Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2014, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 25.06.2014, Qupperneq 26
FÓLK|FERÐIR Ég kynntist Geocaching-rat-leiknum gegnum vinafólk mitt í Portúgal. Þau voru al- veg forfallin og ferðuðust um alla Evrópu í sumarfríunum í leiknum. Ætli ég sé ekki búin að leita uppi hluti í um það bil tíu löndum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, ævintýramanneskja sem stund- að hefur ratleikinn Geocaching síðast liðin sjö ár. Leikurinn gengur út á að finna hlut eftir gps-hnitum og geta hlut- irnir verið faldir um allan heim. Til að vera með þarf að skrá sig á vefsíðuna www.geocaching.com og þar með fæst aðgangur að gps- hnitum og hægt að leggja af stað í leit. „Fjársjóðurinn eða kassinn get- ur verið ýmiss konar og af ýmsum stærðum. Hann inniheldur gesta- bók og stundum hluti. Stundum á að skipta hlutnum út fyrir annan og stundum á að taka hlutinn úr og setja hann í annan kassa í öðru landi. Þá eru hlutirnir með kóða svo hægt er að fylgjast með ferða- lagi þeirra um heiminn,“ útskýrir Hjördís. „Bróðir minn átti einu sinni Hómer Simpson-dúkku sem ferðaðist víða, áður en hún týndist í Svíþjóð,“ segir hún en hver sem er getur falið hlut einhvers staðar, aðeins þarf að sækja gps-hnitin og setja inn á síðuna www.geocach- ing.com ásamt lýsingu á staðnum. „Það þarf að fela hlutinn vel til að hann verði ekki tekinn. Á vin- sælum stöðum þarf oft að þykjast vera að stilla sér upp fyrir mynda- töku, svo ekki sjáist að maður sé að gramsa eitthvað og róta. Þetta er mjög skemmtilegt. Hnitin eru heldur ekki nákvæmari en það að hluturinn getur verið í þriggja metra radíus frá punkti. Það þarf því stundum að leita talsvert, sérstaklega ef hluturinn er lítill. Maður finnur barnið í sjálfum sér því þetta er svolítið eins og fjár- sjóðsleit,“ segir Hjördís. Hún segir einnig ágætis land- kynningu geta falist í fjársjóðs- leitinni því oftar en ekki fela heimamenn hluti á fáförnum en fallegum stöðum. „Það eru til dæmis margir staðir á Íslandi sem ég hefði ekki komið á nema fyrir ratleikinn. Ég bjó á Akur eyri um tíma og þá faldi ég hlut í Kjarnaskógi. Útlendingarnir voru rosa ánægðir með það, að finna almennilegan skóg á Íslandi,“ segir Hjördís en eftir að hafa fundið hlut skrifar fólk umsögn á vefsíðuna og þakkar fyrir sig. Sjálf hefur hún fundið hluti á Grænlandi, Bretlandi, í Indónesíu og Kambódíu svo eitthvað sé nefnt. „Það sem er svo skemmtilegt við þetta er leitin sjálf og að finna barnið í sjálfum sér aftur. Leikurinn leiðir mann líka yfirleitt á ókunnar slóðir,“ sagði Hjördís að lokum. FJÁRSJÓÐSLEIT UM ALLAN HEIM Um allan heim stundar fólk fjársjóðsleit í gegnum vefsíðuna Geocaching.com. Hjördís Guðmundsdóttir hefur leitað uppi „fjársjóði“ í að minnsta kosti tíu löndum og segist finna barnið í sjálfri sér í ratleiknum. ÆVINTÝRI Hjördís með hundraðasta fundinn sinn í Norður-Englandi 2011. „Það fjársjóðsbox var leirstytta af broddgelti og var gesta- bókin falin innan í henni.