Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2014, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 25.06.2014, Qupperneq 40
25. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur Ný stjarna er fædd Leikkonan Nicola Peltz vakti fyrst athygli í kvikmyndinni The Last Airbender árið 2010. Hún leikur aðalkvenhlutverkið í nýju Transformers-myndinni og eru spekingar í Hollywood sammála um að hér sé á ferð næsta stórstjarna. Þá er hún einnig talin mikið tískutákn og skartar ávallt hátísku á rauða dreglinum. ■ Fædd 9. janúar árið 1995 í New York. ■ Móðir hennar, Claudia, er fyrrverandi fyrirsæta og faðir hennar, Nelson, moldríkur athafnamaður sem átti einu sinni Snapple-merkið. ■ Á sjö systkini. ■ Byrjaði ung í fyrirsætubrans- anum. ■ Spilaði hokkí þegar hún var yngri. ■ Þreytti frumraun sína á sviði árið 2007 og lék á móti Jeff Daniels og Alison Pill í leikritinu Blackbird sem sett var upp af Manhattan Theatre Club. ■ Fékk tilnefningu sem versta leikkona í aukahlutverki á Razzie-verðlaununum fyrir hlut- verk sitt í The Last Airbender. Hver er Nicola? KANKVÍS Í HVÍTU Í kjól frá Giambatt- ista Valli Couture. PÍA Í PRADA Í síðkjól frá Prada. EINFALDUR ELEGANS Í kjól frá Stellu McCartney. LÍKA Í LITUM Í kjól frá Fausto Puglisi. DÁSAMLEG Í dressi frá Dior. GLITRANDI NÝSTIRNI Í kjól frá Gucci. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY Ég er tiltölulega reynslulítill kaffi-drekkandi. Lærði ekki að drekka kaffi fyrr en þrjátíu og eins, og þá bara sem örlitla slettu af uppáhellingi út í heita mjólk. Þessi blanda mín hefði ekki einu sinni flokkast sem lopatreflalattésull. Mjólkin tók varla lit. KAFFIDRYKKJA mín hófst einungis fyrir selskapinn, ekki fyrir bragð né áhrif. Ég vann í búð og klukkan tíu fóru samstarfskonurnar að tala um að „hella uppá“. Þessu fylgdi notaleg stemning sem ég upplifði ekki fullkomlega nema með rjúkandi bolla í hendi. Ég fór því að hita mjólk í örbylgjuofninum á kaffistofunni og skvetta kaffi út í. ÉG komst hægt og bítandi upp á bragðið. Blandan styrktist og ég fór að panta mér kaffi latté en ekki kakó á kaffi- húsum. Ég eignaðist pressu- könnu og bolla og keypti kaffi sem bar framandi nöfn eins og Java Mocca. Ég var orðin dagdrykkjumanneskja. Örbylgjutæknin hætti að duga mér og ég fór að flóa mjólk í sérstakri rafmagns- freyðikönnu. ÞEGAR hægt varð að flóa mjólk á stút á kaffivélinni í vinnunni hafði ég himin höndum tekið. Því fylgdi mikill hávaði, en ég gerði það samt. Gat ekki sleppt því. Bollinn var ekki sá sami óflóaður. Kaffi- bollum á dag fjölgaði og metnaðurinn við hvern þeirra óx. Ég byrjaði vinnudaginn strax á einum og náði öðrum fyrir há- degið. Tveimur til þremur seinni partinn. Ég var farin að hugsa um rjúkandi boll- ann um leið og ég stimplaði mig inn og saknaði hans þegar ég fór heim. SVO fékk ég sjálfmalandi espresso-vél í afmælisgjöf. Kaffið úr henni er himneskt og notalegt kurrið fær mann til að lygna aftur augum! Vinnubollinn á ekki séns. Nú sakna ég heimabollans þegar ég stimpla mig inn og fitja upp á nefið yfir nýflóuðum vinnubollanum. „Ja hérna, þú þarft bara að taka það með þér,“ sagði þá einhver og ég fann að það er komið að næsta skrefi í þroskasögu minni sem kaffineytanda. Ég þarf að fá mér ferðamál. Þroskasaga kaffi neytanda EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SPARBÍÓ HOLLYWOOD REPORTER NEW YORK DAILY NEWS TRANSFORMERS 4, 7, 8, 10:10(P) TEMJA DREKANN SINN 2D 4:30 BRICK MANSIONS 11:10 22 JUMP STREET 8 MILLIOM WAYS, DIE WEST 10:20 VONARSTRÆTI 5 ÍSL TAL www.laugarasbio.isSími: 553-20755% SHORT TERM 12 HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI FRÍTT INN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas „ÉG GAPTI AF UNDRUN!“ - GUARDIAN TRANSFORMERS 2D TRANSFORMERS 3D TRANSFORMERS 3DLÚXUS AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL AÐ TEMJA DREKANN 2 3DÍSL. TAL 22 JUMP STREET FAULT IN OUR STARS TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL X-MEN3D VONARSTRÆTI KL. 4 KL. 8 - 10.30 KL. 5 - 9 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 5.30 - 8 - 10.40 KL. 8 KL. 3.30 KL. 10.40 KL. 8 AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL TRAIN. . . DRAGON 3DENS. TAL ÓTEXT. 22 JUMP STREET GRACE OF MONACO FAULT IN OUR STARS VONARSTRÆTI Miðasala á: Kauptu miða á X-Men með KL. 8 - 10.40 KL. 5.45 KL. 8 - 10.15 KL. 8 - 10.30 KL. 5.40 KL. 5.20 KL. 5.20 - 8 - 10.40 -T.V., BIOVEFURINN.IS -FRÉTTABLAÐIÐ-DV S.R.S

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.