Fréttablaðið - 13.06.2014, Page 4

Fréttablaðið - 13.06.2014, Page 4
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SJÁVARÚTVEGUR Hrefnuveiðiskip- ið Hafsteinn SK landaði í gær sínu ellefta dýri. Ekkert annað skip er á hrefnuveiðum en áhöfn Hrafnreyðar KÓ stefnir á veiðar í Faxaflóanum á næstu dögum. Gunnar Bergmann Jónsson, talsmaður hrefnuveiðimanna, segir veiðar hafa gengið mun betur en undanfarin ár. „Pólitíkin var að trufla okkur í fyrra þegar Faxaflóanum var lokað. Svo er mikið af hrefnu og greinilega mikið æti í flóanum,“ segir Gunnar. - hg Einungis eitt skip á veiðum: Landaði elleftu hrefnu ársins MEÐ SKUTULINN Gunnar segir kjöt hrefnunnar sem veiddist í gær fara í verslanir fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, undirritaði í gær viljayfirlýsingu um að stórauka notkun rafrænna skilríkja á næstu árum. Samkvæmt yfirlýsingunni er stefnt að því að rafræn skilríki verði meginauðkenningarleið fólks vegna ýmiss konar rafrænnar þjónustu og viðskipta á netinu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og stjórnarformað- ur Samtaka fjármálafyrirtækja, undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd samtakanna. - hg Undirrituðu viljayfirlýsingu: Rafræn skilríki verði algengari BRETLAND Efnahagskreppan í Evr- ópu og Norður-Ameríku leiddi til rúmlega tíu þúsund sjálfsvíga til viðbótar við það sem annars hefði orðið. Þetta segir í nýrri rannsókn sem birt er í breska tímaritinu British Journal of Psychiatry. BBC greinir frá. Í rannsókninni, sem var meðal annars unnin af Háskólanum í Oxford, voru upp- lýsingar teknar saman frá 24 Evr- ópulöndum, Bandaríkjunum og Kanada. Þar segir að sjálfsvígum hafi fjölgað um 6,5 prósent árið 2009 og að sú háa tíðni hafi haldist til ársins 2011. - bá Ný rannsókn í Bretlandi: Fleiri sjálfsvíg í kreppunni SLYS Göngukona á fimmtugsaldri hlaut opið beinbrot á ökkla þegar hún hrasaði í hlíð Dalsfjalls ofan við Herjólfsdal í gærkvöld. Konan var samkvæmt upplýs- ingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á fjölfarinni göngu- leið þegar slysið varð. Björgunarsveitarmenn báru konuna niður í dalinn þar sem sjúkrabíll beið þess að flytja hana á Heilbrigðisstofnunina í Vest- mannaeyjum. Síðar var flogið með konuna til Reykjavíkur. - hg Slasaðist í Vestmannaeyjum: Hrasaði og hlaut opið beinbrot BORIN NIÐUR Aðstæður í fjallinu voru góðar þegar slysið varð. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON BJARNI BENEDIKTSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 40% er fækkunin milli ára á gistinóttum á Austurlandi í aprílmánuði. Austurland er eini landshlutinn þar sem gistinóttum fækkaði í apríl frá því í fyrra. Heimild: Hagstofa Íslands Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HÆGLÆTISVEÐUR Í dag má búast við súld eða lítilsháttar rigningu sunnan og vestan til en það verður bjart fyrir norðan. Á morgun verður yfirleitt skýjað en úrkomulítið og á sunnudaginn skýjað og væta á stöku stað. Nokkuð hlýtt í veðri. 13° 2 m/s 12° 7 m/s 14° 7 m/s 12° 13 m/s Hæg breytileg átt. Hæg S-læg eða breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 26° 31° 21° 24° 20° 18° 26° 19° 19° 25° 25° 34° 28° 31° 32° 21° 21° 25° 10° 3 m/s 9° 4 m/s 15° 6 m/s 17° 3 m/s 18° 3 m/s 15° 2 m/s 9° 3 m/s 15° 14° 12° 11° 16° 12° 17° 15° 14° 13° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN MENNTUN Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur fyrst Íslendinga hlotið hinn eftirsótta Google-styrk. Styrkurinn er til minningar um Anitu Borg sem barðist fyrir aukn- um hlut kvenna í tölvunar- og