Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 24
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Það verður að viðurkennast að ég kom sjálfum mér á óvart með að fara í póli-tík. En ég kann vel við mig, þetta er mín hilla. Ég er tölvunarfræðingur og hef unnið lengi við það og kann því vel – en svo fór ég bara að hella mér út í pólitík og ég finn að það á vel við mig. Mér hefur alltaf hingað til farið betur að halda mig til hlés en nú þarf ég að trana mér svolítið fram, vera virkur og tala mikið við fólk, en ég er einhvern veginn alveg tilbúinn í það, að gefa af mér og gera gagn.“ Það er Halldór Auðar Svansson, pírati og borgarráðsmaður í meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur, sem hefur orðið. Hann er fæddur 1979, verður því 35 ára á árinu og ekki nóg með það, heldur er hann tvíburi. Tvíburabróðirinn heitir Kári Auðar Svansson. Kári: Já, á þessu ári verðum við kjörgengir til forseta. Það er spurn- ing hvort Halldór endi á Bessa- stöðum. Halldór: Já, eða þú, Kári. Ég þekki þó nokkuð marga tölvunar- fræðinga en þeir eru ekki margir í pólitík, en þeir eru þó nokkrir í Pírötum. Og það er áhugavert að þeir séu farnir að láta sig pólitík varða. Það eru ákveðin áskorunar- efni í pólitík sem tengjast tölvunar- fræðinni, þessi kerfisþankagangur. Hann á ágætlega við í pólitíkinni. Kári: Ég verð nú samt að segja að það kom mér mjög á óvart að þú ætl- aðir í pólitík. En þetta er í genunum, pabbi og mamma eru bæði með dokt- orspróf í stjórnmálafræði og pabbi hefur alla tíð verið virkur á bak við tjöldin. Hann var til dæmis kosn- ingastjóri Pírata í Reykjavík í ár. Bræðurnir veikir á geði Þeir bræður eiga sér þó aðra hlið og hafa báðir þurft að berjast við geð- sjúkdóma. Kári: Ég er með skitsófreníu. Ég greindist fyrir rúmlega tólf árum. Sem barn og unglingur hafði ég verið við fulla geðheilsu, en svo gerðist það 2002, þegar ég var 22 ára, að ég fór að fá mjög furðulegar hugmyndir í kollinn um að ég væri einhver Messías, mannkyns frelsari, og svo fór ég að ímynda mér að djöfullinn væri að ná tökum á mér. Halldór: Já, þú varst orðinn mjög einangraður um þetta leyti. Kári: Ég var orðinn mannfælinn og vildi bara loka mig af frá öðru fólki. Ég var með plön um að kaupa mér íbúð út í bæ, loka mig af og gera ekki neitt annað en að lesa bækur um andleg málefni og hugleiða. Það var aðdragandinn að þessu. Svo gerðist það í apríl 2002 að ég fór gjörsamlega yfir um. Ég ímyndaði mér að ég væri staddur mitt á milli í einhverri kosmískri baráttu á milli guðs og djöfulsins. Og öll framtíð mannkynsins réðist af því hvernig þessari baráttu lyktaði. Þannig að ef djöfullinn sigraði í þessari baráttu, innra með mér, þá væri mannkyn- ið dauðadæmt. Þetta var ólýsanleg örvænting. Á einhvern hátt sem ég sá reyndar ekki fyrir mér, hélt ég að mannkynið myndi tortímast ef djöfullinn ynni þessa innri baráttu hjá mér. Á sterkum geðlyfjum Kári: Ég er búinn að vera á mörgum mismunandi geðlyfjum, er búinn að vera á Leponex í nokkur ár. Það er lyf sem er bara notað þegar allt annað bregst en það hefur virkað ágætlega á mig og ég er við mjög góða geðheilsu í dag. Ég veiktist hins vegar aftur haustið 2012, mjög alvarlega, það má rekja til þess að ég hætti að taka lyfin. Ég hélt að ég væri orðinn alheilbrigður og hélt að ég þyrfti ekkert á þessum lyfjum að halda, svo ég þurfti að leggjast inn á bráðageðdeild og þaðan inn á Klepp í nokkrar vikur. Kári segist þó ekki sjá eftir að hafa hætt að taka lyfin um stund. Kári: Ég sé ekkert eftir þessu. Ég talaði við geðlækni sem sagði að í mínum sporum hefði hann gert nákvæmlega það sama. Svo var annar sem sagði við mig að það væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki gert þessa tilraun, að hætta á lyfjunum. Þannig að ég sé ekkert eftir þessu, en þetta kostaði vikur af ólýsanlegu kvalræði en maður komst aftur á réttan kjöl. Reykti sig í geðrof Halldór hefur einnig átt við geð- rænan vanda að stríða. Halldór: Ég greindist með geð- rof. Ég var að reykja gras og svona, hafði gert það í smá tíma og hafði gaman af því. Svo árið 2010 gerð- ist eitthvað. Ég samsamaði mig Kára og smám saman missti ég alla raunveruleikatengingu. Þetta voru nokkrir mánuðir, ég var þarna inni á geðdeild um tíma með smá hléum vegna þess að ég hætti ekki strax að reykja. Þriðji bróðirinn hefur einnig glímt við geðrænan kvilla, en tví- burarnir eru sammála um að erfða- þáttur geti spilað rullu í geðsjúk- dómum. Kári: Jú, við eigum einn eldri