Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 18
13. júní 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Vaxandi vantraust á stjórnmálaflokkum og stjórnmálakerfinu er mikið áhyggju- efni hér á landi sem annars staðar. Fólk situr uppi með þá tilfinningu að stjórn- málin snúist öðru fremur um að tryggja sérhagsmuni háværra, valdamikilla og auðugra hópa samfélagsins en ekki hags- muni hins almenna borgara. Heilbrigðis- mál eru hér ekki undanskilin, því miður. Stuðningur við opinbert kerfi Heilbrigðiskerfið er ein af meginstoðum hvers samfélags. Á Íslandi vill yfirgnæf- andi meirihluti fólks (81,1%) að heilbrigð- isþjónusta sé fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og enn fleiri að fjárveitingar til kerfisins verði auknar. Þetta eru rök- réttar áherslur enda má auðveldlega sýna fram á að aukin einkaframkvæmd leiði í raun til einkavæðingar. Hér á landi höfum við gott dæmi um þetta. Ríkið hefur gert samninga við ýmsa sérgreinalækna í einkarekstri. Þegar ekki náðist að endur- nýja samningana var ríkið í raun orðið háð þjónustu einkarekinnar heilbrigðis- þjónustu og læknarnir gátu hækkað gjald- skrár sínar einhliða og kostnaðarþátttaka sjúklinga jókst sem því nam. Ríkið missir stjórn á kerfinu, verður háð einkaaðilum vegna mikilvægrar þjónustu og kostnað- ur sjúklinganna eykst. Þessi þróun veldur því að erfiðara verður fyrir hið opinbera að hafa áhrif á uppbyggingu og skipulag þjónustunnar. Í raun missir ríkisvaldið að einhverju leyti stjórn á fjárveitingum til kerfisins og á erfiðara með að stýra fjár- munum þangað sem þörfin er brýnust. Einkavæðing? Ríkisstjórnarflokkarnir, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur, sem og Björt framtíð hafa lýst yfir áhuga á fjöl- breyttari rekstrarformum í heilbrigðis- þjónustu. Þessir flokkar verða að svara því hvort í því felist dulin skilaboð um einkavæðingu, þvert á vilja almenn- ings. Stefna Samfylkingarinnar er skýr í þessum efnum: Við höfnum frekari einkavæðingu á velferðarþjónustu sem nú er í opinberum rekstri. Brýnustu verk- efnin í heilbrigðisþjónustu næstu árin eru risavaxin. Við þurfum að efla og styrkja heilsugæsluna, endurnýja húsa- og tækja- kost Landspítala og draga úr kostnaðar- þátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjón- ustu og lyfja. Félagslegt heilbrigðiskerfi ➜ Við höfnum frekari einkavæð- ingu á velferðarþjónustu sem nú er í opinberum rekstri. HEILBRIGÐIS- MÁL Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona Sam- fylkingarinnar og formaður vel- ferðarnefndar Swanson – ánægðustu viðskiptavinirnir í USA árið 2013. Söluaðilar á Íslandi á www.swanson.is. Öflug blanda fyrir auma liði Styður við brjósk og eykur liðleika 10 g af kollagenum í hverjum skammti Joint Health Mix Verkjalaus hreyfing í sumar? H eimsmeistaramótið í fótbolta hófst í gær. Aðdragandi þess hefur verið óvenju stormasamur að þessu sinni og í heilt ár hafa þúsundir Brasilíubúa mótmælt á götum úti og kvartað yfir hækkun á opinberum samgöngukostnaði, miklum útgjöldum vegna heims- meistarakeppninnar og ófullnægjandi fjárveitingum í opinberri þjónustu. Bent hefur verið á slæman aðbúnað og brot á mannrétt- indum verkamanna sem unnið hafa við byggingu nauðsynlegra mannvirkja, varað við hættu á auknu barnavændi í kringum mótið og almennt hafa allar fréttir sem tengjast undirbúningi þess verið neikvæðar, ekki að ástæðulausu þar sem fátækt í Brasilíu er gríðarleg og mannréttindabrot daglegt brauð. Mótmælin hafa verið brotin á bak aftur af lögreglu og her af mikilli hörku sem einnig hefur vakið hörð viðbrögð umheimsins. Það er ekki með góðri samvisku hægt að halda því fram að gleðin og eftirvæntingin hafi verið ríkjandi þættir í aðdraganda þessa heimsmeistaramóts, enda potturinn í undirbúningi brasil- ískra yfirvalda fyrir mótið marg- brotinn. Ofan á ólguna í Brasilíu hafa bæst fréttir af spillingu að baki þeirrar