Fréttablaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 42
UPPBYGGING Í AUGSÝN
Landspítali er fjölmennasti vinnustaður lands-
ins með um 4.800 starfsmenn. Spítalinn hefur
víðtæku hlutverki að gegna sem aðalsjúkrahús
landsins, háskólasjúkrahús og miðstöð menntunar
og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Nýtt skipurit
spítalans tekur gildi 1. september 2014 en sam-
kvæmt því verður starfseminni skipt í sjö klínísk
svið. Landspítali leggur áherslu á öryggi, skilvirka
verkferla, ábyrgan rekstur, góða vinnustaða-
menningu og endurnýjun húsnæðis.
Landspítali auglýsir eftir framkvæmdastjórum
til að leiða uppbyggingu næstu ára
ALLAR STÖÐUR
FRAMKVÆMDASTJÓRA
KLÍNÍSKRA SVIÐA
ERU LAUSAR TIL UMSÓKNAR
Framkvæmdastjórar heyra beint undir forstjóra og mynda fram-
kvæmdastjórn spítalans, ásamt stjórnendum stoðsviða, aðstoðar-
forstjóra og forstjóra. Framkvæmdastjórnin vinnur sem teymi að
stefnumótun og ber sameiginlega ábyrgð á spítalanum í heild.
Leitað er að kraftmiklum og reyndum stjórnendum sem hafa
brennandi áhuga á að vinna með forstjóra að því að byggja upp
sterka liðsheild og framfylgja stefnu, markmiðasetningu og
framtíðarsýn spítalans. Stefnt er að því að mynda samhentan
hóp með fjölbreytta reynslu og bakgrunn.
Starfssvið framkvæmdastjóra
• Fagleg forysta um þjónustu við sjúklinga.
• Forysta um uppbyggingu öryggismenningar og umbótastarfs.
• Stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð.
• Uppbygging mannauðs og liðsheildar ásamt ábyrgð
á starfsmannamálum.
• Ábyrgð á fjármálum, fjárhagsáætlun og rekstri.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Brennandi áhugi á uppbyggingu Landspítala og innleiðingu
stefnu spítalans.
í heilbrigðisþjónustu.
• Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga-
• Mikil hæfni í tjáningu í ræðu og riti, á íslensku og ensku.
• Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun.
• Háskólapróf á heilbrigðissviði er skilyrði,
viðbótarmenntun æskileg.
• Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla.