Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 30

Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 30
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Tíska. Jóganámskeið og Markaður. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir. Sumarréttir. Fataskápurinn. Samfélagsmiðlarnir. 4 • LÍFIÐ 13. JÚNÍ 2014 Þær læra einbeitingu, öndun og allar grunnstöður í jóga og svo elska þær að fara í slökun. Þ etta eru svolítið öðru- vísi jóganámskeið en þau hafa slegið í gegn hjá þessum stelpum sem fá að vera þarna á sínum eigin forsendum og upplifa að þær séu flottar og heilar eins og þær eru,“ segir Ásta Bárðar- dóttir jógakennari sem að stýr- ir krakka-og unglinganámskeið- um í jóga í sumar. „Það er svo mikið áreiti alls staðar og þess- ar stúlkur eru að koma í inn í umhverfi þar sem þeim líður augljóslega vel. Þær læra ein- beitingu, öndun og allar grunn- stöður í jóga og svo elska þær að fara í slökun.“ Ásta er mennt- uð sem grunnskólakennari og jógakennari og er að gera jóga að fullu starfi hjá Jóga jörð á Höfðabakka 9. Í sumar stýrir hún jóganámskeiðum fyrir 7-10 ára og 10-13 ára börn milli hálf eitt og fjögur frá mánudegi til föstudags í Ártúnsskóla í júní og ágúst og félagsmiðstöð Árbæjar í júlímánuði. Námskeiðin standa í viku í senn og kennt er jóga í einn og hálfan tíma á dag ásamt því að farið er í leiki. „Við leggjum áherslu á hóp- efli í gegnum leiki og stundum klæða þær sig upp í búninga og búa til indverska dansa. Þetta er vettvangur þar sem þær fá algjörlega að njóta sín, stunda jóga, búa til origami-föndur, baka pönnukökur, fara á trúnó eða hvað annað sem sprettur upp“ segir Ásta. Nánari upplýs- ingar um námskeiðin er að finna á Facebook-síðunni Krakkajóga- Unglingajóga eða á jogajord.is. SUMAR JÓGASTÖÐUR, HÓPEFLI OG TRÚNÓ Ásta Bárðardóttir jógakennari kennir krakka- og unglingajóganámskeið í sumar. Stelpurnar skemmta sér konunglega í alls konar leikjum. Fimm vefverslanir sameina krafta sína á markaði á Kexi hosteli á morgun. Það eru verslanirnar Petit, Snúran, Andarunginn, Nola og Esja Dekor sem bjóða upp á innan- hússhönnun, snyrtivörur og barnafatnað svo eitthvað sé nefnt. Mikill uppgangur er í vef- verslun hér á landi og eiga þessar búðir það sameiginleg- ar að hafa verið stofnaðar á síðasta ári. Markaðurinn er haldinn til þess að viðskiptavinir og áhugasamir geti séð vörurnar með eigin augum enda önnur upplifun að skoða hluti og fatnað af tölvuskjá en í raun og veru. Markaðurinn stendur frá 12-16 í Gym og Tonic-salnum á Kexi hosteli á Skúlagötu 28. MARKAÐUR SAMEINAST Á KEXI HOSTELI Vefverslanir taka saman höndum og blása til markaðar á morgun. Klassískir kertastjakar frá Nagelstager repro frá Snúrunni. Ullarteppi frá Rosenberg CPH. Barnaföt frá Färg og form frá Petit. Fallegt í barnaherbergið frá Petit. Levi´s Smáralind – Levi´s Kringlunni - Levi´s Glerártorgi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.