Fréttablaðið - 21.06.2014, Page 18
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18
Fyrir skemmstu var mér
sagt upp leigusamningi
íbúðar sem ég hef búið í
undanfarin tvö ár. Ég hafði
alltaf staðið í skilum og
var ástæða uppsagnar sú
að leigusali var kominn í
húsnæðisvanda og vantaði
íbúðina fyrir sjálfan sig.
Eftir mikla leit að leiguhús-
næði sem hentaði komst ég
fljótt að því að leigumark-
aðnum, sem hefur reyndar aldrei
verið upp á marga fiska, hafði
hnignað niður í fyrirbæri sem
minnti helst á hóp soltinna úlfa sem
slógust um síðasta fuglshræið. Þar
að auki er ég með hund og var því
óvelkominn á flesta af þeim fáu
stöðum sem í boði voru.
Ég hef starfað í sama geira í
hálfan annan áratug, í
því sem flokkast víst sem
hefðbundið kvennastarf
og er þar af leiðandi lág-
tekjumaður. Nýlega hlaut
ég smávegis peninga-
summu í arf, ekkert til að
tala um svo sem en þó nóg
fyrir útborgun í litla íbúð.
Þá datt mér í hug að kíkja
á fasteignamarkaðinn þar
sem ég fann litla, ódýra
tveggja herbergja íbúð, reyndar
í afleitu ástandi en ekkert sem ég
treysti mér ekki til að laga sjálfur.
Verðið var ágætt og innistæða fyrir
útborgun til staðar. Gert var tilboð,
með fyrirvara um greiðslumat, og
var tilboðið samþykkt.
Ég tók saman alla pappíra sem til
þurfti og talaði við þjónustufulltrúa
í Landsbankanum sem leit yfir þá
og tjáði mér að þetta yrði líklegast
samþykkt. Rúmlega tveimur vikum
síðar fékk ég hringingu og var sagt
að matinu hefði verið hafnað. Hér
kemur svo smá talnaleikur.
Feitasta hármódelið
Síðastliðin tvö ár hef ég greitt 95
þúsund krónur í leigu á mánuði,
plús rafmagn, síma og internet,
eða eitthvað í kringum 110 þús.
Afborganir af láninu hefðu verið
55 þúsund krónur. Með hússjóði,
fasteignagjöldum, hita, rafmagni,
síma og interneti væri ég að borga
um það bil 90 þúsund.
Samkvæmt neysluviðmiðum
eyðir einstaklingur tæplega 100
þúsund krónum í mat og hreinlætis-
vörur á mánuði. Ég er nú ekkert
sérstaklega grannur maður fyrir
en ef ég eyddi 100 þúsund krón-
um í mat og sjampó þá væri ég lík-
legasta feitasta hármódel í heimi.
Reyndar er ég ekki með hár heldur.
Ég á bíl og mat bankinn að
rekstrarkostnaður af bílnum væri
í kringum 60 þúsund. Ég spurði
þjónustufulltrúa hvort ég stæðist
matið ef ég seldi bílinn og var sagt
að það gengi upp, án bíls hefði ég
engar skuldir eða rekstrarkostnað
og stæðist því greiðslumat.
Það er mikil eftirspurn eftir
sams konar bílum og ég á og því
var ég ekki lengi að finna kaup-
anda. Tveimur dögum síðar fæ ég
aðra hringingu frá Landsbankan-
um og er tjáð að ég standist ekki
heldur greiðslumat þrátt fyrir sölu
á bílnum.
Fyrir utan slæma starfshætti
Landsbankans, þar sem hægri
höndin virðist algerlega óhæf um
að vita hvað sú vinstri er að gera,
þá hlýtur maður að spyrja sig
hvernig samfélagið býður upp á
það að maður á fertugsaldri, skuld-
laus, barnlaus og í fullri vinnu, sjái
fram á það að þurfa að búa í tjaldi
í Laugardalnum. Nema þá að for-
eldrar mínir sjái aumur á mér og
búi um mig í geymslunni.
Hvar skal búið; tjald eða geymsla?
Flest bendir til að á næstu árum
aukist áhrif hlýnunar á norður-
slóðum vegna loftslagsbreytinga
af mannavöldum. Spurt hefur
verið hvort Íslendingar geti mögu-
lega hagnast á þeirri breytingu,
hvort hin aðsteðjandi ógn geti jafn-
vel orðið okkur til happs eins og
„ blessað stríðið“ sem hratt okkur
loks inn í nútímann.
