Fréttablaðið - 14.06.2014, Síða 80

Fréttablaðið - 14.06.2014, Síða 80
14. júní 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 44TÍMAMÓT Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLINGUR HELGI EINARSSON bókbindari og hljómlistarmaður, varð bráðkvaddur á heimili sínu. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þann 19. júní, kl. 13.00. Björn Erlingsson Lilja Þorgeirsdóttir Guðbjörg Erlingsdóttir Magnús Arinbjarnarson Guðfinna Ósk Erlingsdóttir Roberto Pisano barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar og tengdamóðir, GUÐLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR lést á Hrafnistu Reykjavík 5. júní. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. júní kl. 13.00. Auður Eyþórsdóttir Rasmussen Björn Rasmussen Herdís Eyþórsdóttir Vilhjálmur Friðþjófsson Hörður B. Níelsson Sigurlaug Ragnarsdóttir Gísli Níelsson Árnína L. Sigtryggsdóttir Kristborg Níelsdóttir Guðmundur R. Ragnarsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samhug, stuðning og hlýju við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR Þangbakka 10. Einar Hafsteinsson Ásrún Hauksdóttir Sævar Þór Magnússon Guðrún Jónsdóttir Helga Rós, Guðrún Ósk, Haukur Magnús, Kristín Ósk, Elvar Þór, Brynja, Atli, Ragnhildur Sóley og Marinó Freyr MERKISATBURÐIR 1789 Viskí bruggað úr maís í fyrsta skipti. Bruggarinn, séra Elijah Craig, nefnir það „Bourbon“ í höfuðið á heimasýslu sinni, Bourbon- sýslu í Kentucky. 1939 Action Comics gefur út fyrsta Superman-teiknimyndablaðið. 1940 París fellur Þjóðverjum í skaut í síðari heimsstyrjöldinni. 1942 Anna Frank byrjar að halda dagbók. 1949 Þyrlu var flogið yfir Íslandi í fyrsta sinn. Þyrlan var af Bell-gerð og átti að prófa hana í björgunarstörf og strandgæslu. 1975 Smyrill, ferjan milli Færeyja og Íslands, kemur til lands í Seyðis- firði í fyrsta skipti. Rússneski kaupmaðurinn Grigory Shelik- hov markaði upphafið að landnámi Rússa í Alaska á þessum degi fyrir 220 árum. Grigory fann Three Saints-flóann þennan dag á Kodíakeyjum en Evrópumenn uppgötvuðu landið árið 1741 þegar rúss- neskur leiðangur var farinn undir leiðsögn danska landkönnuðarins Vitus Bering. Rússneskir veiðimenn gerðu fljótt innrás í Alaska og réði Páll Rússakeisari Rússnesk- ameríska félagið til að stjórna nýlendunni. Árið 1855 reyndu Rússar að selja Banda- ríkjamönnum nýlenduna. Samningurinn um sölu nýlendunnar var undirritaður árið 1867 í forsetatíð Andrews Johnson og var verðið 7,2 milljónir dala. Hinn 18. október komst landið undir stjórn Bandaríkjanna. Það var Charles Summer öldungadeildarþingmaður sem lagði til nafnið Alaska. ÞETTA GERÐIST: 14. JÚNÍ 1741 Rússar eigna sér Alaska ALASKA Rússar námu land í Alaska fyrir 220 árum síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HJÁLPARSTARF Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmda- stjóri Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF, er á leiðinni til Suður- Súdan þar sem hann mun dvelja við hjálparstörf í tvo mánuði. Ástandið í landinu er afar slæmt og fyrir um viku hóf UNICEF neyðarsöfnun á Íslandi. Stefán Ingi segir stöðuna í Suður-Súdan vera flókna. „Fyrir jól byrjaði borgarastyrjöld í landinu. Á þeim sex mánuðum sem eru liðnir hafa 1,4 milljónir manna verið á flótta,“ segir Stefán. „Ýmsir innviðir lands- ins eru farnir að gefa sig og til dæmis höfðu mjög fáir færi á því að sá í akurinn og rækta landið. Það stefnir í að það verði mikið fæðu óöryggi með haustinu og það er ein stærsta ógnin. Það hangir hungurvofa yfir landinu og það er ekki síður þess vegna sem við erum að hringja við- vörunarbjöllum, til að geta strax komið í veg fyrir hungurs- neyð.