Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 42

Fréttablaðið - 21.06.2014, Side 42
| ATVINNA | VERK- EÐA TÆKNIFRÆÐINGUR SUÐURLAND Sláturfélag Suðurlands er 107 ára, öflugt og framsækið matvælafyrirtæki í eigu búvöruframleiðenda á Suður- og Vesturlandi og almennra hluthafa. Höfuðstöðvar þess eru í Reykjavík og þar eru, auk skrifstofu, markaðs- og söludeildir. Á Hvolsvelli er meginhluti kjötiðnaðar staðsettur ásamt frystihúsi og vörudreifingu kjötvara. Sláturhús rekur félagið á Selfossi ásamt úrbeiningu á kjöti og pökkunarstöð. Nánari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess, www.ss.is. Sláturfélag Suðurlands óskar að ráða verkfræðing / tæknifræðing í starf deildarstjóra í framleiðsludeild. Meðal verkefna eru umsjón með vöruskrá, framlegðar-, verð- og bónusútreikningar, áætlana- gerð, úrvinnsla framleiðsluupplýsinga, endurskoðun verkferla og þátttaka í stjórnun og stefnumótun innan framleiðsludeildar. Óskað er menntunar á sviði verkfræði eða tæknifræði. Reynsla úr matvælaiðnaði er æskileg en ekki nauðsynleg. Starfsaðstaða er á Hvolsvelli en starfinu fylgja bifreiðahlunnindi og því er búseta annars staðar á Suðurlandi vel möguleg. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri s. 488 8200, netfang: gudmundur@ss.is. Áhugasömum er bent á að sækja um á heimasíðu félagsins; www.ss.is undir „sækja um starf“. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2014. LEX LÖGMANNSSTOFA Borgartúni 26 105 Reykjavík Fax 590 2606 Hafnarstræti 94 600 Akureyri Fax 590 2680 Sími 590 2600 lex@lex.is www.lex.is LEX er ein stærsta lögmannsstofa landsins með yfir 40 lögmenn innan sinna raða og sinnir verkefnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. LEX LEITAR AÐ LÖGMÖNNUM LEX lögmannsstofa hefur hug á að bæta tveimur lögmönnum í öflugan hóp félagsins á eftirtöldum sviðum: Eignarréttur, stjórnsýsluréttur og rekstur dómsmála Lögmaður með embættis- eða meistara- próf í lögum og lögmannsréttindi, starfsreynslu á sviði eignarréttar og stjórnsýsluréttar auk haldgóðrar reynslu af rekstri dómsmála. Samkeppnisréttur Lögmaður með embættis- eða meistara- próf í lögum. Lögmannsréttindi eru æskileg ásamt starfsreynslu og/eða framhaldsnámi á sviði samkeppnisréttar. Umsóknarfrestur er til 29. júní 2014 og skulu umsóknir sendar á umsokn@lex.is Sölufulltrúi Útgáfufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir sölu- fulltrúum í fullt starf. Um er að ræða sölu- og kynninga starf fyrir fjöldan allan af ýmis konar ritum sem fyrirtækið gefur út, sjá heimasíðuna www.sagaz.is Krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi. Reynsla af sölu- og kynningarmálum æskileg en ekki skilyrði. Athugið tekjur eru árangurstengdar en tekjumöguleikar miklir! Umsóknir skulu sendar á netfangið: umsokn@sagaz.is fyrir 27. júní nk. Miklir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk Uppsveitir Árnessýslu og Flói óska eftir félagsráðgjafa til starfa Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá sveitarfélögunum í uppsveitum Árnessýslu og Flóa. Um er að ræða 100% stöðu. Starfsstöð félagsráðgjafa er á heilsugæslunni í Laugarási. Samstarf er á milli sjö sveitarfélaga í Árnessýslu á sviði skóla- og velferðar þjónustu. Einn forstöðumaður er yfir svæðinu og er sameiginleg skólaþjónustu- og velferðarnefnd. Forstöðumaður hefur yfirumsjón með faglegu starfi og ráðgjöf. Sveitarfélögin bjóða upp á fjölbreytt verkefni á sviði skóla- og velferðarmála, svigrúm til nýrra verkefna og vinnubragða. Helstu verkefni • Félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð • Barnavernd, • Málefni fatlaðra, • Málefni aldraðra, • Önnur verkefni sem falla undir lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Hæfniskröfur: • Félagsráðgjafamenntun • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu. • Hæfni í að tjá sig í ræðu og riti. Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu berist til Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings á netfangið maria@hveragerdi.is fyrir 9. júlí 2014. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Hótel Klettur er glæsilegt hótel aðeins steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur. Okkur vantar þjónustulundað starfsfólk í hópinn. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að aðstoða í morgun- verðarsal, þarf að hafa kennitölu og leyfi til að starfa á Íslandi. Um vaktavinnu er að ræða og því þarf viðkomandi að geta unnið um helgar og á frídögum þegar þess þarf. Hæfniskröfur Hæfni í mannlegum samskiptum. Gott skipulag og stundvísi. Rík þjónustulund. Enskukunnátta er skilyrði. Umsóknarfrestur er til 25. júní 2014 og skulu umsóknir berast á netfangið sigurdur@hotelklettur.is Herbergisþerna 21. júní 2014 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.