Fréttablaðið - 17.07.2014, Page 26
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
Í skýrslu um stærð-
fræðikennslu í fram-
haldsskólum, sem sér-
fræðingahópur á vegum
menntamálaráðuneytis-
ins sendi nýverið frá sér,
er fullyrt að sumir fram-
haldsskólar útskrifi nem-
endur af náttúrufræði-
braut með prófgráður
sem eru nánast að engu
hafandi. Ennfremur er
bent á að nýnemar við HÍ
standi sig misvel á könn-
unarprófum í stærðfræði eftir
því frá hvaða framhaldsskóla
þeir koma. Í ljósi þess hve mun-
urinn er mikill milli einstakra
skóla þurfa þeir skólar sem koma
lakast út að fara í naflaskoðun og
reyna að bæta sinn árangur. Þessi
sláandi niðurstaða hefur í raun
legið fyrir um langt skeið, en ein-
hverra hluta vegna hafa hæstráð-
endur menntamála kosið að sitja
með hendur í skauti.
En hvaða tillögur lagði sérfræð-
ingahópurinn fram til úrbóta? Í
sem stystu máli leggur hópurinn
áherslu á að bæta þurfi mennt-
un kennara, auka símenntun og
snurfusa nokkrar kennslubækur.
Auk þess er lagt til að komið verði
á fót fagráði sem m.a. hafi
það hlutverk að hafa eftir-
lit með kennslu og árangri
í stærðfræði ásamt því að
stjörnumerkja kennslu-
bækur í stærðfræði. Að
áliti skýrsluhöfunda virð-
ist sem stærðfræðikennur-
um sé ekki treystandi til að
meta gæði kennslubóka.
Ýmsar tillögur sérfræð-
ingahópsins eru vissu-
lega góðra gjalda verð-
ar en skýrslan fær engu
síður falleinkunn fyrir að hafa
ekki tekið á grundvallaratriðum
sem krefjast skýrra svara. Varð-
andi umfjöllun hópsins um nátt-
úrufræðibraut ásamt þeim niður-
stöðum sem henni eru tengdar var
nauðsynlegt að draga eftirfarandi
lykilspurningu fram í dagsbirt-
una: Er skynsamlegt að sem flest-
ir framhaldsskólar starfræki nátt-
úrufræðibraut?
Fá skemmri skírn
Svarið gæti vissulega verið já, ef
við höfum aðgang að ótakmörkuðu
fjármagni. En það er útópía sem
gagnslaust er að ræða nánar. Ef
við höldum okkur við raunveru-
leikann þá liggur fyrir að flestir
framhaldsskólar búa við tiltölu-
lega þröngan efnahag og það eru
fá teikn á lofti um viðsnúning á því
sviði. Kröfur um sparnað og hag-
ræðingu gerast æ háværari enda á
almenningur skýlausan rétt á því
að skattfénu sé vel ráðstafað. Gegn
þessum straumi tímans sitja ein-
stakir skólastjórnendur sem verja
lendur síns skóla með öllum til-
tækum ráðum. Enginn vill missa
spón úr aski sínum. Marghrjáð
náttúrufræðibraut skal hafin til
hæstu hæða og bera uppi merki
skólans um ókomna framtíð. Hvað
sem tautar og raular. Þeir neita að
horfast í augu við þann veruleika
að innistæða brautarinnar er horf-
in. Fyrir löngu síðan.
Sökum langvarandi fjárhags-
þrenginga hafa sömu skólar átt í
stökustu vandræðum með að bjóða
upp á námsáfanga sem skilyrðis-
laust ættu að standa nemendum
til boða á náttúrufræðibraut. Til
að halda skútunni á floti eru nauð-
synlegir/æskilegir áfangar á nátt-
úrufræðibraut miskunnarlaust
skornir niður. Námi nemenda er
þar með beinlínis stefnt í voða
hvað frekara framhald varðar.
