Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2014, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 25.06.2014, Qupperneq 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 25. júní 2014 | 38. tölublað | 10. árgangur Launavísitala í maí hækkar Launavísitala í maí 2014 er 480,4 stig og hækkaði um 0,4 prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,2 pró- sent. Hagstofan greinir frá þessu. Vísitala kaupmáttar launa í maí 2014 er 117,0 stig og hækkaði um 0,3 prósent frá fyrri mánuði. Síð- ustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,7 prósent. Í launavísitölu maímánaðar gætir áhrifa kjara- samninga fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga við nokkur stéttar félög opinberra starfsmanna sem undir- ritaðir voru í mars og apríl 2014. - rkr „Ef Íslendingar geta það“ Snjalltækjaleikjaframleiðandinn Plain Vanilla var til umræðu hjá dálkahöfundi á viðskiptasíðu BBC, Rory Cellan-Jones, í síðustu viku. Cellan-Jones velti þar fyrir sér hvernig blönkum Íslend- ingi tókst að búa til leik sem sló í gegn á heimsvísu, sér í lagi þar sem erfið- lega gengur hjá mörgum breskum sprotafyrirtækjum að verða sér úti um fjármagn frá fjárfestum. Cellan-Jones hitti Þorstein Baldur Friðriksson, stofnanda Plain Vanilla, í síðustu viku. Cellan-Jones veltir því upp í greininni hvað Bretar geti lært af Plain Vanilla því að meira að segja í Bretlandi eigi tæknifyrir- tæki erfitt uppdráttar. Ljóst sé að Kalifornía sé enn fyrirheitna landið fyrir unga frumkvöðla. - fbj Semja um smíði ísfi sktogara Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktr- ans Deniz Insaat Ltd. um smíði á þrem ísfisktog- urum á grundvelli tilboðs frá skipasmíðastöðinni. Heildarsamningsupphæðin mun liggja nærri 6,8 milljörðum króna eða rúmum 44 milljónum evra. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er áætlað að gangi samningar eftir muni fyrri tvö skipin verða afhent á árinu 2016 en það þriðja árið 2017. Fyrir er tyrkneska skipasmíðastöðin með tvö upp- sjávarskip í smíðum fyrir HB Granda. - fbj TAKTU GRÆN U SKREFIN MEÐ OKKUR ! AUKIN FLUG UMFERÐ Á RÆTUR Í ASÍU ➜ Airbus spáir tvöföldun í fl ugumferð á næstu fi mmtán árum. ➜ Aukningin drifi n áfram af hag- vexti á nýmarkaðssvæðum. ➜ Um 300 milljarðar króna fara í rannsóknir og þróun hjá Airbus. SÍÐA 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.