hálfbróður en hann er með geð- hvörf líka. Það er margt líkt með hans reynslu. Halldór: Þetta eru erfða- og umhverfisþættir, held ég. Kári: Við eigum móðurbróður sem er líka með geðklofa og hann er mjög veikur. Hann hefur ekki náð þeim bata sem ég hef náð. Með skrítnar hugmyndir En hvernig lifir maður með geðsjúk- dómum? Kári: Lyfin spila mikla rullu og þessir íbúðakjarnar sem spruttu upp hérna fyrir nokkrum árum. Ég bý í einum slíkum, á Bergþórugötu, og það er algjör snilld. Þetta er lang- besti staðurinn sem ég hef verið á síðan ég veiktist. Kári bætir við að það sé mikil- vægt að geta átt tengslanet af fólki sem saman deilir þessari reynslu. Kári: Já. Það er þáttur í batan- um. Þetta er stigagangur með sex íbúðum, þar af ein starfsmannaíbúð sem við getum leitað til með hvað sem er. Ég veit að það eru langir, langir biðlistar eftir svona íbúðum. Halldór: Hún hefur hjálpað mér mikið þessi nálgun sem nýtur vax- andi vinsælda í sálfræði og í geð- læknisfræði að líta á geðrofsreynsl- una, eða geðsýkisreynsluna, sem merkingarbæra. Ekki horfa fram hjá þessu, eins og þetta sé eitthvað rugl eins og lengi vel var lenskan í þessum fræðum. Að menn ættu ekki að ýta undir þetta, heldur horfa fram hjá þessu. En svo finnst mér gott að velta því fyrir mér hvort þetta hafi ekki einhverja þýðingu, hvort þetta sé ekki einhver lýsing á einhverju sálarástandi eða sálar- lífi, þótt hún sé kannski brengluð. Ég hafði rosalega góðan sálfræðing á Landspítalanum. Hún hjálpaði mér svo sem ekki að sjá að reynslan væri birtingarmynd einhvers sálar- lífs því ég var nokkuð viss um það sjálfur, en hún var tilbúin að vinna með það þannig og taka mér sem manneskju þótt ég væri með dálítið skrítnar hugmyndir um veruleikann þegar ég hitti hana fyrst. Latur zen-búddisti Þeir eru sammála um að það hafi orðið viðhorfsbreyting gagnvart geðsjúkdómum, að mikilvægt sé að taka svona reynslu ekki og stroka hana út, heldur læra eitthvað af henni. Halldór: Já, og reyna að skilja hvað þetta þýðir. Sumt þýðir ekki neitt held ég, en annað held ég að þýði rosalega mikið. Svo er and- legur þáttur í þessu líka, ég var ekki trúaður fyrir en ég er það núna. Hvernig trúaður? Halldór: Þetta er allt það sama fyrir mér. Kári: Í mínum huga eru trúar- brögðin eins og áttavitar sem benda allir í sömu áttina sama hvar þeir eru á jörðinni. Við skilgreinum okkur sjálfir sem andlega þenkj- andi. Kennum okkur hvorugur við einhver ákveðin trúarbrögð, erum bara opnir fyrir þessu og höfum áhuga á andlegum málefnum. Ég er farinn að kúpla mig út úr því að lesa bækur um andleg málefni. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Misstu tengsl við raunveruleikann Tvíburabræðurnir Halldór, kapteinn Pírata í Reykjavík, og Kári Auðar Svanssynir, hafa báðir glímt við geðræna kvilla. Kári greindist með geðklofa fyrir tólf árum en Halldór reykti gras og endaði í geðrofi árið 2010. Hann jafnaði sig um leið og hann hætti neyslu þess. Bræðurnir segjast hafa orðið nánari eftir að Halldór veiktist líka. Þeir eru sammála um að mikilvægt sé að læra af svona reynslu og finnst þeir hafa öðlast styrk eftir að hafa gengið í gegnum veikindin. VIÐHORFSBREYTING GAGNVART GEÐSJÚKDÓMUM Bræðurnir eru sammála um að það hafi orðið viðhorfsbreyting gagnvart geðsjúkdómum, að mikilvægt sé að taka svona reynslu ekki bara og stroka hana út, heldur læra eitthvað af henni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HALLDÓR Það hefur hjálpað mér mjög mikið þessi nálgun sem nýtur vaxandi vinsælda í sálfræði og í geðlæknis- fræði að líta á geðrofsreynsl- una, eða geðsýkisreynsluna, sem merkingarbæra. Ekki horfa fram hjá þessu, eins og þetta sé bara eitthvað rugl eins og lengi vel var lenskan í þessum fræðum. Ég greindist með geðrof. Ég var að reykja gras og svona, hafði gert það í smá tíma og hafði gaman að því. Svo árið 2010 gerðist eitthvað. Ég samsamaði mig Kára og smám saman missti ég alla raunveruleikatengingu. KÁRI Sem barn og unglingur hafði ég verið við fulla geðheilsu, en svo gerðist það 2002, þegar ég var 22 ára, að ég fór að fá mjög furðulegar hugmyndir í kollinn um að ég væri einhver Messías, mannkynsfrelsari, og svo fór ég að ímynda mér að djöfull- inn væri að ná tökum á mér. Ég lá yfir andlegum bók- menntum, alveg út í eitt. En nú er ég eiginlega alveg hættur að lesa svoleiðis bókmenntir, mér finnst það eiginlega bara hafa slæm áhrif á mig. Það er svo mikilvægt að halda sér jarðtengdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.