Fréttablaðið - 17.07.2014, Page 9

Fréttablaðið - 17.07.2014, Page 9
Áhugasamir sæki um á www.radum.is fyrir 23. júlí. Allar nánari upplýsingar veitir Hildur Erla Björgvinsdóttir, hildur@radum.is, sími 519 6770. Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Sæktu um fyrir 23. júlí ÁTT ÞÚ HEIMA HJÁ NOVA? skemm tistaðu rStærs ti í heimi! 2014 SÖLU- OG ÞJÓNUSTURÁÐGJAFAR Í VERSLUN OG ÞJÓNUSTUVER Hér óskum við eftir keppnisskapi. Við leitum að framúrskarandi skemmtilegum starfsmönnum til að taka dansinn með okkur í verslunum og þjónustuveri Nova. Þetta er sannkallað draumastarf fyrir þá sem vilja umgangast fullt af fólki og hafa nóg að gera. Í þjónustuverinu er ekki verra að elska að tala í síma. Um er að ræða fullt starf til framtíðar og unnið er á vöktum. Lífsgleði, metnaður og keppnisskap. Þetta skiptir mestu máli hér. Auk mikilla söluhæfileika, þjónustulundar og góðrar tölvukunnáttu. Áhugi á snjallsímum og dótinu sem við erum að selja er nauðsynlegur. Stúdentspróf eða sambærileg menntun er skilyrði. BIG DATA SÉRFRÆÐINGUR Sérfræðingur í vinnslu og greiningu gagna. Við erum á fullu við að byggja upp og þróa viðskiptagreind og greiningu hjá Nova. Okkur vantar sérfræðing til að leiða það starf. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á greiningarmálum, skilja „bisness“ og geta unnið sjálfstætt. Hann þarf að hafa sérþekkingu á úrvinnslu gagna og framsetningu og greiningu upplýsinga. Hann þarf einnig að búa yfir ofurkunnáttu í Excel og hafa einhverja þekkingu á virkni gagnagrunna. Að þekkja QlikView er mikill kostur. Háskólapróf eða sambærilegt nám og starfsreynsla er skilyrði. HJÁ 01101110 01101111 01110110 01100001 ER FORRITAÐ OG FORRITAÐ Ef þú skildir þetta erum við kannski að leita að þér. Við leitum að starfsmanni í þróun hugbúnaðarlausna, bæði í framenda og afturenda. Hjá upplýsingatæknisviði Nova eru þróaðar margar skemmtilegar lausnir. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt vinnuumhverfi sem býður upp á nýjar áskoranir á hverjum degi. Við nýtum Agile hugmyndafræði og tökum mið af skemmtilegum Scrum og Kanban vinnuaðferðum í hópavinnu. Þróun lausna fer fram í Windows og Java umhverfi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á forritun hugbúnaðarlausna. Við notum .NET, LINQ, C#, Java, HTML, CSS, Spring, Hibernate, Javascript, SQL og allt hitt stöffið og því er æskilegt að þekkja þetta eitthvað, sem og að kunna að gúggla. Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði er skilyrði. SÖLURÁÐGJAFI — FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Ertu þessi hressi? Vegna aukinna umsvifa á fyrirtækjamarkaði þurfum við að bæta í hópinn og leitum við því að drífandi söluráðgjafa í fyrirtækjaþjónustu. Í starfinu felst sala á farsíma- og fastlínuþjónustu til fyrirtækja. Aðeins sjálfstæður einstaklingur með mikla reynslu af sölu á fyrirtækjamarkaði kemur til greina. Ef þú hefur áhuga á tækninýjungum, ert metnaðarfull(ur) og hress þá viljum við endilega fá þig í hópinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.