Þeir fá skemmri skírn. Þeir borga
brúsann að lokum.
Það er í rauninni ljótur leikur
ástundaður þegar sumir skólar
laða til sín nemendur undir því
yfirskini að þar sé starfrækt metn-
aðarfull náttúrufræðibraut þegar
raunin er sú að brautin stend-
ur ekki undir nafni. Allir gjalda
afhroð. Nemendur eru grátt leikn-
ir. Orðstír skólans bíður hnekki.
Væntingar skólastjórnenda um að
von sé á betri tíð með blóm í haga
er rödd hrópandans í eyðimörk-
inni. Skólaþróunin undanfarin
15-20 ár talar sínu máli. Ef horft
er til framtíðar þá er krafan sú að
skólarnir greini sig hver frá öðrum
í auknum mæli og erji sinn akur.
Óhrekjanleg staðreynd
Flestir framhaldsskólar eiga sitt
flaggskip, ef svo má að orði kom-
ast, og sumir skólar eiga reyndar
nokkur flaggskip innan sinna raða.
Það er löngu orðið tímabært að
ráðamenn átti sig á þeirri óhrekj-
anlegu staðreynd að náttúrufræði-
braut getur ekki verið flaggskip
allra skóla þegar hún er í raun veik-
asti hlekkur sumra skóla. Vissulega
getur verið erfitt fyrir einstaka
skólahugsuði, sumir hverjir lokað-
ir í eigin heimi, að horfast í augu
við þá staðreynd að forsendur til-
tekinnar námsbrautar séu brostnar
með öllu og að hún sé í dauðateygj-
unum. En skólapólitík snýst ekki
um draumsýnir eða einstaka skóla-
stjórnendur. Þess vegna er það í
verkahring hæstráðenda mennta-
mála að bregðast við með afgerandi
hætti og draga menn niður úr skýj-
unum og koma þeim niður á jörð-
ina. Nemendum til hagsbóta. Þjóð-
félaginu til hagsbóta.
Sannleikurinn er einfaldlega
þessi: Fjölmargir framhaldsskól-
ar eru vel í stakk búnir til að starf-
rækja öfluga og metnaðarfulla
náttúrufræðibraut. Þeir skila mjög
hæfum nemendum til háskólanáms
í stærðfræðitengdum greinum.
Það er þeirra gersemi. Styrkur
annarra skóla liggur á allt öðrum
sviðum og að þeim styrkleika ber
að hlúa. Það nær engri átt að allir
framhaldsskólar séu að atast í
því sama með mjög misjöfnum
árangri. Skólar fá sinn dóm af því
sem vel er gert.
Tréhestahugsun í menntamálum
1) Hvers vegna koma
ferðaþjónustuaðilar af
fjöllum varðandi gjald-
töku 2014?
Á vordögum 2013 var
Samtökum ferðaþjónust-
unnar (SAF) og stærstu
aðilum þeirra sem taka á
móti skemmtiferðaskip-
um tilkynnt að gjaldtaka
myndi hefjast í Reykja-
hlíð sumarið 2014. Þeim
skilaboðum virðist ekki
hafa verið komið til við-
skiptavina þeirra erlendis. Þvert
á móti birtist stöðugur áróður og
rangfærslur í fjölmiðlum. „Vilj-
um ekki skúra á hvern stað, ekki
fólk með posa, þetta mun skaða
heildarímynd Íslands“ var sagt og
ýmislegt þaðan af verra svo sem
tillögur um eignarnám.
Flestir eru sammála um að
gjaldtaka sé nauðsynleg, en eru
á móti því að einkaaðilar sjái um
sína landareign sjálfir. Hvers
vegna? Hefur aðkoma ríkisins
verið til fyrirmyndar? Hver eru
rökin? Ríkið hefur ekki sýnt það
í gegnum tíðina að það standi
traustari vörð um náttúruna en
einkaaðilar, eða hvað? Allt er þetta
dapurlegt og ekki í takt við óskir
90% erlendra ferðamanna skv.
opinberum könnunum, sem eru
reiðubúnir til að greiða
600-1.200 kr. inn á hvern
stað.
