Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2014, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 17.07.2014, Qupperneq 24
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Tímabært er að forráða- menn Landsbankans geri opinberlega grein fyrir því hvers vegna í ósköp- unum bankinn kaus að leggja Húsasmiðjuna inn á fjárhagslega líknardeild fremur en láta hana að fara sömu leið og önnur gjaldþrota fyrirtæki eftir bankahrunið. Þessi björgunaraðgerð Landsbankans var væg- ast sagt vafasöm á sínum tíma, en með árunum hefur betur og betur komið í ljós hvað hún var stór- kostlega vanhugsuð. Steininn tók úr í síðustu viku, þegar upplýst var að Húsasmiðjan hefði viður- kennt stórfelld samkeppnislaga- brot meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og síðar Framtaks- sjóðs lífeyrissjóðanna. Gjaldþrot var rökrétt Þegar Landsbankinn yfirtók eignarhald Húsasmiðjunnar hafði fleira hrunið en bankarnir. Nýbyggingamarkaðurinn hafði skroppið saman um 90% og ekki útlit fyrir endurreisn hans næstu árin. Húsasmiðjan stóð verst allra byggingavöruverslana, skuldaði Landsbankanum yfir 10 millj- arða króna og birgjum háar fjár- hæðir. Fyrirtækið var að sjálf- sögðu gjaldþrota. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði Lands- bankinn afskrifað hluta krafna sinna og óskað eftir gjaldþrota- skiptum. Birgjar og aðrir lánveit- endur hefðu tekið skellinn, eins og eðlilegt má teljast. En þess í stað tók Landsbankinn Húsasmiðjuna í fangið, skar birgjana niður úr snörunni og varpaði áhættunni á herðar landsmanna, núverandi eig- enda bankans. Áfram tap Húsasmiðjunnar Landsbankinn afskrifaði 11,2 milljarða króna af skuldum Húsa- smiðjunnar og lagði fyrirtækinu til rekstrarfé. Steindauður bygg- ingamarkaður hafði hins vegar enga þörf fyrir óbreytt umsvif byggingavöruverslana, enda tap- aði Húsasmiðjan tæpum tveimur milljörðum króna meðan fyrir- tækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðsins, sem er að mestu í eigu lífeyrisjóðanna. Milljarður í skatta og sektir Forráðamenn Landsbankans höfðu vafalítið vitneskju um fyrirhugaða mörg hundruð milljóna króna end- urálagningu skatta á Húsasmiðj- una þegar þeir ákváðu að halda líf- inu í henni. Meðan fyrirtækið var í eigu bankans og Framtakssjóðs áttu umfangsmikil samkeppnis- lagabrot sér stað innan Húsa- smiðjunnar. Þau lögbrot leiddu til 325 milljóna króna sektargreiðslu. Samtals hefur því bæst við rúm- lega milljarðs króna kostnaður af að halda lífinu í Húsasmiðjunni, til viðbótar við tapreksturinn og afskriftirnar. Landsmenn borga brúsann Landsbankinn kom Húsasmiðjunni yfir á Framtakssjóð Íslands, sem svo seldi fyrirtækið í árslok 2011. Kaupandinn yfirtók skuldir, aðal- lega vegna birgða, og borgaði 800 milljónir króna (sem hann fékk reyndar með 20% afslætti gegn- um fjárfestingarleið Seðlabank- ans). Þessar 800 milljónir duga hvergi nærri fyrir skatta- og sekt- argreiðslum og því þarf Lands- bankinn – þ.e. við landsmenn sem eigum bankann – að borga það sem upp á vantar. Var vitað um lögbrotin? Landsbankanum ber skylda til að upplýsa opinberlega hversu miklu hann hefur tapað samanlagt á því að halda lífi í Húsasmiðjunni. Bankinn þarf sömuleiðis, ásamt Framtakssjóðnum, að upplýsa hvort umfangsmikil samkeppnis- lagabrot Húsasmiðjunnar voru með vitund eða samþykki full- trúa þeirra í stjórn Húsasmiðj- unnar, en þeir voru fimm talsins. Eða er kannski ekkert að marka þá fullyrðingu Framtakssjóðsins, í reglum hans um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar, að hann leggi áherslu á að þau fyrirtæki sem fjárfest er í starfi samkvæmt lögum og reglum? Eru þessar regl- ur bara til að sýnast? Samanlagt