Fréttablaðið - 21.06.2014, Page 6

Fréttablaðið - 21.06.2014, Page 6
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 SJÁVARÚTVEGUR Frá febrúar til apríl hækkaði verð á sjávar- afurðum í erlendri mynt um 5 pró- sent og hefur ekki hækkað meira á svo stuttu tímabili í fjögur ár. Í Hagsjá hagfræðideildar Lands- bankans kemur fram að verð á uppsjávarfiski hefur hækkað um 13 prósent á tímabilinu og hefur aldrei verið hærra. Verð á mjöli og lýsi hefur sömuleiðis hækkað hratt á síðustu mánuðum eða um tæp 12 prósent. Kolbeinn Árnason, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir tíðindin ánægjuleg og að verð hækkun hjálpi útgerðum í uppsjávarfiski eftir loðnubrest á síðasta fiskveiðiári. Nýliðin loðnuvertíð var næst- lélegasta vertíðin á þessari öld þegar aðeins um 110 þúsund tonn komu að landi. Meiri bjartsýni ríkir fyrir komandi loðnuvertíð en Hafrannsóknastofnun vonast til að geta gefið út kvóta upp á rúm 450 þúsund tonn. - jjk Verðhækkun frá febrúar til apríl er sú mesta á stuttu tímabili í fjögur ár: Sjávarafurðaverð rýkur upp LOÐNA Meiri bjartsýni ríkir fyrir kom- andi loðnuvertíð en nýliðin vertíð var afar léleg. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ný tækni við göngu- greiningu Flexor notast við nýja tækni við göngugreiningu. Göngu- og hlaupa- brettið okkar býr yfir innbyggðum þrýstinemum sem skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag. Fáðu góð ráð, faglega göngugreiningu og lausnir við stoðkerfisvandamálum hjá Flexor. Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Strekkibönd – verulegt úrval!63404 2 bögglateygjur 720 cm með stálkrókum 540 63303 2 Tóg 450 cm - þolir 2,3 tonn 1.750 64403 4 bönd með krókum 2,5x190 cm 3.290 63102 4 bönd með krókum 2,5x360 cm 2.490 64105 ndFarangursba m2,5x360 c 520 64515 440 44076 0901. 100 m. krókum 63 4,5 tonn 5x670 cm 3.290 63114 3.150 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ MENNTAMÁL Kennarasamband Íslands (KÍ) gagnrýnir þær leiðir sem á að fara til að ná mark miðum sem sett eru fram í Hvítbók Illuga Gunnarssonar menntamálaráð- herra, um umbætur í mennta- málum, og segir sparnaðaranda svífa yfir vötnum. Tvö meginmarkmið eru sett fyrir árið 2018. Annars vegar um aukna lestrarhæfni nemenda. Hins vegar að hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhalds- skóla á tilsettum tíma hækki úr 44 prósentum í 60 prósent. Mark- miðunum á að ná með því að endur skipuleggja námstíma og stytta nám til lokaprófa, draga úr brotthvarfi og breyta skipulagi starfsmenntunar. KÍ gagnrýnir þessa leið og telur ekki að stytting námstíma sé svarið við vandanum. „Í Hvítbók er mikið gert úr að vísa til rannsókna í menntamálum en þegar það kemur að styttingu námstíma hafa engar rannsóknir verið gerðar á því og ekkert sem styður þá fullyrðingu að það sé góð leið,“ segir Aðalheiður Steingríms- dóttir, varaformaður KÍ. Aðalheiður bendir á að stuðn- ingur við nemendur, fjölbreyttara námsframboð, aukin starfs- og námsráðgjöf og minni náms hópar séu vænlegri leiðir til árangurs. Einnig að skima fyrir brott- hvarfseinkennum mjög snemma á skólagöngu nemenda og vinna kerfisbundið með forvarnir frá grunnskólastigi yfir í framhalds- skóla. Allt er þetta hluti af mennta- stefnu sem samþykkt var árið 2008 en hefur, samkvæmt KÍ, að stórum hluta legið niðri vegna efnahagskreppunnar. „Það er ekkert komið inn á fjár- muni í