tækni- fræðum og eiga kvenkyns nemend- ur í þeim greinum kost á að hljóta styrkinn. Fjörutíu konur frá Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum hlutu styrk þetta árið og er Helga ein þeirra. Styrkurinn er rúmar milljón krónur og er styrkþegum boðið í heimsókn á skrifstofur Google í Sviss. Mikill fjöldi sækir um styrkinn en leitað er eftir góðum námsárangri og leið- togahæfileikum. „Peningurinn er aukaatriði fyrir mér. Mesti heiðurinn er að fá að heimsækja Google núna í júlí og viðurkenningin sem styrkurinn er fyrir það sem maður hefur verið að gera. Google sýnir líka áhuga á að maður sæki um hjá þeim í kjölfarið og vilja halda sambandi við mann,“ segir Helga. Helga var ein stofnenda /sys/tur, samtaka kvenna í tölvunarfræði- námi í HR, og hefur Google tjáð Helgu áhuga á að styðja við félags- skapinn með einhverjum hætti. Google birti nýlega kynjahlutföll hjá sér og konur eru eingöngu 30 prósent starfsmanna og eingöngu 17 prósent í tæknistörfum. Styrkurinn er til þess fallinn að hvetja konur áfram, bæði til að fara í námið og sækja um störf. „Tækifærin eru mörg í þessum geira og þá sérstaklega fyrir konur. Við erum vakandi fyrir þessu og viljum endilega fá fleiri konur í námið,“ segir Helga sem er nýkomin frá Bandaríkjunum. Þar hefur hún verið að vinna í meistararitgerðinni í samstarfi við Cornell-háskóla. „Ég fann það úti hvað það er mikill heið- ur að fá þennan styrk, allir þekktu vel til hans og þetta er gífurleg viður kenning fyrir mig faglega.“ erlabjorg@frettabladid.is Fékk Google-styrk fyrir góðan árangur Helga Guðmundsdóttir hlaut fyrst íslenskra kvenna styrk Google til öflugra kven- nemenda í tölvunarfræðum. Hún segir styrkinn mikla viðurkenningu og hlakkar sérlega til að heimsækja skrifstofur Google í Sviss og kynna sér nánar starfsemina. MEISTARANEMI Í TÖLVUNARFRÆÐUM Helga Guðmundsdóttir vinnur nú að meistararitgerð sinni sem fjallar um kerfið að baki Facebook og hvernig haldið er utan um svo stóran notendahóp. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN IÐNAÐUR Fulltrúar kínverska olíu- félagsins CNOOC kynntu sam- starfsaðilum sínum í gær verk- áætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. Þess verður freistað að hefja hljóðbylgjumælingar þegar í sumar. Fyrsti borpallurinn gæti jafnvel verið tilbúinn eftir fjögur ár. Kínverska ríkisolíufélagið varð aðili að olíuleitinni í janúar. Með CNOOC í þriðja sérleyfinu eru norska félagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Fulltrúar þeirra funduðu í Reykjavík í gær um næstu skref. Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykons, segir að á fundinum með CNOOC-mönnum hafi verið byrj- að á því að fara yfir umhverfis- og öryggismál. Þeir hafi sett þau mál efst á dagskrá. „Áhuginn er mjög mikill og við finnum það að þeir fara af stað af miklum krafti og ætla að gera þetta töluvert hraðar en við höfð- um hugsað okkur,” segir Gunn- laugur. Hann segist þó ekki vilja gefa of miklar væntingar. Þeir séu að tala um að minnsta kosti nokkr- um árum fyrr en áætlanir höfðu verið um. Forsendur borana eru nákvæm- ar hljóðbylgjumælingar og þótt komið sé fram á sumar, og erfitt að fá rannsóknarskip, á samt að reyna. „Það er möguleiki á því að það verði tvívíðar endurvarpsmæling- ar í ár,” segir Gunnlaugur. - kmu Hljóðbylgjumælingar sem eru forsenda borana vegna olíuleitar á Drekasvæðinu gætu hafist í sumar: Kínverjarnir vilja bora fyrr á Drekasvæðinu FORSTJÓRI EYKON Gunnlaugur Jóns- son segir það skýrast eftir átta ár hvort borað verði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.