milljarðatap Lands- bankans og Framtakssjóðsins á líf- gjöf Húsasmiðjunnar er útreikn- anlegt og er smám saman að koma í ljós. Erfiðara verður að reikna út það samfélagslega tap sem hlot- ist hefur af samráði Húsasmiðj- unnar og Byko til að koma í veg fyrir samkeppni á byggingavöru- markaði. Ekki aðeins hefur þetta samráð leitt til þess að neytend- ur borga hærra verð fyrir bygg- ingavörur, heldur hafa afborganir lána þeirra hækkað fyrir vikið. En kannski þykja það ekki vond tíð- indi þegar banki á í hlut. ➜ Samanlagt millj- arðatap Landsbankans og Framtakssjóðsins á lífgjöf Húsasmiðj- unnar er útreiknanlegt og er smám saman að koma í ljós. Erfi ðara verður að reikna út það samfélagslega tap sem hlotist hefur af samráði Húsasmiðjunnar og Byko til að koma í veg fyrir samkeppni á byggingavöru- markaði. Þegar Sameinuðu þjóðirn- ar samþykktu stofnun Ísra- elsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenn- inguna. Það gerði þáver- andi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Áratugum saman þar á eftir stóð Ísland þétt með Ísraelsríki; annað kom ekki til greina hér á landi. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkenndi Palestínuríki stjórn- skipulega á síðasta kjörtímabili, 15. júlí 2011, var það rökrétt næsta skref eftir stofnun Ísraelsríkis og í afstöðu Íslands fólst að viðurkennd væru landamæri Palestínu og Ísra- els eins og þau voru 1967. Um 130 ríki höfðu viðurkennt Palestínu sem ríki áður en Ísland tók þessa ákvörðun. En ákvörðun Íslands hafði sérstaka þýð- ingu því Ísland var fyrsta „vestræna lýðræðisríkið“ sem ákvað að viðurkenna Palestínuríki. Það gat ríkisstjórnin gert af því að utanríkisráðherrann hafði kjark til þess, Össur Skarphéðinsson, og af því að samstarfsflokkur Sam- fylkingarinnar í ríkis- stjórn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, studdi viðurkenninguna fyrir- varalaust. Það gerði ekki sam- starfsflokkur Samfylkingarinnar 2007-2009. Reyndar má geta þess að þegar Össur Skarphéðinsson lagði fram þingsályktunartillögu um viður- kenningu á Palestínu stóðu allir flokkar, utan Sjálfstæðisflokks, að nefndaráliti meirihluta utanríkis- málanefndar sem mælti með sam- þykkt tillögunnar. Bæði núverandi utanríkisráðherra og forsætisráð- herra áttu þá sæti í nefndinni og stóðu að samþykkt hennar. Þannig ber Ísland mikla póli- tíska ábyrgð á þeim málum sem hafa birst okkur á sjónvarps- skjáunum undanfarnar vikur. Þess vegna ætti Ísland að beita sér sér- staklega og skörulega í Palestínu- málunum gegn morðum og ofbeldi Ísraelsstjórnar; vel að merkja ekki allra Ísraela. Fjármagnar ódæðið Fyrir nokkrum árum gegndi höf- undur þessarar greinar starfi sendiherra Íslands gagnvart Ísra- el. Það var einkar fróðlegur tími. Það gerði ég í fyrsta lagi með mik- illi ánægju vegna þess að ég tók í arf þá afstöðu að standa með Ísra- elsríki. Sú afstaða var sennilega og er óraunsæ en ábyrgð okkar er ekki minni fyrir vikið. Hún er meiri. Og hvað er þá til ráða? Margt. En það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir því að það er Bandaríkjastjórn sem ber fremur en allar aðrar ríkisstjórnir heims- ins ábyrgð á því ástandi sem nú er í gangi í Palestínu. Það er vegna þess að Bandaríkjastjórn styður Ísrael og fjármagnar ódæði Ísra- elsstjórnar. Nú þarf að verða til heimshreyfing allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónot- að til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. Getur Ísland eitthvað gert? Já. Ísland getur beitt sér fyrir því að þessi heimshreyfing verði til, hreyfing sem hefur það markmið að knýja Bandaríkjamenn til að láta af stuðningi við Ísrael. Jafn- framt þarf að koma á alþjóðlegu friðargæsluliði sem fylgist með hverju fótmáli í nýjum friðaráætl- unum sem hefur það að markmiði að tvö ríki megi þróast friðsam- lega hlið við hlið, Ísrael og Palest- ína. Það friðargæslulið gæti þurft að vera á staðnum í áratugi; en það er allt að vinna. Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, hefur staðið sig skörulega í Úkraínumálum. Hann ætti því ásamt utanríkismálanefnd Alþingis að taka forystu fyrir hreyfingu sem stöðvar mannvíga- stefnu Ísraelsstjórnar. Strax. Ég er viss um að þjóðin stæði með utan- ríkisráðherra í þessu efni. Það þarf að verða til heimshreyfi ng Landsbankinn þarf að skýra mál sitt Við hliðina á húsinu okkar sem við erum búin að búa í síðan 1996 er gæsluvöllur og á þessum tiltekna gæsluvelli eru dagmömmur. Þær eru búnar að vera þarna síðan gæsluvöllurinn var lagð- ur niður í sinni merkingu sem gæsluvöllur. Það var þannig áður en dagmömm- urnar komu að börnum frá leikskólum Mosfellsbæj- ar var komið fyrir á þess- um litla gæsluvelli og í júní, júlí og ágúst voru þar um 30-40 börn allan daginn á sumrin, með tilheyrandi hávaða, meira að segja svo miklum hávaða að það var ekki hægt að sitja úti á sinni eigin verönd. Eins og gefur að skilja var fólk ekki sátt við þetta, það var ítrekað haft samband við bæjarstjóra með fundum, tölvupóstum o.fl., eitthvað yrði að gera. Við bentum á ýmis atriði en ekkert fékkst áunnið. Ekk- ert gert nema sagt að þetta yrði athugað. Gæsluvellir voru síðan lagðir niður í sinni merkingu nema þessi gæsluvöllur var áfram skipað- ur dagmömmum með fullt af börn- um og leikskólabörnum á morgn- ana, ásamt börnum frá leikskólum sem voru lokaðir á sumrin með til- heyrandi hávaða og látum. Mælirinn er löngu orðinn full- ur bæði fyrir okkur og alla íbúa í kring um þennan gæsluvöll. Á 15 árum hefur ekkert skeð annað en stanslaust áreiti frá þessum gæsluvelli, ásamt andvaraleysi hjá bæjarstjórninni í Mos- fellsbæ. Við erum búin að benda á að hávaðinn sé óþolandi á sumrin því að þegar gott er veður fyllist gæsluvöllurinn af börnum og hávaðinn er yfirþyrm- andi. Það er sóðaskapur í kringum og inni á þessum gæslu- velli og illgresið og njólinn teygja sig í mannhæð yfir girðinguna og út á gangstéttina. Hávaði er í börnum og unglingum sem safnast saman á þessum velli um helgar, það eru oft brotnar rúður í þessum skúr sem tilheyrir gæsluvellinum og oft er búið að grýta ljósastaura sem eru í kringum völlinn og brjóta í þeim perur auk þess sem skúrinn er yfirleitt útkrotaður. Ráðist á einkagarð Alls staðar í kringum þennan rólu- völl og reyndar út um allan Mos- fellsbæ er veggjakrot sem hefur aukist síðustu ár, og bæjarstjórnin gaf það svar um daginn að foreldr- um fyndist þetta í lagi vegna þess að unglingarnir væru þá allavega ekki að drekka á meðan. (Sem sé þetta er tómstundagaman hjá ung- lingum í Mosfellsbæ í boði bæjar- ins.) Það virðist engin gæsla vera í Mosfellsbæ og bæjarstjórnin er ekkert að sinna sínum störfum. Um daginn skeði það svo að ein- hverjir kvörtuðu til bæjarins undan öspum sem við erum með í garð- inum hjá okkur, að greinar þeirra næðu yfir girðinguna og trufluðu gangandi og hjólandi vegafarendur. Það var strax brugðist við og um morguninn meðan húsráðendur voru ekki heima var farið af stað og greinarnar sagaðar af þessum tilteknu öspum og meira en þurfti. Eins og gefur að skilja þá voru húsráðendur ekki hrifnir af þessu athæfi og höfðu samband við bæj- arstjórnina. Svörin voru á þá leið að þeir hefðu haft fullt leyfi til að fara og snyrta aspirnar hjá okkur. Að vísu viðurkenndu þeir að þeir hefðu kannski átt að láta vita af sér fyrst áður en þeir fóru af stað. Þeir hefðu frekar átt að líta