Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 18
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18
Ég ætla ekki að fara út í
hinn stóra heim með öllum
hans stóru, flóknu vanda-
málum heldur bara halda
mig hér á klakanum og
fara á handahlaupum yfir
aðstæður þeirra um 1.500
múslima sem hér búa.
Það verður seint sagt að
þeir séu einsleitur hópur.
Þeir koma frá tugum þjóð-
landa, úr öllum byggð-
um heimsálfum og eiga
fátt sam eigin legt annað en það að
vera múslimar. Nokkrir tugir eða
hundruð eru bornir og barnfæddir
hér á Fróni, hinir hafa flestir eða
allir flækst hingað í leit að góðu lífi,
í leit að hamingjunni.
Í flestum þeirra heyrist ákaf-
lega lítið á opinberum vettvangi, af
ýmsum ástæðum. Hvar fær maður
þá séð þá og heyrt? Það
væri vænlegt til árangurs
að byrja á að kíkja inn á
láglaunavinnustaði; fisk-
vinnslustöðvar, hreingern-
ingarfyrirtæki, bakarí,
sjúkrahús, pitsustaði. Ein-
hverjir hafa komist í betri
álnir og reka veitingahús og
bifvélaverkstæði og nokkr-
ir hafa náð að mennta sig og
fengið vinnu við hæfi.
Á kvöldin finnur maður
þá helst heima hjá sér, þar sem
þeir eru að hjálpa börnunum við
heimalærdóm, borða, hlæja og
gráta saman, svona rétt eins og
annað fólk. Þá trúræknustu má svo
gjarnan finna í bænahúsum sínum
á kvöldin og á föstudögum, við þá
saklausu iðju að vegsama skapara
sinn. Þar er reyndar öllum vel komið
að líta við og kannski óvitlaust
fyrir þá sem af einhverjum ástæð-
um vilja kynnast „alvöru múslim-
um“. Það er oftar en ekki hellt upp
á kaffi eða te eftir bænagjörðirnar.
Langt yfir 90 prósent af þessu fólki
hefur tandurhreina sakaskrá og
engin áform um að breyta því. Eins
og meðal annarra þjóðfélagshópa
finnast einhverjir svartir sauðir
og hafi maður áhuga á að finna þá
mætti byrja að leita á öldurhúsum
borgarinnar á síðkvöldum. Þetta
eru nú hinir hræðilegu múslimar í
hnotskurn.
Jákvæð sérstaða
Á Íslandi er dálítil sérstaða, nefni-
lega sú að þeir hafa ekki einangr-
ast í gettóum með öllum þeim vand-
ræðum sem því fylgir heldur búa
dreift; í öllum póstnúmerum borg-
arinnar og í bæjum úti um allt land.
Það hefur sjaldnast verið mikið
mál fyrir erlenda múslima, frekar
en aðra, að aðlagast íslensku þjóð-
félagi, kannski einna helst af því
að Íslendingar upp til hópa dæma
fólk eftir verðleikum og vinnu-
semi frekar en uppruna eða trúar-
brögðum. Ég held að þessi sérstaða
verði að teljast jákvæð.
Það er söguleg staðreynd að
haturs full umræða, fordómar og
áróður á opinberum vettvangi eru
best til þess fallin að skapa einangr-
un og biturð, fái þetta að gerjast
nógu lengi. Ofstopi og hatur fæðir
sjaldnast neitt gott af sér. Sveinbjörg
oddviti kvartar yfir því einhvers
staðar að vopnin hafi að einhverju
leyti snúist í höndunum á henni og
gætu jafnvel bitnað á börnunum
hennar. Ég vona innilega að svo sé
ekki. En mig langar til að benda á
að eftir þessa síðustu orrahríð koma
múslimsk börn og unglingar grát-
andi heim og kvarta yfir svívirð-
ingum og einelti. Foreldrarnir reyna
að kyssa á bágtið og útskýra að slíkt
sé runnið undan rifjum fáfræði,
hræðslu og ofstopa sem erfitt er að
losna alfarið við og vitna jafnvel í
had´þu: Spámaðurinn, friður sé með
honum, sagði einhverju sinni: „Verið
eins og úlfaldinn, þótt hundarnir
gelti og góli við fætur hans gengur
hann rólegur sína leið jórtrandi, með
höfuðið hátt.“
Hverjir eru þessir múslimar?
Reykjavíkurhöfn hefur
verið eitt mesta atvinnu-
svæði og menningarstaður
Reykjavíkur alla tíð. Núna
er búið að ákveða að leggja
höfnina niður í sinni mynd
og gera hafnarsvæðið að
íbúðabyggð.
