Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 36
FÓLK| HELGIN
GARÐAKONA
Birna hefur lagt
mikla rækt við
garðinn síðustu
þrjú ár.
Ég flutti í íbúðina mína í Laugardalnum fyrir þremur árum. Þá var hér garður í
algerri órækt. Ég hreinsaði allt út
og fékk til liðs við mig yndislega
garðyrkjumenn frá Garðaþjónustu
Íslands. Þeir komu með stórvirkar
vinnuvélar, mokuðu öllu út og
skiptu um jarðveg. Ég bjó til beð,
plantaði trjám og rósarunnum
og byggði garðinn upp. Þetta var
ofboðsleg vinna og fyrsta sumarið
fór alfarið í þetta,“ útskýrir Birna.
Í fyrra var komin mynd á garðinn
og þá fór hún að skreyta hann
frekar með garðálfum og styttum.
„Ég er veik fyrir svona garðskrauti
og er alltaf með augun opin. Ég
hef keypt það á haustin og viður-
kenni að ég á erfitt með að stan-
dast það úti í búð. Ætli stytturnar
séu ekki orðnir um hundrað tals-
ins en auk álfa eru hús, tröll, kýr,
endur, litlar brýr og gosbrunnar í
garðinum,“ segir Birna.
Garðurinn er sannkallað ævin-
týraland og segir Birna marga
staldra við hann og skoða. „Mér
finnst það bara gaman. Fólk
kemur og spyr og spekúlerar.
Þegar ég tók skrautið niður eftir
sumarið í fyrra spurðu börnin for-
viða hvað hefði orðið um álfana.
Ég sagði þeim að þeir væru farnir
í álfalandið en kæmu aftur.“ Eng-
inn hefur að sögn Birnu hreyft við
álfunum og fá þeir alveg að vera
í friði. „Það eru jafnvel dæmi um
að fólk skilji eftir styttur hjá mér.
Þegar ég vaknaði einn morguninn
höfðu fjórar beljur bæst í hópinn
og annan dag berrassað tröll.“
Birna býr í tvíbýli og eru ná-
grannarnir ánægðir með framtakið.
„Þeir eru ekki garðafólk svo að ég
fékk lausan tauminn.“ ■ vera@365.is
HUNDRAÐ STYTTUR
SKREYTA GARÐINN
GARÐRÆKT Birna Sigmundsdóttir hefur unun af garðrækt. Hún er líka veik
fyrir garðálfum og styttum og bregður þeim fyrir á víð og dreif um garðinn
hennar. Alls eru stytturnar um hundrað talsins.
ALLS KYNS VERUR Í garðinum eru auk álfa; hús, tröll, kýr, endur, litlar brýr og gos-
brunnar.
ÆVINTÝRALAND Álfarnir eru í meiri-
hluta.
VEKUR ATHYGLI Margir staldra við og
virða garðinn fyrir sér. Birna hefur bara
gaman af því.
HEFUR TEKIÐ STAKKASKIPTUM
Garðurinn var í algerri órækt þegar Birna
hófst handa við að taka hann í gegn fyrir
þremur árum.
HVERAGERÐI
- blómstrandi bær!
Heilsubærinn Hveragerði
Vinalegt samfélag
Eggjasuða í Hveragarðinum
Rómantískar gönguleiðir
Afar fjölbreyttar hátíðir
Garðyrkja og græn svæði
Einstakur golfvöllur
Rómuð náttúrufegurð
Drauma sundlaug
Iðandi lista- og menningarlíf