Hvers vegna þessi and-
staða við náttúruverndar-
gjald af hálfu fyrirtækja
í ferðaþjónustu, sem selja
skipulagðar ferðir inn á
land í einkaeigu? Náttúr-
an þarf því aðstoð frá eig-
endum sínum alveg sama
hvort það eru einkaað-
ilar eða ríkið. Nær engu
skattfé hefur verið varið
til verndar náttúruperlum Íslands.
Samt sem áður fær ríkið árlega
25-30 milljarða í virðisauka frá
ferðamönnum. Hvað er í gangi?
2) Hvað með lög um almanna-
rétt og náttúruvernd? Jónsbók
gerði varla ráð fyrir að t.d. um
Mývatnssveit færu 400.000 manns
á ári eins og er nú að gerast? Um
leið og ferðaþjónustuaðilar selja og
hagnast á skipulögðum/auglýstum
ferðum sínum inn á land í einka-
eigu eins og Reykjahlíð þá getur
það varla staðist að almannaréttur
sé enn í gildi.
Í 14. grein náttúruverndarlaga
stendur:
„Mönnum er heimilt án sérstaks
leyfis landeiganda eða rétthafa að
fara gangandi, á skíðum, skautum,
óvélknúnum sleðum eða á annan
sambærilegan hátt um óræktað
land og dveljast þar.“
Síðan segir:
„Á eignarlandi í byggð er eig-
anda eða rétthafa þó heimilt að
takmarka eða banna með merking-
um við hlið og göngustíga umferð
manna og dvöl á afgirtu og órækt-
uðu landi.“
Hvergi stendur að eigandi megi
ekki taka gjald t.d vegna náttúru-
verndar eða vegna öryggis á við-
komandi stað. Við ætlum ekki að
hlutast til um það hvað ríkið gerir
með sínar jarðir.
3) Setti ríkið ekki 10 milljónir
í að byggja upp við Hveri austan
Námaskarðs?
Hér er mikill misskilningur
í gangi. Atvinnu- og nýsköpun-
arráðuneytið óskaði eftir því að
aðeins sveitarfélög gerðu lista yfir
þá staði sem mikill fjöldi ferða-
manna heimsækir. Þá aðeins til
brýnna verkefna á ferðamanna-
stöðum er lúta að verndun náttúru
og öryggi ferðamanna.
Eigendum félags með stærstu
jörð á Íslandi var ekki send slík
beiðni eða óskalisti, bara sveitar-
félögum! Þrátt fyrir það eru svæði
eins og Dettifoss, Hverir og Leir-
hnjúkur/Víti í Reykjahlíðarlandi.
Er þetta ekki skattfé allra Íslend-
inga? Af hverju þessi mismunun?
Skútustaðahreppur (sem leigir
stórt landsvæði af landeigendum)
sendi að sjálfsögðu inn óskalista
yfir staði sem uppfylltu þessi skil-
yrði, t.d Dimmuborgir (eign Land-
græðslunnar), Hveri (eign Reyk-
hlíðunga), Skútustaðagíga (eign
ríkis að meirihluta) og Hverfell/
Hverfjall (eign Vogamanna).
Staðan er nú sú að Skútustaða-
hreppur fær styrkinn, en hrepp-
urinn á ekki svæðið við Hveri!
Það verður að nota styrkinn til
uppbyggingar við Hveri, hvergi
annars staðar. Af hverju fengu
landeigendur Reykjahlíðar ekki
möguleika á að senda inn beiðni/
óskalista? Veit fólk að af þessum
384 m.kr., sem var úthlutað í 88
verkefni nú 30. maí, fengu sveitar-
félög úthlutuð 49% fjármagnsins,
ríkistofnanir/Umhverfisstofnun/
Skógrækt ríkisins 51% og einka-
aðilar 0%! Er þetta ekki forsmekk-
urinn að því sem koma skal með
nýjum náttúrupassa og úthlutun
fjármuna sem hann skapar í fram-
tíðinni, eða hvað? Svari hver fyrir
sig, en ekki rugla saman Skútu-
staðahreppi og landeigendum
Reykjahlíðar.