Aðilar sem hafa haft sína
atvinnu við höfnina síðustu
áratugina og sitt lifibrauð
hafa ítrekað bent borgar-
yfirvöldum, hafnaryfir-
völdum og skipulagsyfir-
völdum á að það gangi ekki upp að
taka atvinnusvæðið undir íbúða-
byggð en segja svo í hinu orðinu að
höfnin eigi að vera áfram í óbreyttri
mynd. Erlendir sérfræðingar hafa
sagt okkur reynslusögur
frá þeirra heimahögum þar
sem íbúðabyggð var byggð
við atvinnuhöfn og í fram-
haldi lagðist hefðbundin
hafnarstarfsemi niður. Íbú-
arnir kvörtuðu spyrjandi
um skipin sem þeir höfðu
átt að sjá út um glugga sína
þegar þeir kæmu heim á
kvöldin.
Í dag segja borgar yfir-
völd að Slippurinn eigi að
vera áfram við höfnina.
Við sem höfum notað Slippinn í ára-
tugi vitum að honum verður lokað
fljótlega þar sem það er búið að
ákveða að byggja íbúðir við hlið-
ina á Slippnum og þannig er nauð-
synlegu athafna- og þjónustusvæði
sem þarf að vera í kringum Slippinn
lokað. Reynsla þessara erlendu sér-
fræðinga er að það fer vel saman að
hafa hefðbundið atvinnulíf við höfn-
ina með ferðaiðnaðinum, listum
og menningarstarfsemi, veitinga-
húsum, kvikmyndagerð, skemmti-
stöðum, tækni- og listaskólum en
það má alls ekki setja íbúðabyggð
á svæðið. Við þurfum ekki annað
en að fara til Hafnarfjarðar og sjá
hvaða áhrif íbúðabyggð á Norður-
bakkanum þar hefur haft á hafnar-
lífið; það eru engin skip þeim megin
eða atvinnulíf.
Einnig þarf að huga að því hver
á að greiða kostnað þegar þarf að
endurnýja stálþil á 50 til 70 ára
fresti. Það koma engar tekjur frá
íbúum yfir hafnarkantinn og til-
vonandi íbúar vita hvorki né gera
sér grein fyrir því að það þarf að
endur nýja stálþilið með miklum
kostnaði á þessum árafresti.
Eflum atvinnulífið
Það er líka sorglegt til þess að vita
að Reykvíkingar ætli að láta setja
niður steypukumbalda yfir ein
mestu sögu- og menningarverð-
mæti í borginni. Ein helstu verð-
mæti Reykjavíkurhafnar eru ein-
mitt fólgin í því að allir geta farið
niður á höfn og skoðað sig þar um
óáreittir og virt fyrir sér mann-
lífið, atvinnulífið, skipin koma og
fara, andað að sér sjávarlofti og
fengið kraftinn úr hafnarlífinu.
Við eigum að skipuleggja höfnina
þannig að við byggjum á núver-
andi grunni og eflum atvinnulífið
við höfnina og notum allar lóðir við
höfnina undir atvinnulífið en ekki
undir íbúðabyggð.
Við megum ekki láta skjótfeng-
inn gróða ráða ferðinni. Þá á ég við
að í dag telja fjármagnseigendur að
íbúðabyggðin ein geti tryggt þeim
góða ávöxtun á sitt fé við höfnina.
Borgaryfirvöld eiga að hugsa um
hvað er íbúum borgarinnar fyrir
bestu og borginni en ekki taka
skjótfenginn gróða af lóðarsölu
fram yfir menningarleg verðmæti
og fjölbreytt atvinnulíf og menn-
ingarlíf.
Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu?
TRÚMÁL
Ólafur
Halldórsson
múslimi
SKIPULAG
Guðmundur
Kristjánsson
útgerðarmaður við
Reykjavíkurhöfn
➜ Í fl estum þeirra heyrist
ákafl ega lítið á opinberum
vettvangi, af ýmsum
ástæðum. Hvar fær maður
þá séð þá og heyrt?
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
3
18
4
O R K A N ÁT T Ú R U N N A R
Orka náttúrunnar stendur fyrir átaki í rafbílavæðingu
á Íslandi. Á næstu vikum mun ON opna alls 10 hrað-
hleðslu stöðvar á völdum stöðum til að auðvelda
rafbíla eigendum að sinna erindum sínum á vist-
vænan og hagkvæman hátt.
Það er vel við hæfi að opna sjöttu hraðhleðslustöðina í sam-
starfi við meistara sexkantsins í IKEA. Nú er hægt að hlaða
meðan verslað er því ekki tekur nema 20-30 mínútur að
hlaða dæmigerðan rafbíl upp í 80%. Kynntu þér hraðhleðslu-
stöðvarnar og staðsetningar þeirra á www.on.is.
Við erum öll tengd við náttúruna
Ný hraðhleðslustöð
við IKEA