Fréttablaðið - 21.06.2014, Page 45
Upplýsingar veitir:
Þórir Þorvarðarson
thorir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 30. júní nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Fjármálastjóri
Fiskmarkaður Íslands er stærsti fiskmarkaður á Íslandi og fer u.þ.b.40% af öllu seldu magni á
íslenskum fiskmörkuðum í gegnum félagið. Fiskmarkaður Íslands starfar á 9 stöðum: Akranesi,
Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Reykjavík, Rifi, Skagaströnd, Stykkishólmi og Þorlákshöfn.
Aðalskrifstofa fyrirtæksins er í Ólafsvík en þar er jafnframt stærsti móttökustaðurinn. Einnig rekur
félagið öfluga flokkunar- og slægingarþjónustu á Rifi.
Fiskmarkaður Íslands hf. óskar eftir að ráða fjármálastjóra til starfa.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Hefur yfirumsjón með fjárreiðum og bókhaldi félagsins
• Annast útreikning launa og samskipti við opinbera aðila sem að því snýr
• Annast tölvukerfi félagsins og tæknimál
• Ætlast er til að viðkomandi geti einnig leyst af/tekið þátt í verksviði sölustjóra
og öðlist þekkingu á sölukerfum félagsins sem og tölvukerfum því tengdu
• Annast milligöngu um viðskipti á aflamarki sem og öðrum þjónustuþáttum
við viðskiptavini félagsins
• Annast ásamt stöðvarstjórum mönnunarmál og innkaup á rekstrarvörum
Menntun og hæfniskröfur
• Viðskiptamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking á Navision, Microsoft
hugbúnaði og færni til þess að læra
á sérkerfi félagsins
• Haldgóð almenn þekking á
sjávarútvegsmálum
Upplýsingar veitir:
Þórir Þorvarðarson
thorir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 30. júní nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Leikskólakennari á Hólmavík
Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík auglýsir eftir leikskólakennara í fullt starf.
Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er að hjartahlýjum og öflugum
einstaklingi sem nýtur þess að vinna með börnum, býr yfir góðri samskiptahæfni og hefur ríka þjónustulund.
Einnig eru skipulagshæfni og jákvæðni mikilvægir kostir.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 11. ágúst. Vinnutíminn er kl. 8.00-16.00.
Í Strandabyggð búa rúmlega 500 íbúar og er Hólmavík þéttbýlisstaðurinn. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er
fjölbreytt og skólastarf öflugt. Í Strandabyggð er blómlegt tómstunda-, íþrótta- og menningarlíf. Félagsstarf
í sveitarfélaginu er fjölbreytt og þar er hugað að því að sem flestir aldurshópar fái notið sín til fullnustu. Góð
aðstaða er til íþróttaiðkunar og menningarlíf er kraftmikið og fjörugt allt árið um kring. Nánari upplýsingar um
Strandabyggð er að finna á vefsíðunni www.strandabyggd.is.
HREINGERNINGARSTÖRF
Rekstrarfélag Kringlunnar auglýsir eftir áhugasömu fólki til að sinna
þrifum í Kringlunni. Leitað er að flokkstjóra og fólki í almenn þrif.
Kringlan er fjölbreyttur vinnustaður, enda stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur, með yfir 180 verslanir,
veitingastaði og þjónustuaðila. Kringlan kappkostar að bjóða viðskiptavinum sínum upp á hreint og
notalegt umhverfi og þar spila fagleg vinnubrögð hjá samhentu starfsfólki stórt hlutverk.
Flokkstjóri:
Flokkstjóri verður að búa yfir reynslu af svipuðu starfi og hafa haft mannaforráð.
Almennar stöður:
Almennar stöður eru tvenns konar; að sinna þrifum innandyra annars vegar og utandyra hins vegar.
Starfshlutfall er mismunandi. Unnið er á daginn, eftir vaktakerfi, eina viku í senn.
Hæfniskröfur:
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi
• Reynsla af ræstingastörfum
• Iðjusemi og rík þjónustulund
• Hreint sakavottorð
• Íslensku- eða enskukunnátta skilyrði
• 18 ára og eldri
• Snyrtimennska og stundvísi
Laun eru í samræmi við kjarasamninga Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ráðningar annast Viðar J.
Björnsson, sem svarar einnig öllum fyrirspurnum. Umsókn og ferilskrá sendist á vidar@kringlan.is eða í
pósti á Rekstrarfélag Kringlunnar, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 30. júní 2014 og eru bæði konur og karlar hvattir til að sækja um. Viðkomandi
þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 11. ágúst 2014.
Leikskólakennari –
spennandi verkefni –
Leikskólakennari óskast til starfa við leikskóla deild
Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Í Kerhólsskóla eru tvær leikskóladeildir þar sem lögð
er áhersla á útiveru og hreyfingu og að nýta náttúruna
til útináms og listsköp unar. Kerhólsskóli hefur nú fengið
grænfánann í annað sinn.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Leitað er eftir leikskólakennara sem vinnur sem hópstjóri
á deild. Hann vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna
og tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs í teymisvinnu
með kennurum og skólastjóra. Leik- og grunnskóladeildir
Kerhólsskóla flytja í haust undir sama þak í nýjum og glæsi-
legum húsakynnum. Kennarar beggja skólastiga munu í sa-
meiningu þróa skólastarfið og faglega samvinnu deildanna
á komandi skólaári.
Hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum
börnum æskileg
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Stundvísi
Starfið er laust frá 15. ágúst nk. eða eftir samkomulagi.
Möguleiki á húsnæðis- og launahlunnindum.
Umsóknarfrestur er til 28. júní
Nánari upplýsingar gefur Sigmar Ólafsson skólastjóri
í síma 482-2617, 863-0463 eða sigmar@kerholsskoli.is
Heimasíða skólans: www.kerholsskoli.is