4) Hvernig sé ég fyrir mér gjald-
töku á Íslandi? Ég hef áður sett
fram þá hugmynd að gjaldtaka
verði hafin á t.d. 10-12 stærstu og
mest sóttu stöðum Íslands eins og
þekkist víða erlendis. Mývatns-
sveit í heild sinni gæti verið eitt af
þessum svæðum. Hér væri því ein-
göngu um samvinnu milli einkaað-
ila, sveitarfélaga og ríkis að ræða,
sem eiga þessar náttúruperlur, en
ekki samtaka. Með rafrænni sam-
tengingu er þetta mjög auðvelt í
framkvæmd. Jafnvel væri hægt
að hafa eitt gjald inn á alla þessa
staði. Allt þetta er útfærsluatriði.
Það sem vakir fyrir landeig-
endum Reykjahlíðar er að vernda
náttúruna og skapa góða ímynd
þegar til lengri tíma er litið.
Verið velkomin á upplýsinga- og
sölusíðu verkefnis okkar: www.
natturugjald.is
Af hverju náttúruverndargjald í Reykjahlíð? Seinni grein
Það er ánægjulegt að finna
aukinn áhuga á umhverfis-
málum og vaxandi umræðu
um slæma nýtingu og
förgun á mat. Umbúða-
málin eru eðlilega hluti af
umræðunni enda tengjast
þær matvælum og neyslu-
venjum okkar mjög náið.
En það gleymist þegar rætt
er um vondu umbúðirnar
hvers vegna við pökkum
vörum yfir höfuð og hver í raun
mengunarvaldurinn sé.
Margar hugmyndir sem draga
úr umbúðanotkun líta dagsins ljós
eins og margnota umbúðir undir
mat til áfyllingar á veitingastöðum
og verslunum eða jafnvel sleppa
umbúðum alveg.
En eru það raunhæfar lausnir?
Umbúðaframleiðendur hafa fyrir
löngu síðan hugað að umhverfis-
málum og eyða stórum fjárhæð-
um og miklum tíma í umhverfis-
vænni umbúðir. Hins vegar eru
pakkningar oft óþarflega fyrir-
ferðarmiklar.
En hvers vegna pökkum
við vörum í umbúðir?
Það er til þess að upp-
fylla kröfur eftirlitsstofn-
ana og okkur neytenda um
að verja vöruna fyrir ryki,
hnjaski og lykt, vegna
gæðastaðla um meðhöndl-
un, hreinlæti, geymsluþol
og ferskleika. Til þess að
sinna upplýsingaskyldu
um pökkunardag, síðasta
söludag, um framleiðandann, inni-
haldslýsingar og næringartöflu,
rekjanleika, notkunarreglur og
varúðarmerkingar svo eitthvað
sé nefnt og strikamerkið að kröfu
stórverslana, sem annars tækju
ekki við vörunni.
Til þæginda, en framleiðendur
létta okkur lífið eins og að rúlla
fyrir okkur tóbakinu en um leið
halda gæðum þess og ferskleika
með umbúðum, því enginn vill
reykja þurra, óþétta sígarettu og
spýta út úr sér tóbaksögnum.