ákvörðunar FIFA að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar árið 2022. Það er ekki lognmollunni fyrir að fara í kringum HM. Allar þessar dimmu fréttir hverfa þó tímabundið í skuggann af þeirri gleði sem grípur milljónir fótboltaáhugamanna um heim allan þegar blásið er til fyrsta leiks. Allir eiga sitt uppáhaldslið hvort sem það er eigið landslið eða eitthvert allt annað lið sem áhorfandinn hefur valið sér að halda með. Sigurvíman þegar hið útvalda lið vinnur leik er óviðjafnanleg og að sama skapi er sorgin blýþung þegar tapleikur er staðreynd. Á vinnustöðum er varla minnst á annað en leikina í gær í hádegishléum og kaffitímum og þeir sem ekki hafa orðið fótboltabakteríunni að bráð eru algjör- lega jaðarsettir í umræðunni í heilan mánuð. Ýmsum í þeim flokki blöskrar hversu hlaðið er undir fjandans fótboltabullurnar þegar dagskrá Ríkissjónvarpsins er undirlögð viku eftir viku af leikjum og leikskýringum og margir hafa uppi vanburða mótmæli á sam- félagsmiðlum til að benda á að enginn annar þrýstihópur fái slíka þjónustu. Skýringin á því er væntanlega sú að áhorfið er gríðar- legt og þess eru dæmi að um 70 prósent fólks á aldrinum 16 til 75 ára horfi á úrslitaleiki HM í útsendingu íslenska sjónvarpsins. Slíkar áhorfstölur sjást yfirleitt ekki nema á Eurovision-kvöldum þar sem Ísland keppir og ætti fremur að vera fagnaðarefni að fólk af öllum stéttum og úr öllum aldurshópum geti sameinast um eitt áhugamál. Áhugamál sem ekki einu sinni hefur neitt með íslenska frammistöðu að gera, aldrei slíku vant. Fótboltaáhuginn á auðvitað sínar dökku hliðar eins og fjölmörg mál þar sem fótboltabullur misþyrma áhangendum fjandliðsins bera vitni um, en í langflestum tilfellum er samkenndin og gleðin í fyrirrúmi og þessi mánuður af sameiginlegum áhuga á bestu fótboltaliðum heims fjórða hvert ár hlýtur að vega upp á móti missi nokkurra sjónvarpsþátta og raski á rútínu sjónvarpsfíkla. Eftir mánuð verður allt komið í samt horf aftur en milljónir fótboltafíkla munu hafa eignast ógleymanlegar minningar sem ylja þeim næstu fjögur árin. HM í fótbolta er ýmist elskað eða hatað. Boltinn sameinar Ilmur í stað Bjarkar Nýi meirihlutinn í borginni var áferðarfallegur þegar hann kynnti sjálfan sig og stefnumál sín í borginni í iðagrænu umhverfi Elliðaárdalsins. Frjálslegur í fasi. Sumir mættu með börn sín og aðrir komu hjólandi. Afar frjálslegt og notalegt. Nánast ekkert kom á óvart nema ef vera skyldi að Ilmur Kristjánsdóttir, Bjartri framtíð, verður formaður velferðarsviðs að ári, en þá hættir Björk Vilhelmsdóttir, Samfylkingu. Þetta finnast mörgum undarleg skipti þar sem Björk er hokin af reynslu í málaflokknum en Ilmur nýgræðingur. Hún hefur hins vegar heilt ár til að koma sér inn í málin áður en hún tekur við. Von um húsnæði Þá fóru menn að lesa stefnuskrárnar og bera saman hverju var lofað og hvað á að efna. Eitt kosningaloforð segjast menn ætla að standa við, það er að byggja 2.500 til 3.000 nýjar íbúðir í Reykjavík, helst á morgun. Samfylkingin, Vinstri græn og Björt framtíð sögðu öll fyrir kosningar að þetta ætti að gera. Píratar voru ekki með neinn kafla í stefnuskránni um húsnæðismál, ákváðu bara að samþykkja að taka þátt í þessu með hinum. Alger samhljómur þarna og því ætti að vera leikur einn að koma þessu í verk. Aukið lýðræði Reykjavík er líklega eini staðurinn í heiminum þar sem Píratar hafa kom- ist til valda. Þótt þeir hafi ekki haft neinar sérsakar skoðanir á húsnæðis- málum þá hafa þeir sterkar skoðanir á lýðræði og stjórnkerfi borgar- innar. Í málefnasamningi meirihlutans er langur kafli um lýðræðisumbætur og hvernig hægt sé að auka íbúalýðræði. Halldór Auðar Svansson pírati hefur því greinilega sett mark sitt á málefnasamninginn og komið sínum hugðarefnum á blað. Enda hver getur svo sem verið á móti lýðræðisumbótum? jóhanna@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.