Fréttablaðið - 14.06.2014, Side 91
LAUGARDAGUR 14. júní 2014 | LÍFIÐ | 55
? Ég hef velt einu fyrir mér og rætt við marga stráka og
vinkonur mínar en hvað er þetta
með að stelpur megi ekki kúka?
Margar vinkonur mínar tala um
að þær varla prumpi fyrir framan
kærastann sinn og ekki séns að
fara á klósettið með hann inni á
salerninu en ég skil þetta ekki.
Ég held þær haldi að þá verði þær
ekki lengur kynverur í þeirra
augum (sagði ein vinkona mín orð-
rétt). Veistu hvaðan þetta kemur
og er þetta algengt viðhorf?
● ● ●
SVAR „Sætar stelpur hafa ekki
hægðir“ sönglaði, eða öllu heldur
öskraði, hljómsveitin Botnleðja
fyrir um tuttugu árum. Mér hefur
alltaf þótt þetta mjög merkilegt
fyrirbæri og hélt, eins og þú, að
þetta væri bundið við minn vin-
konuhóp eða karlmenn sem búa í
póstnúmerinu 101. Nú bara nýlega
las ég pistil af þekktu bandarísku
„mömmubloggi“ þar sem þetta var
listað sem eitt af því allra heilag-
asta. Það mátti ekki tala um kúk,
prump, viðurkenna að kúka eða
hafa makann inni á salerninu á
meðan einhvers konar salernis-
tengd hegðun var viðhöfð. Sam-
kvæmt þeirri úttekt þá var það
gert til að viðhalda einhvers konar
„dulúð“. Einmitt. Stelpur, sérstak-
lega ekki sætar stelpur, kúka ekki
og prumpa bara blómalykt. Meira
að segja dömurnar í Beðmálum
í borginni féllu í þessa gildru. Ég
hef líka sérstaklega gaman af
þessum ótta í aukinni umræðu
um endaþarmsörvun því margir
virðast halda að rassinn sé eins
og hnappur sem hægt sé að panta
hægðir úr. Þetta fer því ekki saman.
Ef þú potar í rass þá sprengist ekki
á þig saur (nema viðkomandi þurfi
einmitt að hafa hægðir á þeim tíma-
punkti) en samt þurfa allar mann-
eskjur á einhverjum tímapunkti að
hafa hægðir.
Ég held að þetta sé úrelt mýta
sem haldið er á lofti af stúlkum sem
leiðist að tala um hægðir. Ekkert
dýpra eða flóknara. Það get ég svo
sem vel skilið. Mér finnast hægðir
leiðinlegt umræðuefni og ég finn
ekki þörf til að ræða það sérstak-
lega við maka minn, en ég get það
samt ef ég þarf þess.
Þegar ég var rétt um tvítugt
skrifaði ég pistil um stúlkur og
„númer tvö“ og eftir birtingu hans
var ég ítrekað kölluð „kúkastelpan“
þegar ég fór að skemmta mér. Í því
leynist mikil kaldhæðni því ég ein-
mitt sönglaði hvað manna hæst með
þessu annars ágæta lagi Botnleðju.
En þetta var fyrir rúmum tíu árum.
Nú veit ég betur og á vinkonur sem
deila með mér sorgum og sigrum á
salerninu og maka sem fetta ekki
fingur út í stóran bunka af fem-
ínísku lesefni við klósettskálina.
Áfram veginn segi ég alltaf, opnum
umræðuna og eyðum mýtum. Allir
kúka einhvern tíma, helst reglu-
lega, annars getur það verið merki
um að eitthvað sé að. Sjáðu bara
drottninguna Oprah, hún hefur gert
heilu sjónvarpsþættina um hægðir,
bæði sínar og annarra.
Stelpur mega ekki kúka
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
0
2
9
4
www.samskip.is
> Vel sjóaðir reynsluboltar
Saman náum við árangri
Þeir ná lengst sem sækja fram með samstilltum hætti og fylgja sendingum
eftir alla leið. Samskip eru stoltur bakhjarl íslenska handboltalandsliðsins.
Áfram Ísland!
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
Leikkonan Amber Heard hefur
eytt miklum tíma með börnum
Johnny Depp undanfarið og er
orðin partur af fjölskyldunni.
Depp á börnin Lily-Rose 14 ára
og Jack 12 ára með fyrrverandi
sambýliskonu sinni, Vanessu
Paradis. Depp og Heard trúlofuð-
ust í byrjun árs.
Samkvæmt heimildum Radar-
Online hefur leikarinn vinsæli
sóst mjög eftir því að Heard og
börnin tengist og því skipulagt
helgarferðir fyrir þau öll saman.
Á parinu er 23 ára aldurs munur.
Þau munu væntanlega ganga í það
heilaga á næstu mánuðum.
Tengist
börnunum
STJÚPMAMMA Amber Heard er að
tengjast börnum Johnny Depp.
NORDICPHOTOS/GETTY
„Við stefnum á að fara um allt
landið í sumar og erum að fara
í fyrsta hluta ferðalagsins í vik-
unni,“ segir tónlistarmaður-
inn Eyþór Ingi Gunnlaugsson en
hann og hljómsveitin hans, Atóm-
skáldin, leggja í tónleikaferðalag
um landið í vikunni.
Þeir félagar hafa leigt Liner-
hljómsveitarrútuna og ætla
að búa þar í viku. „Við munum
búa saman í rútunni í viku, það
verður mjög skemmtilegt og fróð-
legt,“ bætir Eyþór Ingi við.
Eyþór Ingi og Atómskáldin
koma fram á fimm tónleikum á
fimm dögum og hefst ferða lagið
á Gauknum á mánudagskvöld
og halda þeir svo norður. Þeir
koma fram á Akureyri á 17. júní,
á Húsavík 18. júní, á Sauðárkróki
19. júní og í Hofi á Akureyri þann
20. júní.
Eyþór Ingi og Atómskáldin
ætla að flytja lög af samnefndri
plötu, en auk þess ætla þeir
félagar að frumflytja nýtt efni.
Þá ætlar hljómsveitin einnig
að spila nokkur lög með hljóm-
sveitum á borð við
Muse, Jeff Buck-
ley, Radiohead og
The Smiths. „Við
lofum mögnuð-
um tónleikum,“
bætir Eyþór
Ingi við.
- lkg
Eyþór Ingi býr
í rútu í viku
EYÞÓR INGI