sér nær og snyrta og taka til á þessum gæslu- velli og í kringum hann frekar en að ráðast á einkagarða. Þetta er er skrifað í von um að bæjarstjóri ásamt fylgdarliði taki til skoðunar að það er fólk í bænum sem er óánægt með störf þess. Væri ekki ráð að leggja þennan gæslu- völl niður með tilliti til þess að það eru stærri og flottari vellir til ann- ars staðar í þessum stóra bæ sem myndu ekki trufla íbúa í nágrenn- inu eins mikið? Rusl, sóðaskapur, veggjakrot, og hávaði í Mosfellsbænum Nýlega barst sú frétt að kostnaður við viðhald á Hörpu frá 2011 til mars 2014 næmi 56 milljónum (RÚV 15/5). Hingað til hefur verið vonlaust að fá eitthvað upp á borðið varðandi sund- urliðaðan Hörpukostnað og margt er enn hulið. Það kom hins vegar ekki fram í fréttinni að í fjárlög- um 2011 (02-969/6.23) eru 44,2 milljónir vegna viðhalds Hörpu. Sem sagt 44,2 milljónir (fyrir 2011) auk 56 milljóna eftir 2011. Um 100,2 milljónir eru því komn- ar í viðhaldskostnað frá upphafi vegna Hörpu sem er mjög líklega Íslandsmet í viðhaldi nýrrar opin- berrar byggingar. Aldrei hafa Hörpuskuldarar feng- ið að sjá uppgjörið á gallaða suður- veggnum („stuðla“vegg nr. 1) sem var rifinn niður vegna hættu á hruni og sigldi síðan sem ryðtært brota- járn til Spánar. Sagt var að Kínverjar myndu borga skaðann að langmestu leyti og verktakar að einhverjum hluta, en aldrei var getið um þann kostnað sem lenti á skattgreiðendum. En í svari staðgengils menntamálaráðherra (17/10/2011), við fyrir- spurn þingmanns (M.Á. 04/10/2011), var talað um kostnað við endurgerð og uppsetningu stálvirkis fyrir glerhjúp og hlutdeild verkkaupa (ríkis og borg- ar) í þeim kostnaði. Fróðlegt væri fyrir skattgreiðendur og Hörpu- skuldara að sjá þessa reikninga. Það hefur aldrei fengist upp- gefinn óupplýstur heildarkostn- aður Hörpu (A-Ö). Það er löngu tímabært að þessi kostnaðarmál verði rædd opinberlega og ekki á „málheftu“ Hörpu-málþingi eins og síðast. Örfá dæmi um kostnaðarþætti sem vantar svör við: 1) Hvað kostaði Hörpulóðin öll og að gera hana byggingarhæfa? 2) Hvað kostaði jarðvinnan og nið- urrif bygginga á svæðinu? 3) Hvað kostuðu umhverfisframkvæmd- ir vegna Hörpu? 4) Hvað kostuðu gatnatengingarnar? 5) Hvað kost- uðu viðbótarframkvæmdir inni? 6) Hvað kostaði glerhjúpurinn einn og sér? 7) Hvað fékk aðalhönnuð- ur hans fyrir hönnunina? 8) Hvað fengu verkfræðingar, „sérfræðing- ar“ o.fl. fyrir? 9) Hver eru lóðar- og gatnagerðargjöldin? 10) Hver var beinn og óbeinn kostnaður okkar vegna fyrri ónýta suðurveggsins? 11) Hver er fjármagnskostnaður Hörpu frá 2009 til dagsins í dag? 12) Hvað kostuðu okkur „sérstöku“ Hörpufélögin átta? 13) Hvað hefur árlegt meðlag skattgreiðenda og Hörpuskuldara með henni blás- ið mikið út síðustu árin (var sagt í byrjun 1 milljarður)? Svona má áfram telja. NB: það er þarft mál að Ríkis- endurskoðun eða einhver annar óvilhallur aðili geri upp og upplýsi allan byggingarkostnað Hörpu (A-Ö) og annan uppsafnaðan kostnað. Til upplýsinga: Heimildir: Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis: Fjárlög 2011 – Til viðhalds menn- ingarstofnana: Viðhald: 6.23 Tónlistarhús og ráð- stefnumiðstöð í Reykjavík … 44,2 milljónir Viðhald Hörpu – 100,2 milljónir frá upphafi ! FJÁRMÁL Baldur Björnsson framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar UTANRÍKISMÁL Svavar Gestsson fv. sendiherra Íslands í Ísrael ➜ Nú þarf að verða til heimshreyfi ng allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónotað til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. UMHVERFI Stella Eiríksdóttir íbúi í Mosfellsbæ FJÁRMÁL Örnólfur Hall arkitekt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.