Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 10

Fréttablaðið - 14.06.2014, Page 10
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Í tilefni útkomu 23. bindis í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar í Hótel Eddu Skógum föstudaginn 20. júní kl. 16.00. KIRKJUR ÍSLANDS PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 16 73 SJÁVARÚTVEGUR Vegna lélegrar nýliðunar í ýsu er fyrirsjáan- legt að áratugur muni líða áður en hagsmunaaðilar geta gert sér vonir um auknar aflaheim- ildir frá því sem nú er. Síðasti góði árgangurinn, sem ýsu veiðin byggir á í dag, stendur vart undir veiði lengur en næstu tvö til þrjú ár. Þetta kemur skýrt fram í gögn- um Hafrannsóknastofnunar, en niðurstöður um ástand fiski- stofna og aflahorfur fiskveiði- árið 2014/2015 voru kynntar á fimmtudag. Ýsuveiðin eftir 2016 mun al farið byggja á árgöngum frá 2005 sem allir hafa verið litlir, og síðustu sex árgangar eru sér- stakt áhyggjuefni. Komi upp sterkur árgangur á næstu árum skiptir það heldur ekki máli hvað veiði varðar fyrr en komið er inn á næsta áratug, en nýr árgangur fer fyrst að telja í veiði eftir þrjú til fjögur ár. Þegar stærð viðmiðunarstofns ýsu er skoðuð og framreikningar Hafrannsóknastofnunar til árs- ins 2017 sést að afli verður það ár vart meiri en 25.000 tonn, verði aflareglu í tegundinni fylgt. Það er um fjórðungur ýsuaflans fisk- veiðiárin frá 2004 til 2008. Ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er rúm- lega 30.000 tonn, um 8.000 tonn- um minni en í fyrra. Í því samhengi er þess skemmst að minnast að for- svarsmenn Landsambands smá- bátaeigenda (LS) gengu á fund atvinnumálanefndar Al þingis fyrr á þessu ári og kröfðust þess að ýsukvótinn yrði aukinn um 5.000 tonn enda fyrirséð að óbreyttu að sjómenn þyrftu að leggja bátum sínum vegna skorts á veiðiheimildum. Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri LS, segir fregnirnar graf- alvarlegt mál, enda veiðir smá- bátaflotinn um 30 prósent af allri ýsu. Helming þess leigja sjó- menn til sín, þó mjög erfitt sé að fá kvóta leigðan í dag. Leigukvóti er nauðsynlegur, ekki síst til þess að hafa heimildir fyrir meðafla með þorskveiðum bátanna. Ef mál þróast eins og Haf- rannsóknarstofnun boðar þá er komið upp vandamál sem verður að greiða úr með sértækum að- gerðum, segir Örn. Annars horfi menn einfaldlega fram á atvinnu- missi fjölda fólks, sjómanna og landverkafólks sem sinnir beitn- ingu fyrir línuveiðar bátanna úti um allt land. Þó nokkur hópur sjómanna mun neyðast til að binda bátana sína og snúa sér að öðru,“ segir Örn og bætir við að niðurstöður Hafró komi alls ekki heim og saman við upplifun sjó- manna á miðunum. „En á ábend- ingar okkar hefur ekki verið hlustað, hvorki af ráðherra né öðrum.“ svavar@frettabladid.is Aukin ýsuveiði ekki líkleg næsta áratug Gögn Hafrannsóknastofnunar benda til að ýsuveiði verði í sögulegri lægð næstu árin. Smábátasjómenn segja upplifun sína á skjön við rannsóknir og spár. Með sama áframhaldi verður kvótinn 2017 fjórðungur þess sem hann var 2004-2008. VIÐ BRYGGJU Línuveiðar eru ógerlegar án aflaheimilda í ýsu, en hún veiðist í stórum stíl við þorskveiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Þó nokkur hópur sjómanna mun neyðast til að binda bátana sína og snúa sér að öðru. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS ÚKRAÍNA Stjórnvöld í Úkraínu náðu í gær yfirráðum í hafnar- borginni Mariupol í austurhluta landsins eftir átök við aðskiln- aðarsinna. Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórn- arinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni. BBC greinir frá. Hundruð manna hafa látið lífið í átökum síðan skæruliðar, fylgjandi inn- limun austurhluta Úkraínu í Rússlandi, stóðu fyrir umdeildri þjóðar atkvæðagreiðslu á svæðinu og lýstu yfir sjálfstæði í kjölfarið. Samkvæmt fyrstu fréttum féllu fimm aðskilnaðarsinnar í átökunum í gær og að minnsta kosti fjórir úr liði stjórnvalda slösuðust. Litið er á aðgerðina sem sigur fyrir úkraínsk stjórn- völd en þess ber að geta að oft hefur verið barist um Mariupol og ekki er útilokað að aðskiln- aðarsinnar nái henni á vald sitt aftur. Annars staðar í austurhluta Úkraínu hafa uppreisnarmenn tilkynnt að þeir búi nú yfir þremur skriðdrekum. Stjórn- völd í Úkraínu segja að þeir hafi komið til landsins frá Rússlandi, en ríkisstjórn Rússlands neitar þeim ásökunum. - bá Fimm létust í átökum í borginni Mariupol í gær: Aðskilnaðarsinnar tapa vígi í Úkraínu ÁTAKA- SVÆÐI Íbúi Mariupol hjólar fram hjá skrið- dreka eftir átökin í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.