“ MYND/HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR AKUREYRI Hjördís með Geo-coin sem hún sendi af stað í leiknum og er nú í Portúgal. Það eru til margar goðsagnir um hitt og þetta er varðar flug. Til dæmis eru margir sem fullyrða að matur um borð sé ógeðs- legur, að klósettið sé tæmt í háloftunum og að snjallsíminn geti haft áhrif á flugmögu- leika vélarinnar. Er flugvélamaturinn ógeðslegur? Samkvæmt rannsókn sem gerð var í háskól- anum í Manchester er flugvélamatur ekki ógeðslegur. Það eru hins vegar hávær hljóð í flugvélum, til dæmis frá hreyflum sem gera matinn ólystugan. Há- vaðinn getur haft áhrif á bragð- skynið. Klósettin tæmd í háloftunum Mjög margir flugfarþegar trúa því að klósettin um borð séu tæmd í háloftunum. Hið rétta er að allt sem fer niður í klósettin fer ofan í tank sem er losaður við löndun vélarinnar á jörðu niðri. Ekki er mögulegt að sleppa þvaginu út í himingeiminn. Raftæki láta vélina hrapa Ef þú slekkur ekki á símanum eða tölvunni í flugtaki getur vélin hrapað. Þetta halda mjög margir. Ef það væri raunin væru slík tæki bönnuð um borð. Sannleikurinn er sá að það er ekki til eitt ein- asta sönnunargagn fyrir því að raftæki séu svo hættuleg í flugi. Jafnvel flugmennirnir eru með snjallsíma í flugstjórnarklefanum. Talið er líklegt að í framtíðinni þurfi ekki að slökkva á raftækjum í flugtaki og lendingu. Bakteríur í loftinu Sumir verða alltaf veikir eftir flugferð og kenna loftræstingu vélarinnar um sem sé full af bakt- eríum. Það er ekki rétt. Loftið í vélinni fer í gegnum síu sem drepur 99% allra þeirra baktería og vírusa sem geta verið um borð. Trúlegra er að fólk nái sér í flensu í því landi sem það var statt í. Brjálæðingur um borð getur opnað dyr vélarinnar Margir trúa þessu og eru hræddir við að fljúga. Menn geta róað sig því ómögulegt er að opna flugvélardyrnar í flugi. Trúgjarnir farþegar Margar fleiri mýtur eru til um flug sem eiga sér enga stoð, til dæmis að það sé hættulegt að sitja við neyðarútgang, að vélin sé tölvustýrð og flugmenn þurfi ekkert að gera. Það er auðvitað rangt því þeir þurfa að fylgjast vel með öllum mælum vélar innar, þeir koma henni á loft og lenda. Hins vegar getur stundum verið mögulegt að setja á „autopilot“ í háloftunum en flugmaðurinn þarf engu að síður að fylgjast vel með. Sumir eru hræddir við að sogast ofan í klósettið þegar setið er á því en það er einnig mýta. Sömuleiðis að fólk verði drukknara í flugvélum en á jörðu niðri og að súrefnisgríman geri fólk dópað. Það var sænski vefmiðillinn Expressen sem tók saman. GOÐSAGNIR UM FLUG VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR Í sumar er boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá fyrir gesti Vatnajökulsþjóðgarðs með áherslu á lifandi leiðsögn og persónulega upplifun af náttúru og umhverfi þjóðgarðsins. Á vefnum www.vjp.is má fi nna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð GESTASTOFUR Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar fyrir þjóðgarðinn og næsta nágrenni hans. Gestastofurnar eru jafnframt miðstöðvar fræðslu þar sem náttúru, menningu og sögu er miðlað til gesta í sýningum, fyrirlestrum og gönguferðum með landvörðum. Gestastofur þjóðgarðsins eru: SKAFTÁRSTOFA á Kirkjubæjarklaustri, SKAFTAFELLSSTOFA í Skaftafelli, GAMLABÚÐ á Höfn, SNÆFELLSSTOFA á Skriðuklaustri og GLJÚFRASTOFA í Ásbyrgi. UPPLIFÐU ÆVINTÝRI Í VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐI Í SUMAR! PO RT h ön nu n Velkomin í Vatnajökulsþjóðgarð! Fræðsludagskrá landvarða Gestastofur Vík Húsa- vík GLJÚFRASTOFA Ásbyrgi Hljóðaklettar Dettifoss Snæfell Skaftafell Kverkfjöll Askja Hvannalindir Heinaberg Eldgjá Nýidalur Jökulheimar Laki SKAFTAFELLSSTOFA SKAFTÁRSTOFA Kirkjubæjarklaustur SNÆFELLSSTOFA GAMLABÚÐ Höfn Egilsstaðir Ísafjörður Snæfellsnes Skaftafellsstofa Skaftárstofa Gljúfrastofa Snæfellsstofa Gamlabúð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.