Fréttablaðið - 14.06.2014, Side 40
FÓLK|HELGIN
Fastur punktur hjá mörgum ferðamönnum er að gæða sér á bröns eða blöndu af síðbúnum
morgunverði og snemmteknum há-
degisverði. Á íslensku er það kallað
dögurður og getur verið samtíningur
af ótalmörgu. Á Texasborgurum við
Grandagarð er ekki verið að flækja
málin heldur boðið upp á ekta amer-
ískan bröns um helgar frá 11-16 eins
og á dæner í Texas.
„Ég fer alltaf á dæner undir hádegi
þegar ég er í Bandaríkjunum,“ segir
Magnús Ingi Magnússon veitinga-
maður. „Þessi ameríski siður með
brönsinn er alveg frábær.“ Hann
ákvað því að bjóða sjálfur upp á
uppáhaldið sitt hér heima, en ekki
bara fyrir ferðamenn heldur einnig
Íslendinga, sem eru margir hverjir
komnir á bragðið.
„Þú velur annaðhvort tilbúna
samsetta rétti eða færð þér pönnu-
kökur með hlynsírópi og velur svo
annað sem þú vilt á diskinn eftir
svengd og smekk,“ segir Magnús
Ingi. „Þetta þekkja allir Ameríkanar
og æ fleiri Íslendingar, enda verður
sífellt algengara að vinir og fjöl-
skyldur hittist yfir löngum dögurði á
laugardegi eða sunnudegi.“ Kræs-
ingarnar sem boðið er upp á, verðið
og fyrirkomulagið á Texasborgurum
ætti að ýta enn frekar undir það. Í
rammanum sést úrvalið sem er á
boðstólum.
Á vefsíðunni texasborgarar.is og á
Facebook er meðal annars að finna
matseðilinn og nýjustu tilboðin á
Texasborgurum.
BRÖNSINN Á
TEXASBORGURUM
San Antonio-bröns og kaffi | 690 kr.
Texas-pönnukökur með hlynsírópi.
Amarillo-bröns og kaffi | 990 kr.
Texas-pönnukökur, hlynsíróp og
kara mellíseruð epli með kanil.
Austin-bröns og kaffi | 1.290 kr.
Texas-pönnukökur, hlynsíróp og bláber
með vanilluís.
Dallas-bröns og kaffi | 1.290 kr.
Texas-pönnukökur, hlynsíróp, beikon,
tómatur, rauðlaukur og tvö steikt egg.
Houston-bröns og kaffi | 1.890 kr.
Texas-pönnukökur, hlynsíróp, beikon,
steiktar pylsur, steiktar kartöflur, bakaðar
baunir, tómatur, rauðlaukur og tvö steikt
egg.
AÐ EIGIN VALI OG AUKALEGA
Bakaðar baunir | 290 kr.
Beikon | 290 kr.
Steikt egg | 290 kr.
Steiktar kartöflur | 390 kr.
Steiktar pylsur | 490 kr.
EKTA AMERÍSKUR BRÖNS MEÐ ÖLLU
TEXASBORGARAR KYNNA Amerísku pönnukökurnar á Texasborgurum með hlynsírópi og alls konar
girnilegu góðgæti draga marga að í bröns um helgar. Fjölskyldur hittast og eiga góða stund á Texasborgunum.
ALVÖRU BRÖNS Pönnukökurnar á Texasborgurum eru með hlynsírópi og alls konar girnilegu
góðgæti. MYND/GVA
AMARILLO-BRÖNS Texas-pönnukökur,
hlynsíróp og karamellíseruð epli með kanil.
DALLAS-BRÖNS Texas-pönnukökur, hlynsíróp,
beikon, tómatur, rauðlaukur og tvö steikt egg.
FRÁBÆRT ÚRVAL Bröns fyrir alla aldurs-
hópa á Texasborgurum.
af Dallas-
bröns með
kaffi milli
11 og 16
laugardaga
og sunnudaga
gegn fram-
vísun þessa
miða. Aðeins
1.290 kr. fyrir
tvo.
Gildir til 31.
júlí 2014.
