Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 8
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ➜ Það útgerðarmynstur sem Hafnarfjarðarkaupstaður kýs að nota í umsögn sinni virðist hafa þann tilgang hámarka þau áhrif sem umræddar aflaheimildir gætu haft í Hafnarfjarðarkaupstað. Úr ákvörðun atvinnuvegaráðuneytisins E N N E M M E N N E M M E N N E M M E N N E M M E N N E M MMMM E N N E MM E E N N E N E / S ÍA / S ÍAÍA / S ÍA S ÍA / S ÍAA / S ÍAA S Í / / N M 6 / N M 6 / N M 6 / N M 6 / N M 6 / N M 6 / N M 6 / N M 66 / N M 6 / N M 6 / N M 6 MMM N M N 3 4 9 7 3 4 9 7 3 4 9 7 4 9 7 4 9 7 4 9 7 4 9 7 4 9 7 3 4 9 7 3 4 9 7 4 9 44 3 4 3 MENNING Reykjavíkurborg heldur Menningarnótt í nítjánda sinn þann 23. ágúst næstkomandi. Að vanda stendur borgar- búum til boða fjöldi menningar- viðburða, tónleika, sviðslista- og myndlistarsýninga að kostnaðar- lausu. Listamenn geta skráð sig til þátttöku til 1. ágúst næstkomandi á vef Reykjavíkurborgar. Menningarnótt í Reykjavík er stærsti árvissi viðburður lands- ins en allt að hundrað þúsund manns komu saman í miðborg Reykjavíkur í tilefni hennar í fyrra. - ssb Stærsti viðburður ársins: Menningarnótt í nítjánda sinn MÚGUR OG MARGMENNI Gríðarlegur fjöldi fólks kom saman á Menningar- nótt í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STJÓRNSÝSLA Atvinnuvegaráðu- neytið segir ráðherra ekki geta stöðvað sölu Stálskipa á aflaheim- ildum frystitogarans Þórs HF-4 frá Hafnarfirði. Stálskip tilkynntu í lok janúar síðastliðins að Þór HF-4 hefði verið seldur til Rússlands. Sama dag óskaði fyrirtækið eftir því hjá Fiskistofu að aflaheimildir Þórs yrðu fluttar yfir á fimm önnur skip í eigu fjögurra útgerðarfélaga sem öll starfa utan Hafnarfjarðar. Aflaheimildirnar af Þór töldust vera yfir helmingur alls fiskveiði- kvóta sem tilheyrði fyrirtækj- um eða eigendum með heimilis- festi í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld töldu bæinn eiga forkaupsrétt sem honum hefði ekki verið gefið færi á að nýta. Í erindi Hafnarfjarðar- bæjar til atvinnuvegaráðuneyt- isins vegna málsins var vísað til þess að Fiskistofa hefði hvorki til- kynnt bæjarfélaginu né ráðuneyt- inu um söluna á skipinu og kvót- anum. Við meðferð málsins hjá ráðu- neytinu kom fram að Hafnarfjörð- ur taldi hvarf kvótans úr bænum hafa verulega neikvæð áhrif í atvinnu- og byggðalegu tilliti. Var það rökstutt með því að yrði kvóti Þórs nýttur af einu línuveiðiskipi og þremur til fjórum minni bátum myndi það veita um 65 manns atvinnu. Ráðuneytið hafnar þessu. „Þar sem sveitarfélagið stund- ar ekki útgerð fiskiskipa hefur Hafnar fjarðarkaupstaður ekki forræði á fyrirkomulagi eða formi þeirra veiða, sem mögulega yrðu stundaðar á grundvelli umræddra aflaheilda Þórs HF-4,“ segir ráðu- neytið sem telur að meta eigi nei- kvæðu áhrifin af sölunni fyrir Hafnarfjörð miðað við áhrifin sem útgerð Þórs HF-4 hafi í raun haft í bænum. Þór hafi verið frystitogari og aflinn ekki unninn í landi. Af 37 manna áhöfn hafi aðeins átta verið búsettir í Hafnarfirði þar sem íbúafjöldinn sé 26 þúsund manns. „Ef þannig er gert ráð fyrir mestu mögulegri fækkun starfa eða fækkun íbúa í sveitarfélaginu vegna uppsagnar áhafnarinnar og framsals aflaheimilda skipsins úr sveitarfélaginu verða áhrifin óveruleg,“ segir ráðuneytið sem kveður forkaupsréttarákvæði þar með ekki uppfyllt. Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsti vonbrigðum með að ráðherra „telji ekki skilyrði til að hlutast til um ráðstöfun aflaheimilda úr sveitar- félaginu“. Bærinn hyggst stefna Stálskipum og fól lögmanni sínum að vinna áfram að málinu. gar@frettabladid.is Ráðuneytið segir ekki forkaupsrétt að kvóta Atvinnuvegaráðuneytið segir sölu Stálskipa á frystitogaranum Þór og aflaheimildum frá Hafnarfirði ekki hafa slík neikvæð áhrif fyrir bæinn að hann eigi að hafa forkaupsrétt að kvótanum. Lögmaður bæjarins skoðar málið. HAFNARFJARÐARHÖFN Mikið ber í milli í mati atvinnuvegaráðuneytisins og Hafnarfjarðarbæjar á áhrifum brotthvarfs yfir helmings aflaheimilda úr bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Kind fipaði bifhjólamann Erlendur mótorhjólamaður slasaðist á Fagradal um klukkan hálf tíu í gærmorgun þegar kind hljóp í veg fyrir hann. Maðurinn, sem missti stjórn á hjólinu og féll í götuna, var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Hann var rifbeinsbrotinn með samfallið lunga og var sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi læknis í Neskaupstað er maðurinn ekki í lífshættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.