Fréttablaðið - 21.06.2014, Page 43
| ATVINNA |
Helstu verkefni:
• Dagleg yfirstjórn og samhæfing þjónustu og starfskrafta Velferðarsviðs.
• Ábyrgð á stjórnun og framkvæmd velferðarþjónustu í umboði velferðarráðs.
• Undirbúningur mála fyrir velferðarráð og ábyrgð og eftirfylgni með ákvörðunum
ráðsins.
• Stefnumótun í velferðarmálum í samvinnu við velferðarráð.
• Forysta við þróun og innleiðingu nýrra hugmynda og úrræða í velferðarþjónustu,
ásamt mati á árangri og eftirliti.
• Ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlun ásamt annarri áætlanagerð fyrir Velferðarsvið.
• Ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu sviðsins, þ.m.t. fjármálum og starfsmannamálum.
• Samráð við félagasamtök og aðra hagsmunaaðila um velferðarmál.
• Samstarf við opinbera aðila í velferðarmálum innanlands og utan.
• Sviðsstjóri velferðarmála tilheyrir yfirstjórn borgarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og meistarapróf sem nýtist í starfi.
• Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla ásamt reynslu af því að
leiða breytingar.
• Þekking og reynsla af rekstri, þjónustustarfsemi og opinberri stjórnsýslu.
• Víðtæk þekking og reynsla af velferðarmálum.
• Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
• Framsýni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í norrænu máli er kostur.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í.
Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og
kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar, í síma 411-1111 eða ragnhildur.isaksdottir@reykjavik.is
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn. Í því felst stefnumótun í velferðarmálum, áætlanagerð, samþætting
velferðarþjónustu og eftirlit í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum. Ennfremur mat á árangri, þróun nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga við þriðja aðila. Framkvæmd velferðarþjónustu fer fram
á sex þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar og hjá Barnavernd Reykjavíkur. Á Velferðarsviði starfa rúmlega 2.000 starfsmenn á um 100 starfseiningum sem margar veita þjónustu allan sólarhringinn. Velferðarsvið þjónustar um
20.000 einstaklinga á ári og eru áætluð útgjöld sviðsins árið 2014 um 23 milljarðar króna. Velferðarsvið starfar með velferðarráði og barnaverndarnefnd. Horft er til aukinnar áherslu í hverfisbundinni þjónustu sem gæti haft áhrif á
skipulag Velferðarsviðs. Nánari upplýsingar um starfsemi Velferðarsviðs má sjá á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is
Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra Velferðarsviðs.
Saman náum við árangri
Samskip eru flutningafyrirtæki með starfsstöðvar víða um heim. Starfsfólk Samskipa býður viðskiptavinum faglega ráðgjöf og heildar-
lausnir á sviði flutninga- og flutningatengdrar þjónustu. Við höfum á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks sem vinnur ávallt með frum-
kvæði, samheldni og þekkingu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á markvisst fræðslustarf og tækifæri til starfsþróunar. Öryggis- og
heilbrigðismál starfsfólks eru í fyrirrúmi og bjóðum við upp á fyrirmyndar vinnuaðstöðu. Samskip eru Menntafyrirtæki ársins 2014.
Umsóknarfrestur er til og með 29. júní nk.
Umsóknir skulu fylltar út á www.hagvangur.is
SAMSKIP ÓSKA EFTIR AÐ RÁÐA STARFSFÓLK
Í INNFLUTNINGSDEILD
Viðskiptastjóri
Starfssvið
• Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
• Þátttaka í og eftirfylgni með markaðs- og söluáætlunum
• Ábyrgð á tilboðs- og samningagerð
• Samskipti við erlenda samstarfsaðila
Menntunar- og hæfnikröfur
• Menntun á háskólastigi
• Marktæk reynsla af markaðs- og sölustörfum
• Marktæk reynsla af B2B og erlendum samskiptum æskileg
• Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
• Mjög góð kunnátta í ensku, töluðu og rituðu máli
Eiginleikar
• Góð greiningarhæfni
• Mikil kappsemi og metnaður
• Rík þjónustulund
• Afburða samskiptahæfileikar og útsjónarsemi
Söluráðgjafi
Starfssvið
• Sala og kynning á þjónustu innflutningsdeildar
• Þátttaka í og eftirfylgni með markaðs- og söluáætlunum
• Þátttaka í tilboðs- og samningagerð
• Samskipti við erlenda samstarfsaðila
Menntunar- og hæfnikröfur
• Menntun á háskólastigi æskileg
• Reynsla af sölustarfi æskileg
• Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð enskukunnátta er skilyrði
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
Eiginleikar
• Góð greiningarhæfni
• Mikil kappsemi og metnaður
• Rík þjónustulund
• Afburða samskiptahæfileikar og útsjónarsemi
Kraftur og kappsemi
Nánari upplýsingar veita:
Elísabet Sverrisdóttir, elisabet@hagvangur.is
Rannveig J. Haraldsdóttir, rannveig@hagvangur.is
LAUGARDAGUR 21. júní 2014 5