Heimóttarleg framtíðarsýn
Með hlýnun munu vissulega berast
nýjar tegundir til landsins sem við
getum nýtt okkur. Deilurnar um
makrílinn sýna að hér er þó ekki
um einfalt mál að ræða. Makríl-
stríðið er samt aðeins forsmekkur
að stærri átökum sem fylgja munu
hlýnuninni. Hún mun óhjákvæmi-
lega kalla á nýja skiptingu lífsgæða.
Þá er vafamál hvort við getum og
viljum auka matvælaframleiðslu
hér til að lina neyð þeirra sem verða
verst úti af völdum loftslagsbreyt-
inganna. Við framleiðum þegar
matvæli til útflutnings. Þau eru þó
ekki notuð til að seðja hungur þeirra
sem þjást og fátt bendir til að breyt-
ingar verði á því. Núverandi stefna
okkar og ekki síst Hrunið gefa því
miður ekki tilefni til annars en að
ætla að hugur okkar standi einkum
til að auka gnægtir okkar sjálfra og
þeirra sem hafa greiðslugetu eða
háþróaðar vörur til skiptanna. Stór-
felld ræktun korns og annarra mat-
væla sem við höfum takmarkaða
reynslu af gerir líka aukna kröfu
um þekkingu, færni og fjármagn.
Hér erum við komin að kjarna
máls. Loftslagsváin mun stuðla að
enn meiri ójöfnuði en þegar er orð-
inn milli þeirra sem hafa og hinna
sem skortir. Við erum að tala um
brýnustu lífsnauðsynjar og mögu-
leikann á að verða sér úti um þær.
Þetta er skilyrðislaust það fyrsta
sem við verðum að velta fyrir okkur
í núverandi stöðu. Spurningin um
hvort við getum bætt stöðu okkar
hlýtur að mæta afgangi þegar um
líf og dauða fólks er að tefla.
Hlutverk Íslendinga
Okkar Íslendinga mun ekki bíða
neitt „Messíasar“–hlutverk í fram-
tíðinni í þeirri merkingu að okkur
muni óvænt birtast sú lausn sem
leysa muni vanda mannkyns, en það
virðist áleitinn framtíðardraumur
sem ýmsir ráðamenn okkar gera
út á í seinni tíð. Við erum of fá og
smá, menntun okkar takmörkuð og
hugmyndir einhæfar. Efnahags- og
skuldastaða okkar ætti þó að nægja
til að koma okkur, borgurum dverg-
ríkisins Íslands, niður á jörðina and-
spænis hugmyndinni um okkur sem
bjargvættir heimsins.
Hlutverk okkar í framtíðinni ætti
að felast í að gera betur það sem við
höfum hingað til gert best — fyrst
og síðast í samanburði við okkur
sjálf en ekki aðra. Keppum að sjálf-
bærni og endurnýjun líkt og við
höfum kostað kapps um að gera í
umgengni okkar við nytjastofnana
í hafinu. Yfirfærum þá sýn á nýt-
ingu okkar á náttúrunni í heild, en
aukum umfram allt framlag okkar
til þeirra þjóða sem verða verst úti
af völdum loftslagsbreytinganna.
Þannig stuðlum við að friði og rétt-
læti í heiminum.
Framtíðarsýn og pólitísk ábyrgð
HÚSNÆÐI
Bragi Guðlaugsson
stuðningsfulltrúi
➜ Ég er nú ekkert sérstak-
lega grannur maður fyrir
en ef ég eyddi 100 þúsund
krónum í mat og sjampó þá
væri ég líklega feitasta hár-
módel í heimi.
SAMFÉLAG
Arnfríður Guðmundsdóttir
Baldur Kristjánsson
Hjalti Hugason
Sigrún Óskarsdóttir
Sólveig Anna Bóasdóttir
guðfræðingar
➜ Loftslagsváin mun stuðla
að enn meiri ójöfnuði en
þegar er orðinn milli þeirra
sem hafa og hinna sem
skortir. Við erum að tala um
brýnustu lífsnauðsynjar og
möguleikann á að verða sér
úti um þær.
VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.190.000 KR. - GERÐU VERÐSAMANBURÐ
.
Mazda2 er sparneytinn, ótrúlega lipur og hagkvæmur í rekstri. Hann er búinn öflugri 1,3 lítra bensínvél sem þó eyðir
einungis frá 4,3 l/100 km og fær frítt í stæði. Mazda2 er áreiðanlegur, öruggur, vel búinn og frábær í endursölu.
Taktu snúning á Mazda2, gerðu góð kaup og lækkaðu rekstrarkostnaðinn.
MAZDA. DEFY CONVENTION.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is
Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
*
Mazda2 eyðir 4,3 l/100 km í langkeyrslu og fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur í 90 mínútur í senn.
5 stjörnu öryggi!