Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 10

Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 10
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Stórstígar breytingar innan íslensks sjávarútvegs hafa orðið til þess að hið minnsta átta öflug skip hverfa úr frystiskipaflota Íslendinga, sem ýmist verða seld úr landi eða breytt í ísfisktogara. Samanlagður landað- ur afli þessara átta skipa var um 50 þúsund tonn árið 2013, sem undir- strikar að breytingarnar eru næsta byltingarkenndar. Sú mynd er enn skýrari við þá staðreynd að um alda- mótin síðustu voru 90 íslensk skip með leyfi til vinnslu um borð og þar af 35 flakafrystitogarar. Þeir eru fimmtán í dag. En hvað er það í umhverfi útgerð- arinnar sem knýr þessar breyting- ar áfram og hvaða afleiðingar munu þær hafa, spyr Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Íslenska sjávar- klasanum, í nýrri greiningu á þess- ari þróun. Birtingarmynd stærri breytinga „Við teljum þessa fækkun frystitog- aranna vera hluta af stærri breyt- ingum í veiðum og vinnslu bolfisks á Íslandi, aðstæðurnar á síðasta ári og núna það sem af er þessu, þar sem afkoma greinarinnar dregst nokkuð skarpt saman, hafi gefið útgerðinni spark til að hrinda þessu í framkvæmd á skömmum tíma,“ segir Bjarki. Hann segir að ástæða breytinganna felist í aukinni áherslu á landvinnslu bolfisks, einkum þorsks, því þar liggi samkeppnis- forskot Íslands. „Þetta hefur talsverða þýðingu. Við teljum að útgerðin sé að færa sig yfir í landvinnslu, meðal ann- ars stóraukinn útflutning á fersk- um þorski, því þar er forskotið á til dæmis Norðmenn. Samkeppnisfor- skot Íslands liggur í landvinnslu og ferskum fiski og ef við getum svo nýtt okkur enn betur tækifæri í full- vinnslu aukaafurða, þar sem við stöndum nú þegar framarlega, þá er ljóst að þetta samkeppnisforskot í landvinnslunni getur reynst okkur afar verðmætt,“ segir Bjarki. Tvöfalt hærra verð Útflutningur á ferskum fiski frá Íslandi hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Frá 2008 til 2012 voru aflaheimild- ir í þorski aukn- ar úr 150.000 tonnum í 200.000 tonn. Á þessu fjögurra ára tímabili má sjá sókn landvinnsl- unnar í útflutn- ingi á ferskum þorskafurðum flugleiðina, eða úr 16.000 í 34.000 tonn. Á sama tíma varð lítil sem engin breyting í sjó- frystingu á þorski, en frysting í landi jókst einnig umtalsvert. Þann- ig var það landfrysting og fersk- fiskvinnslan sem hefur styrkst með auknum heimildum til veiða, en síðast í gær tilkynnti Hafrann- sóknastofnun ráðgjöf um aflaheim- ildir í þorski upp á 218.000 tonn, og 250.000 tonn hafa verið nefnd sem aflaheimildir í náinni framtíð. Hafa skal hugfast hér að tvöfalt hærra verð fæst fyrir ferskar þorskafurð- ir á mörkuðum en fyrir frystar. Íslendingar koma ferskum afurð- um á markað 40 klukkustundum eftir að fiskur er dreginn úr sjó. Við þetta geta Rússar og Norðmenn ekki keppt. Á sama tíma hafa þessar þjóðir stóraukið sjófrystingu í skjóli stóraukinna aflaheimilda í Barents- hafi, sem skýra verðlækkanir síð- ustu missera. Annað forskot Íslendinga í að höndla með ferskan fisk liggur í að geta afhent ferskan fisk allt árið um kring, sem Norðmenn, aftur, keppa ekki við þar sem þeir veiða sinn þorsk mestallan á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Aldrei meiri munur Í greiningunni segir að launahlutfall frystiskipanna sé hátt, og augljós hagræðing að sækja aflaheimildir á ísfiskara, en um borð eru mun færri sjómenn. Ljóst er að launahlutfall frystitogaranna er hátt hér á landi sem gerir samkeppnisstöðu sjó- vinnslu bága og gefur landvinnslu samkeppnisforskot. Þá hefur olíuverð farið hækk- andi undanfarna áratugi, og hefur innflutt olía hækkað í verði í kjöl- far veikingar krónunnar frá hruni. Þannig hefur munurinn á orku- kostnaði í landi og á sjó líklega aldrei verið meiri, enda notar land- vinnslan innlent rafmagn. 