gera þetta í minni skömmtum og hafa hleðslurnar ögn kraft- minni. Þannig þurfa framkvæmdirnar ekki að valda svona miklum óþægindum og eignatjóni.“ Aðalgeir Hólmgeirsson, verkefnastjóri hjá Búseta, sem er verkkaupi framkvæmdanna, segir áhrif framkvæmdanna alltaf hafa verið ofarlega í huga þeirra sem standa að verkinu. Takmarkið væri að valda sem minnstu ónæði nágranna. „Verktaki sem sinnir sprengingum á reitnum fór ásamt tryggingafyrirtæki áður en sprengingar hóf- ust og tók út næsta nágrenni, myndaði byggingar í bak og fyrir. Staðsetning hússins á Gunnarsbraut er fyrir utan það svæði sem tryggingafyrirtækið skilgreinir sem áhættusvæði,“ segir Aðalgeir. „Við höfum farið afar varlega í þessum efnum og gert meiri kröfur en reglugerðir kveða á um til að gæta þess að sprengingar á svæðinu valdi sem minnstum áhrifum á daglegt líf fólks.“ Íbúar geta nú farið að horfa til rólegri tíðar þar sem sprengingum sé að ljúka á svæðinu, að sögn Aðalgeirs. „Sprengingar á reitnum eru á lokastigi og vonumst við til að geta hætt sprengingum á næstu dögum. Þetta hefur gengið vel og er verkið á undan áætlun sem við gáfum okkur. Við höfum reynt að vera í miklu sambandi við íbúa á svæðinu til að upp- lýsa þá um gang mála.“ sveinn@frettabladid.is Telja skemmdirnar vegna sprenginga Íbúar í Norðurmýri telja að steypuskemmdir á húsi sínu megi rekja til sprenginga á svokölluðum Einholtsreit í nágrenninu. „Sprengingar eru á lokastigi,“ segir Aðal- geir Hólmsteinsson, verkefnastjóri hjá Búseta, sem er verkkaupi framkvæmdanna. GUNNARSBRAUT Húsið við Gunnars- braut sem liggur undir skemmdum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÚSASKEMMDIR Steypuskemmdir eru farnar að mynd- ast í klæðningu hússins. SLYS Leit að konunni sem týndist í Fljótshlíð um helgina stóð enn yfir seint í gær. Ólöf Baldursdótt- ir, upplýsingafulltrúi Slysavarna- félagsins Landsbjargar, staðfestir það að leitin hafi enn engan árang- ur borið. „Við erum með rosalegan mann- skap úti núna og þetta heldur áfram með kvöldinu,“ sagði Ólöf í gær, en um 180 manns voru þá enn að leita. Fótspor berfættrar manneskju fundust í gær í Marðarárgljúfri, um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur þar sem erlend vinkona þeirrar týndu fannst látin aðfaranótt miðvikudags. Marðar- árgljúfur er á mörkum þess leit- arsvæðis sem upphaflega var sett upp og var svæðið stækkað eftir að sporin fundust. „Við erum að reyna að leita bak við fossinn í Bleiksárgljúfri en svo höfum við líka verið að leita í kringum sporin í Marðarár- gljúfri,“ segir Ólöf, sem þó bendir á að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir um afdrif konunnar út frá sporunum. „Maður getur nátt- úrulega aldrei sagt eftir hvern þau eru.“ Ólöf sagðist í gær búast við því að uppsett leitarskipulag yrði klár- að áður en ákvarðanir væru tekn- ar um framhaldið. - bá Umfangsmikil leit að týndri konu í Fljótshlíð hélt áfram í gær án árangurs: Sporin stækkuðu leitarsvæðið BJÖRGUNARSVEITIR Konan fannst ekki í gær þrátt fyrir fjölmenna leit. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur fór þess á leit við EFTA- dómstólinn í desember síðast- liðnum, að hann veitti ráðgefandi álit um lögmæti verðtryggingar- innar í máli sem höfðað var gegn Landsbankanum. Munnlegur mál- flutningur í málinu fór fram fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg í gær en reiknað er með niðurstöðu í ágúst. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins tekur undir málatil- búnað Íslendings sem sækir málið gegn Landsbankanum en hann var með verðtryggt neyslulán hjá bankanum. Ríkisstjórn Íslands skilaði greinargerð í málinu en hún tekur undir málatilbúnað Lands- bankans enda bankinn í ríkis- eigu. Í skýrslu framsögumanns EFTA segir að ríkistjórnin telur að ef niðurstaðan verði á þá leið að verðtrygging neyslulána gangi í berhögg við tilskipun Evrópusam- bandsins, muni það hafa „alvarleg- ar afleiðingar fyrir fjármálamark- aði og -stofnanir Íslands.“ - gag EFTA dæmir um lögmæti verðtryggingarinnar í máli gegn Landsbankanum: Gæti haft alvarlegar afleiðingar SKILAÐI GREINARGERÐ Ríkisstjórnin segir að það hafi alvarlegar afleiðingar ef verðtryggingin er dæmd ólögmæt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJARAMÁL Samningar náðust ekki í kjaradeilu flugvirkja Icelandair við félagið í gærkvöldi. Viðræð- um verður haldið áfram klukkan 13 í dag. Fulltrúar flugvirkja og Iceland air sátu við samningaborð- ið í húsa kynnum Ríkissáttasemj- ara frá því klukkan tvö til hálf tíu í gær. Takist ekki að semja fyrir mánu daginn næstkomandi ætla flugvirkjar að leggja niður störf í sólarhring þann sama dag. - hg Flugvirkjar funduðu í gær: Komust ekki að samkomulagi ELDSVOÐI Kona sem flutt var á sjúkrahús í kjölfar elds sem kom upp í herbergi á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni síðdegis í gær liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn vakthaf- andi læknis er konunni haldið sofandi í öndunarvél. Slökkviliðið var kallað út vegna brunans upp úr klukkan 16 í gær, en starfs- fólk heimilisins var þá búið að slökkva eldinn. - sks Haldið sofandi í öndunarvél: Kona slasaðist í bruna á Sóltúni KJARAMÁL Boðað hefur verið til fundar vegna kjaradeilu leik- skólakennara hjá Ríkissáttasemj- ara klukkan 11 í dag. Samninganefndir leikskóla- kennara funduðu síðast með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga á miðvikudag. Leikskólakennarar ætla að efna til vinnustöðvunar þann 19. júní næstkomandi, hafi ekki náðst samningar við fulltrúa sveitar- félaganna fyrir þann tíma. - hg Kjaradeila leikskólakennara: Setjast aftur að borðinu í dag 180 leitarmenn voru enn að störfum í gærkvöld.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.