Fréttablaðið - 21.06.2014, Síða 34

Fréttablaðið - 21.06.2014, Síða 34
KYNNING − AUGLÝSINGHúð og hár LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 20144 Auðveldur ballerínuhnútur Allt of margir telja sig vera með tíu þumalfingur þegar kemur að hárgreiðslu. En meira að segja óhandlagnasta fólk getur lært að gera einfaldar greiðslur í hár, til dæmis hinn klassíska balletthnút. YouTube er til að mynda frábær hjálparkokkur allra sem vilja læra að flétta fasta fléttu, setja upp hár, slétta eða krulla. Ballettiðkun er nokkuð algeng meðal stúlkna á Íslandi. Íslenskar mæður og feður hafa því þurft að koma sér upp kunnáttu í því að setja ballerínuhnút í dætur sínar. Sumum vex þetta verkefni í augum en í raun er það sáraeinfalt. Hér eru nokkrir punktar um hvernig best er að bera sig að. Hafið við höndina Bursta, tvær teygjur, hárspennur, hárkleinu- hring, hársprey og jafnvel hárfroðu. 1. Setjið hárið í hátt tagl. (Einnig er hægt að hafa hnútinn í hnakkanum og er þá taglið sett þar). Passið að allt hárið sé í taglinu og að það sé allt slétt og fínt. Þessu má ná með því að renna yfir hárið með greiðu og setja jafnvel hárfroðu í það til að stuttu hárin standi ekki út í loftið. 2. Setjið taglið í gegnum kleinuhringinn (slíka hringi má fá víða og í ýmsum stærðum). 3. Lyftið taglinu hátt upp og skiptið í tvo jafna hluta, efri og neðri. 4. Dreifið nú hárinu jafnt yfir kleinuhringinn. 5. Takið lausu hárin og vefjið þeim réttsælis utan um taglið undir kleinuhringnum. 6. Gott er að setja stóra teygju utan um hnútinn einu sinni til að halda öllu í horfinu. 7. Festið með spennum á nokkrum stöðum. 8. Nú má spreyja hárspreyi yfir til að ekkert fari úr skorðum. 9. Hnúturinn er fallegur einn og sér en einnig eru til fallegar teygjur og borðar sem binda má utan um hnútinn. Leikkonan Emmy Rossum með klassískan hnút. Hnúturinn fer Reese Witherspoon mjög vel. Kate Bosworth með fallegan háan hnút. Reglulega berast fegrunarráð frá nafntoguðum fegurðardísum nú- tímans en frægar gyðjur menningarþjóðfélaga fornaldar kunnu einnig að dekra við sig og segja elli kerlingu stríð á hendur. ● Eitt fyrsta fegrunarráð sögunnar kemur frá Kleópötru, drottn- ingu Egyptalands. Hún laugaði andlit sitt með blöndu eplaediks og vatns til að vinna á óhreinindum og bakteríum og notaði þess á milli mjólk og hunang til að gera húðina fegurri. Prófið að blanda saman teskeið af ediki á móti tveimur bollum af vatni. ● Kleópatra var einnig meðvituð um góð áhrif vínberja á ótímabæra öldrun húðar. Hún kramdi vínber, blandaði þeim saman við hun- ang og makaði á andlit sitt til yngingar. Merjið tíu græn vínber og blandið saman við matskeið af hunangi. Makið á andlit og látið vera í tíu mínútur. Hreinsið svo af með volgu vatni. ● María Stúart Skotadrottning fór iðulega í uppbyggjandi rauðvíns- bað til að halda húðinni ungri og ferskri. Prófið að hella einu rauð- vínsglasi út í baðvatnið til að mýkja húðina. ● Elísabet fyrsta Englandsdrottning var heilluð af eggjamaska sem er góður til að styrkja hörundið og draga úr roða, þrota og bólum. Aðskiljið egg og makið eggjahvítu á andlitið. Látið vera í tíu mín- útur og hreinsið þá af með volgu vatni. ● Ástargyðjan Afródíta hélt húð sinni fagurri með þangi og þara, bæði til átu og sem líkamsmeðferð. Nota má þang og þara út í salöt og súpur eða baða sig í því til að gera húðina stinna. ● María Antonía Frakklandsdrottning hélt sér unglegri með krydd- jurtabaði sem samanstóð af blóðbergi, kryddmæru, lárviði og salti. Sjóðið í dálitlu vatni 2 matskeiðar blóðbergs, 1 teskeið krydd- mæru, 3 lárviðarblöð og skvettu af salti og setjið út í baðvatnið. ● Konur til forna drógu menn á tálar með ilmjurtum og var kanill í sérstöku dálæti sem þær settu í rúmföt fyrir rómantískar nætur. Húðgaldur fornra gyðja Kleópatra VII Fílópator, drottning og faraó Egyptalands hins forna, var annáluð fyrir glæsileika. Kleópatra fæddist í janúar árið 69 fyrir Krist og dó 12. ágúst árið 30 fyrir Krist. Kim Kardashian skartar oft klassískum ballerínuhnút í svörtu hárinu. NÝTT frá Olay Regenerist árangursríkari húðhreinsun en með hefðbundnum andlitshreinsi. Breyttu umhirðu þinnar húðar á byltingarkenndan hátt! 4x www.medico.is 3 POINT SUPER CLEANSING SYSTEM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.