Til aðgreiningar, en umbúðir
eru ígildi kaupmannsins í hillum
stórmarkaðanna sem fanga augu
neytandans sem afgreiðir sig
sjálfur, því vöruúrvalið er orðið
svo miklu meira en þegar mamma
mín fór með mjólkurbrúsann til
áfyllingar. Við þyrftum líka ófáa
margnota brúsa fyrir léttmjólk-
ina, rjómann, súrmjólkina, skyr-
drykkinn og G-mjólkina. Er fólk
tilbúið að fylla bílinn af brúsum
til að stökkva út í búð og fá áfyll-
ingu? Svo kemur að förgun „marg-
nota“ brúsans en sennilega myndi
markaðurinn fyllast af alls konar
margnota brúsum því ekki viljum
við öll vera með eins brúsa.
Ekki bæði haldið og sleppt
Ég efast um að heilbrigðiseftir-
litið yrði ánægt með alla skítugu
brúsana eða ílátin sem kæmu inn
til framleiðanda, inn í verslunina
eða á veitingahúsið til áfylling-
ar. Sennilega þyrfti hreinsibúnað
sem þrifi allar gerðir af brúsum
og ílátum til að uppfylla hreinlæt-
iskröfurnar. Og hvar setjum við
þá innihaldslýsinguna og síðasta
söludag eða strikamerkið og rekj-
anleikann? Við getum spurt hvort
sótthreinsiefnin frá hreinsibún-
aðinum yrðu umhverfisvænni en
förgun eða endurvinnsla á einnota
umbúðum.
Það starfa nefnilega tugir
manna alla daga ársins við að búa
til og bæta við reglugerðum og
nýju verklagi sem framleiðendur
þurfa að uppfylla. Stöðugt hertari
reglur um hreinlæti, pökkunar-
máta og upplýsingagjöf sem kall-
ar á þróun í framleiðslu og nýjar
umbúðir. Margir framleiðendur
vildu gjarnan minnka umbúðaves-
enið sem flækir framleiðsluferlið
og allt leggst þetta á vöruverðið,
sem við neytendur borgum fyrir
og það er dýrt að uppfylla allar
kröfurnar. Kannski ætti að létta
á regluverkinu eða fækka fólkinu
sem býr þær til svo mögulegt sé að
minnka umbúðafarganið.
Ómögulegt er að uppfylla kröf-
urnar og reglugerðirnar sem við
setjum okkur, án þess að pakka
vörunum með einum eða öðrum
hætti. Hér verður ekki bæði haldið
og sleppt. Því þurfum við að vera
snjallari í umbúðamálum en fara
70 ár aftur í tímann. Við erum ein-
faldlega komin á allt annan stað í
neysluvenjum og söluaðferðum,
eða hvað?
Hins vegar getum við spurt
okkur hvers vegna sumum finnst
í lagi að losa úr öskubakkanum
í bílnum á rauðu ljósi eða hvers
vegna plastpokinn sem við tókum
með okkur heim úr búðinni er
kominn utan um fisk í Norðurhafi
og spillir lífríkinu í sjónum. Ég er
ekki svo viss um að það sé umbúð-
unum að kenna.
Eru umbúðirnar sökudólgurinn?
➜ Það nær engri átt að allir
framhaldsskólar séu að atast
í því sama með mjög misjöfn-
um árangri. Skólar fá sinn
dóm af því sem vel er gert.
MENNTUN
Jón Þorvarðarson
stærðfræðikennari
og rithöfundur
FERÐAÞJÓNUSTA
Ólafur H. Jónsson
forsvarsmaður LR
ehf. fyrir verkefninu
➜ Flestir eru sammála um
að gjaldtaka sé nauðsyn-
leg, en eru á móti því að
einkaaðilar sjái um sína
landareign. Hvers vegna?
Hefur aðkoma ríkisins verið
til fyrirmyndar? Hver eru
rökin?
➜ Ómögulegt er að uppfylla
kröfurnar og reglugerðirnar
sem við setjum okkur, án
þess að pakka vörunum með
einum eða öðrum hætti.
Hér verður ekki bæði haldið
og sleppt. Því þurfum við
að vera snjallari í umbúða-
málum en fara 70 ár aftur í
tímann.
NEYTENDUR
María Manda
umbúðahönnuður