Fréttablaðið - 21.06.2014, Síða 36

Fréttablaðið - 21.06.2014, Síða 36
FÓLK|HELGIN Hætta á meltingarvandamálum eykst þegar ferðast er til útlanda; ekki síst matareitrun. Magakveis- ur og kvef eru algengasta ástæða veik- inda í fríum því þá snæða ferðalangar öðruvísi mat og framandi fæði sem þeir þola verr í maga. Á sama tíma eykst hætta á bakteríusýkingum úr umhverf- inu vegna allra hinna ferðamannanna. Með því að taka inn góða meltingar- gerla styrkist meltingarflóran og ónæm- iskerfi líkamans og þar með varnir líkamans gegn óæskilegum bakteríum sem valdið geta meltingarvanda. BYLTINGARKENND LAUSN FYRIR MELTINGUNA Það er öllum hvimleitt að glíma við meltingartruflanir í sumarfríi á erlendri grundu og slíkt getur hæglega eyðilagt fríið. Helmingur þeirra sem ferðast til útlanda finnur fyrir óþægindum í maga og þá sérstaklega þegar ferðast er til framandi landa. Með því að taka inn vinveitta meltingar- gerla er unnt að minnka verulega hættu á hvers kyns meltingarvanda, svo sem niðurgangi, hægðatregðu og matar eitrun. SÉRSNIÐIN LAUSN FYRIR UTANLANDSFERÐINA „For travelling abroad“ er tvívirk bakteríuformúla til að taka með í fríið. Hún inniheldur hátt hlutfall góðra baktería, svo sem lactobacillus og bifidobacter ium, sem eru verndandi fyrir meltingu og þarmaflóru og minnka hættu á að óvinveittir gerlar setjist að í meltingarvegi. Auk þess inni- heldur hún saccharomyces boular- dii sem losar þarmaflóruna við óæski- legar bakteríur og dregur verulega úr líkum á magakveisum og niðurgangi. „For travelling abroad“ er frábær vörn fyrir alla fjölskylduna. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 FARA BAKTERÍUR MEÐ Í FRÍIÐ ÞITT? RARITET KYNNIR Taktu verndandi bakteríur fyrir meltinguna með í fríið og njóttu þess að borða allt sem þig lystir. Bakteríuflóran „For travelling abroad“ frá OptiBac Probiotic verndar bakteríuflóru líkamans og styrkir ónæmiskerfið. HVAR FÆST OPTIBAC PROBIOTICS? Optibac Probiotics fæst á eftirfarandi stöðum: Lifandi markaður Lyf og heilsa Apótekarinn Lyfsalinn Lyfjaver Heilsuver Lyfjaval Reykja víkur apótek Apótek Vestur lands Apótek Suðurnesja Árbæjarapótek Apótek Garðabæjar Apótek Hafnarfjarðar Urðarapótek Rima Apótek Akureyrarapótek Garðs Apótek Apótek Ólafsvíkur Heilsutorgið í Blómaval Athugið að úrval getur verið mismunandi eftir útsölustöðum. VELLÍÐAN Í MAGA Ferðalög geta tekið sinn toll og því mikilvægt að undirbúa meltingarvegaflóruna vel áður en haldið er utan í sumarfrí. Fæst með 20 prósenta afslætti út júní Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Lundi í Svíþjóð í sex ár. „Síðan við fluttum til Svíþjóðar höfum við haldið upp á Jóns- messuna, „midsommar“, eftir kúnstarinnar reglum. Þetta er ein mikilvægasta hátíðin hérna í Sví- þjóð, nánast mikilvægari en sjálf jólin.“ Ragnar Freyr heldur úti hinu vinsæla bloggi Læknirinn í eldhúsinu og gaf út samnefnda bók fyrir síðustu jól. Næsta bók er í vinnslu en matreiðsla er aðal- áhugamál læknisins. Um helgina ætlar Ragnar að kveikja upp í grillinu og bjóða fjölskyldunni upp á ljúffenga steik. Hvað gerið þið til að fagna Jónsmessunni? Við nágrannarnir hittumst upp úr hádeginu og gerum okkur glaðan dag sam- an. Þetta er samskotaveisla þar sem lagt er saman í púkk það sem verður á hlaðborðinu. Rík hefð er fyrir því að hafa margar tegundir af síld, böku með Väst- erbotten-osti, heitreyktan lax, nýjar kartöflur með dilli, egg og svo auðvitað tertu með nýjum sænskum jarðarberjum. Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Ég held að egg Benedict séu án efa einn af mínum uppáhalds- morgunverðum og finnst ansi hátíðlegt þegar ég bretti upp ermarnar og skelli í skonsur, hleypi egg og útbý hollandaise- sósu – allt fyrir hádegi. Hver er yfirleitt helgarmorgun- maturinn? Í mörg ár hef ég verið vakinn um helgar með ósk um að baka nokkrar pönnukökur. Það fer yfirleitt svo að ég geri það enda er fátt ljúffengara. Mér finnst líka ljómandi gott að blanda ávöxtum saman við deigið. Að hræra röspuðum eplum eða perum saman við deigið er alveg ljúffengt. Svo er líka rosalega gott að setja bláber í pönnukökurnar og jafnvel hnetur. Svo er auðvitað „möst“ að hafa með þessu ekta hlynsíróp. Og auð- vitað beikon! Sefur þú út um helgar? Það gerist nú sjaldan að ég fái að sofa fram eftir. Þriggja barna faðir fær nú ekki mikinn frið á morgnana og sú yngsta tekur engum rökum hvað þetta snertir. Hún sprettur upp snemma á morgnana, oftast hlæjandi, og vill fá að borða. Vakir þú fram eftir? Það kemur fyrir, mér þykir nota- legt að horfa á bíómyndir einn, þegar allir hafa sofnað. Lélegar spennumyndir sem eiginkona mín myndi aldrei nenna að horfa á. Þegar þú ert næturhrafn, færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Það kemur fyrir að ég poppi en annars læt ég það vera að fá mér eitthvað í gogginn á kvöldin. Enda oftast saddur eftir kvöld- matinn. Ertu með nammidag? Á laugardögum er ég með nammidag. En ég er ekki mikið fyrir sætindi, þannig að það er frekar að ég sleppi mér algerlega í matargerðinni. Hvað er með sunnudags- kaffinu? Þar sem við erum dugleg að baka pönnukökur á sunnudagsmorgn- um höfum við verið heldur löt við að baka eitthvað með kaffinu. Það kemur þó fyrir að elsta dóttir mín, Valdís Eik, nenni að gera skúffuköku, gulrótarkökur eða möffins. PÖNNUKÖKUR Í MORGUNMAT HELGARNEYSLAN Ragnar Freyr Ingvarsson, eða Læknirinn í eldhúsinu eins og hann er betur þekktur, ætlar að halda upp á Jóns- messuna um helgina enda búsettur í Svíþjóð þar sem „midsommar“-hátíðin er næstum stærri en jólin. LÆKNIR Í ELDHÚSI Ragnar verður á fullu að elda um helgina en hann og fjölskylda hans halda Jónsmessuna hátíðlega með nágrönnum sínum í Lundi í Svíþjóð. Hlaðborðið mun svigna undan gómsætum krásum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.