50 þúsund tonn færast upp á land Greining Sjávarklasans á breytingum í togaraútgerð dregur fram að drifkraftur breytinganna sé sérstaða sjávarútvegsins á mörkuðum. Samkeppnisþjóðir keppa ekki við ferskfiskútflutning með flugi. Mismunur orkukostnaðar á sjó og í landi hefur sennilega aldrei verið meiri. BJARKI VIGFÚSSON Minnkandi veiðiheimildir hafa kallað á hagræðingu og samþjöppun aflaheimilda á færri skip, og bendir Bjarki á að það eigi ekki síst við eftir að sérstaka veiðigjaldið var lagt á fyrir fáum árum. Þá hefur álagningu veiðigjalds hingað til verið skipt niður á ólíkar tegundir með svokölluðum þorskígildisstuðlum, þótt horfið verði frá þeirri aðferðafræði við útreikninga gjaldsins á næsta fiskveiðiári. Þær fisk- tegundir sem eru frystar úti á sjó hafa haft mjög háan þorskígildisstuðul. Veiðigjaldið lagðist því af mjög miklum þunga á aflaverðmæti frysti- togara í bolfiskvinnslu sem hafði talsverð áhrif á rekstrargrundvöll þeirra, enda viðurkennt að við útreikninga þorskígildisstuðlanna væri ekki tekið mið af mismunandi tilkostnaði veiða einstakra tegunda. Breytingar á útreikningum veiðigjaldsins hafa orðið til þess að Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Brims hf., hefur endurráðið alla áhöfn flaggskips félagsins, Brimness RE 27, og mun beita skipinu til veiða á Íslandsmiðum eins og verið hefur. ➜ Brimnesið mun stunda veiðar við Ísland FRÉTTASKÝRING Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Breytingar á íslenskri togaraútgerð BRIMNES RE Mun stunda veiðar á heimamiðum og 40 manna áhöfn hefur verið endur- ráðin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af hefurðu töfrað fram girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Vinsælar hjá Íslendingum í mörg ár Um er að ræða rótgróið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir á innanlands og erlenda markaði. Ef þú býrð yfir framúrskarandi hæfileikum í mannlegum samskiptum og reynslu af verkstjórn í matvælafyrirtæki þá ert þú hugsanlega rétt maðurinn/konan í starfið. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun sem nýtist í starfi, svo sem matvælaverkfræði, matvælafræði eða önnur menntun sem nýtist. Umsóknir sendast á starf123@gmail.com Umsóknarfrestur er til 16. Júní 2014 Matvælafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða verkstjóra LUNDÚNIR Samkvæmt nýrri reglu- gerð Sameinuðu þjóðanna verður það á ábyrgð ríkisstjórna heims- ins að binda enda á kynferðisof- beldi á stríðshrjáðum svæðum. Þetta sagði bandaríska leikkonan Angelina Jolie í samtali við frétta- stofu BBC í gær. Jolie, sem er góð- gerðarsendiherra Sameinuðu þjóð- anna, stendur um þessar mundir fyrir ráðstefnu í Lundúnum um kynferðisofbeldi á átakasvæðum ásamt William Hague, utanríkis- ráðherra Bretlands. - bá Ríkisstjórnir á stríðssvæðum beri meiri ábyrgð: Fundað í Lundúnum um kynferðisofbeldi UNNIÐ GEGN OFBELDI Angelina Jolie og William Hague takast í hendur á þriðja degi alþjóða- ráðstefnunnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.