Hvítbók. Ef meiningin er að koma menntalögunum í fram- kvæmd, sem KÍ fagnar, kostar það fjármuni. Mér finnst skrýtið að þær kröppu aðstæður sem skólarnir búa við séu ekki settar í samhengi og því finnst mér vanta ákveðna veruleikatengingu í Hvítbókina,“ segir Aðalheiður og bætir við að sparnaðarandi svífi yfir vötnum þótt það komi ekki beinlínis fram. „Illugi hefur sagt að hægt sé að spara með því að stytta námið. Þetta finnst okkur ekki boða gott fyrir menntun nemenda og gæði námsins. Nógu er búið að ganga harkalega að menntakerfinu enda hefur verið sparað þar frá því fyrir efnahagshrun.“ erla@frettabladid.is Gagnrýna styttingu náms og sparnað Kennarasamband Íslands segir styttingu náms ekki réttu leiðina til að hækka hlut- fall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Varaformaður segir sparnaðaranda svífa yfir vötnum í umbótatillögum menntamálaráðherra. Í SKÓLASTOFUNNI Í Hvítbók er eitt meginmarkmiðið að hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma hækki úr 44 prósentum í 60 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mér finnst skrýtið að þær kröppu aðstæður sem skólarnir búa við séu ekki settar í samhengi og því finnst mér vanta ákveðna veruleika- tengingu í Hvítbókina. Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ. ÚKRAÍNA, AP Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, lýsti einhliða yfir vopnahléi í Austur-Úkraínu í gær. Herir stjórnvalda hafa barist við uppreisnarmenn síðastliðnar vikur. Yfir 350 hafa fallið í átök- unum. Vopnahléið mun standa í viku. Talið er ólíklegt að uppreisnar- menn leggi niður vopn fyrr en herir stjórnvalda yfirgefa austur hluta Úkraínu. - ih Einhliða ákvörðun forseta: Vopnahléi lýst yfir í Úkraínu HEILBRIGÐISMÁL Til að ljúka endur nýjun sjúkrarúma á Land- spítala þarf að skipta út 509 slíkum. Áætlaður kostnaður er rúmar 240 milljónir króna. Síðla vetrar var lokið við endur nýjun 101 sjúkrarúms. Þau kostuðu 55 milljónir króna og voru gjöf Minningargjafasjóðs Landspítala. Þar af eru tvö gjör- gæslurúm og tvö fyrir of þunga. Áhersla er á að skipta út fót- stignum rúmum. Þau nýju eru rafknúin og tæknilegri. - fb Endurnýjun á Landspítala: Ný rúm fyrir 240 milljónir BJÖRGUNARSTARF Leit björgunar- sveitarmanna að Ástu Stefáns- dóttur bar engan árangur í fyrra- dag. Í gær var hefðbundið eftirlit á svæðinu við Bleiksárgljúfur en um helgina er vonast til að ýtar- legri leit að Ástu geti hafist þar sem vatnsflæðinu í gljúfrinu verður breytt með stíflum og dælum. „Ég veit ekki hvort það hefst en við erum að vinna í því að viða að okkur viðeigandi tækjum og tólum,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, og bætir við að ekki sé víst að hægt verði að stífla rennslið því að það sé svo mikið en það komi í ljós á næstu dögum. Ekkert hefur spurst til Ástu Stefánsdóttur síðan um hvíta- sunnuna. Sambýliskona hennar, Pino Becerra Bolanos, fannst látin í Bleiksárgljúfri í síðustu viku. Bræður Bolanos, sem komu til landsins að sækja ösku hennar, héldu úr landi í gær eftir að hafa verið viðstaddir minningar- athöfn um Bolanos í húsakynnum Háskóla Íslands. - ebg Ítarlegri leit að Ástu Stefánsdóttur er í undirbúningi hjá lögreglunni: Leit hefur engan árangur borið BLEIKSÁRGLJÚFUR Rennsli er svo mikið í gljúfrinu að ekki er víst að hægt verður að stífla það fyrir leitina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.