“ Aðspurður segir Stefán Ingi að söfn- unin hér á landi hafi gengið mjög vel og UNICEF hafi fengið jákvæð viðbrögð. „Við erum að skora á fólk að taka þátt og leggja sitt af mörkum til að reyna að verja réttindi barna eins vel og við getum við þessar erfiðu aðstæður. Við höfum fullt af tækjum og tólum til að gera þetta miklu betur en hingað til og þess vegna þurfum við að leggja enn þá meira af mörkum,“ segir hann. „Auðvitað hefur mjög mikið þegar verið gert til að koma í veg fyrir farsóttir eins og kóleru og við bólusetningu en við viljum gera miklu meira.“ Stefán Ingi mun byrja á því að ferðast til Naíróbí í Kenía til að fá vegabréfs- áritun. Eftir það verður förinni heitið til Juba, höfuðborgar Suður-Súdan, þar sem hann verður hluti af alþjóðlegu starfsliði UNICEF í landinu. „Í byrjun júlí verð ég mættur á skrifstofuna til að taka þátt í neyðaraðstoðinni. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að fylgja aðstoðinni beint eftir og sjá hvaða áhrif hún hefur.“ Þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur til Suður- Súdan. „Þetta eru erfiðar aðstæður þarna. Það er mikil ábyrgð og mikill heiður að fá að taka þátt í svona mikil- vægu starfi. Í mínum huga snýst þetta fyrst og fremst um það. Við viljum ekki búa í heimi þar sem börn njóta ekki réttar síns. Þess vegna gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir hörmungar. Að fá tækifæri til að taka þátt í því með beinum hætti er mjög spennandi, þó að auð- vitað sé þetta erfitt.“ Þeir sem vilja taka þátt í söfnun- inni á Íslandi geta sent sms með skilaboðunum „BARN“ í símanúmerið 1900 og þar með styrkt UNICEF um 1.900 krónur. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðuna UNICEF.is. freyr@frettabladid.is Heiður að fá að taka þátt í svona mikilvægu starfi Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, dvelur í Suður-Súdan í sumar við hjálparstarf. Hann býst við erfi ðu ástandi á svæðinu en segist hlakka til að leggja sitt af mörkum í þessu stríðshrjáða landi. Neyðarsöfnun fyrir börn í Suður-Súdan er hafi n á Íslandi. VANNÆRING Meira en 50.000 börn í Suður-Súdan þjást af vannæringu og eiga á hættu að láta lífið á næstu vikum og mánuðum fái þau ekki hjálp án tafar. Yfir 740.000 börn undir fimm ára aldri eru auk þess í mikilli hættu á að verða vannæringu að bráð. HANDLEGGSBROTINN Á flótta með systkinum sínum fjórum datt Yuot litli og handleggsbrotnaði. Yuot, systkini hans og móðir búa nú í flóttamannabúðum. STEFÁN INGI STEFÁNSSON HÆTTA Á SJÚKDÓMUM Regntímabilið er hafið, sem skapar enn meiri hættu á sjúkdómum. Yfir 1.000 kólerutilfelli hafa komið upp í höfuðborg- inni Juba og tveimur öðrum héruðum landsins. BÓLUSETNING Barn fær bólusetningu gegn mænusótt. UNICEF hefur bólusett um 180.000 börn gegn sjúkdómnum á undanförnum mánuðum og 288.000 börn í Suður-Súdan hafa auk þess fengið bóluefni gegn mislingum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.