Texasborg-
arar.is s:
517-3130
2
FYRIR
1
Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég vinn
flestar helgar. Ég sé um að skipuleggja viðburði fyrir
nánast alla stærstu skemmtistaði landsins og er
auk þess plötusnúður. Helgarnar eru því mínir
aðalvinnudagar. Þegar tími gefst stunda ég
líka heilmikla líkamsrækt á laugardögum en
sunnudagarnir fara í afslöppun.
Hvað ætlar þú að gera sérstakt um
þessa helgi? Þessa helgi er allt
í gangi. Ég spilaði á Kótelett-
unni á Selfossi í gærkvöldi og
í kvöld verð ég á Bíladögum
á Akureyri þar sem ég
mun spila í Sjallanum með
Muscleboy og Love Guru.
Dagurinn fer því að mestu
í undirbúning því ég legg
mikinn metnað í það sem
ég tek mér fyrir hendur.
Hvar finnst þér best að vera
um helgar? Heima er best,
alltaf. En þær helgar sem ég er
heima fyrir eru of fáar.
Vakirðu fram eftir um helgar? Já,
ég geri það, jafnvel þótt ég sé ekki að
vinna. Þá leyfi ég mér að vaka lengur bara af
því ég veit að það er komin helgi. Ég er þá ekkert
að gera neitt sérstakt. Ég er mikill dundari og finn
mér alltaf eitthvað til dundurs. Sófinn er líka vin-
sæll. Það tekur mig yfirleitt tvo til þrjá tíma að ná
mér niður eftir gigg og geta þá gengið til hvílu. Ég
fer því mjög seint í háttinn um vinnuhelgar.
Ertu árrisull eða sefurðu út? Það fer eftir hvað
ég var að gera. Um fríhelgar reyni ég að vakna
snemma og nýta daginn. Ef ekki, næ ég mér í allan
þann svefn sem ég þarf. Ég byrja svo yfirleitt dag-
inn á því að fara í ræktina og verð þannig orku-
meiri yfir daginn.
Hver er draumamorgunverðurinn? Ætli það sé ekki
egg og beikon.
Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi?
Ég fæ mér yfirleitt eitthvað gott að borða og síðan
hefst undirbúningur undir kvöldið. Ef ég á tíma
aflögu hitti ég góða vini og fer svo að skemmta
þar sem ég er bókaður. Þar legg ég mig allan
fram og spila yfirleitt fyrir mörg hundruð
manns fram á rauðanótt.
Ertu með nammidag og hvert
er uppáhaldssælgætið? Ég
er algjör sælkeri en reyni
að hafa einn nammidag í
viku, á sunnudögum. Ég
elska súkkulaði og hlaup.
Uppáhaldsnammið er allt
hlaup frá Haribo. Annars
er ég líka mikið í snakk-
inu, helst Doritos, það
klikkar aldrei. Ætli ég
fái mér ekki Doritos einu
sinni í viku.
Klæðirðu þig í betri gallann
um helgar? Ég reyni að vera
í betri gallanum eins oft og
ég get, alla daga vikunnar, en er
þó klárlega ögn fínni í tauinu um
helgar.
Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Það má segja
það. Sunnudagur er minn hvíldardagur. Ég fer
oftast út að borða með kærustunni og skipu-
legg daginn eins vel og ég get til að fá sem
mest út úr honum.
Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna
á sunnudögum? Nei, það geri ég nú ekki en
kannski maður ætti að fara að hjóla í það.
Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Helgarfrí
eru til að slappa af, gera hluti sem maður gerir
ekki hina dagana og jafnvel lyfta sér aðeins
upp. Þegar ég fæ heila helgi í frí þá nýti ég
hana til fulls.
■ thordis@365.is
FER SEINT Í HÁTTINN
HELGIN Ólafur Geir Jónsson, plötusnúður og fyrrverandi herra Ísland, verður
á ferð og flugi um helgina og tryllir Akureyringa í kvöld sem DJ Óli Geir.
SVALUR
Óli Geir er vel á
sig kominn enda
duglegur að
rækta líkama og
sál til að takast
á við verkefni
næturvinnunnar
um helgar.
MYND/JÓN ÓSKAR