Fréttablaðið - 17.07.2014, Side 28

Fréttablaðið - 17.07.2014, Side 28
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍSA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR hjúkrunarheimilinu Skjóli, Kleppsvegi 64, áður Bólstaðarhlíð 40, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 14. júlí 2014. Ingibjörg Sigurjónsdóttir Guðmundur Sigurpálsson Ásthildur Sigurjónsdóttir Jón Stefánsson barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR ARASON til heimilis að Skógarbraut 1106, Reykjanesbæ, varð bráðkvaddur þann 13. júlí síðastliðinn. Jarðarför verður auglýst síðar. Brynja Hilmarsdóttir Anthony D’Onofrio Karen Hilmarsdóttir Einar H. Árnason barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, BJÖRN JÓNASSON Suðurgötu 56, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 10. júlí. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 19. júlí kl. 14.00. Rakel Björnsdóttir Thomas Fleckenstein María Lísa Thomasdóttir Björn Thomasson Elskulegur eiginmaður minn, SIGVALDI MAGNÚS RAGNARSSON Strikinu 8, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. júní sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ég vil þakka læknum og hjúkrunarliði fyrir frábæra umönnun í veikindum hans undanfarin ár á Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi á deild 11G, 11B og 6A. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Selma Gunnarsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GYÐU ÁSKELSDÓTTUR frá Hrísey, Mánatúni 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar í Reykjavík, heimahlynningar Landspítalans og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Jón Þorbjörn Einarsson Guðmundur Jónsson Lilja Guðrún Halldórsdóttir Guðbjörg Jónsdóttir Sigríður Kristín Jónsdóttir Oddur Hallgrímsson barnabörn og barnabarnabörn. HALLFRÍÐUR EIÐSDÓTTIR frá Tröð lést á Dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, mánu daginn 14. júlí. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju mánudaginn 21. júlí kl. 14. Hrafnhildur Karlsdóttir Hörður Karlsson Sigurborg Leifsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR HANNESSON andaðist á heimili sínu, Holtsbúð 33, aðfaranótt laugardagsins 12. júlí 2014. Útför fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 21. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. María Björnsdóttir Sólveig Hauksdóttir Alfreð F. Hjaltalín Helgi Hauksson Nanako Ikeda Gréta Hauksdóttir Emeric Sarron barnabörn og barnabarnabörn. „Það verður mjög margt um að vera, þarna verður kynnt hitt og þetta sem við kemur norrænni strandmenningu,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins og formaður Nor- rænu strandmenningarsamtakanna, sem standa fyrir hinni árlegu Norrænu strandmenningarhátíð sem fram fer í Ósló þessa dagana. Tónlist, bátar, hand- verk, fyrirlestrar og fræðsla um íslenska strandmenningu er á meðal þess sem verður á dagskrá á hátíðinni. Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn en fyrsta hátíð- in var haldin á Húsavík árið 2011 og er Íslenska vitafélagið hugmyndasmiður og frumkvöðull hátíðanna. „Þema hátíðarinnar að þessu sinni er báturinn og því sendir Vitafélagið tvo báta á hátíðina, Húna II og Ríkey,“ segir Sigurbjörg. Gert er ráð fyrir hundruðum báta til Óslóar og er flotinn nú á siglingu inn Óslóarfjörð og kemur til hafnar í Ósló í dag, fimmtudag. Auk þessara tveggja báta verður kynning á íslenskri tónlist sem fjallar um strönd og haf í umsjá hljómsveitarinnar Húnanna. Fleiri Íslendingar standa fyrir ýmsum kynningum og mun Arndís Jóhanns- dóttir kynna nýtingu og verkun á roði fyrr og nú og þá ætlar Þorvaldur Frið- riksson, fréttamaður að halda fyrirlest- ur sem ber yfirskriftina Af hverju heitir norræni sjávarguðinn Ægir? Samtímis og norrænu strandmenn- ingarfélögin kynna sinn menningararf og nýjungar innan strandmenningar halda Norðmenn upp á 200 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar sem og 700 ára afmæli borgarinnar. „Tilgangur með Norrænu strand- menningarhátíðinni er að vera vett- vangur þar sem leikir og lærðir hittast, fræðast, miðla hver öðrum og mynda tengsl. Markmiðið er einnig að styrkja nýsköpun og menningu á strandsvæðum og koma henni á framfæri við almenn- ing. Við viljum opna augu fólks fyrir mikilvægi þessa hluta vistkerfis jarðar og þeirri ógn sem að því steðjar. Þann- ig verður stutt við áherslur í norrænum umhverfismálum og strandmenningu og hún kynnt fyrir umheiminum. Þetta eflir samstarf, samvinnu og nýsköpun í dreifðari byggðum landanna. Við stöndum vörð um hreint haf og virðingu fyrir þeirri menningararfleifð sem tengist ströndum hvers lands,“ segir Sigurbjörg. gunnarleo@frettabladid.is Norræn strandmenning haldin hátíðleg í Ósló Norræna strandmenningarhátíðin er sú fj órða í röðinni en fyrsta hátíðin var haldin á Húsavík 2011, Íslenska vitafélagið er hugmyndasmiður og frumkvöðull hátíðanna. OKKAR BÁTAR Vitafélagið sendir bátana Húna II og Ríkey á norrænu strandmenningarhátíðina í Ósló. Bátasmiðirnir Birkir Þór Guðmundsson og Guðmundur Birkisson gerðu upp Ríkey, en báturinn var upphaflega smíðaður árið 1920. FORMAÐURINN Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins og formaður Norrænu strandmenningarsamtakanna, segir margt verða um að vera á hátíðinni. HLJÓMSVEITIN HÚNARNIR Ármann Einarsson, Eiríkur Stephensen, Snorri Guð- varðarson og Linda Jóns- dóttir, bátasmiðirnir, Birkir Þór Guðmundsson og Guðmundur Birkisson. MERKISATBURÐIR 1932 Á Skólavörðuholti í Reykjavík var afhjúpuð stytta af Leifi heppna Eiríkssyni. Styttan var gjöf Bandaríkjamanna til Íslend- inga í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930. 1936 Spænska borgarastyrjöldin hófst. 1945 Potsdam-ráðstefnan hófst. Þar hittust Harry S. Truman Bandaríkjaforseti, Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna, og Win- ston Churchill, forsætisráðherra Bretlands. Fundur þeirra stóð til 2. ágúst. 1946 Fyrsti landsleikur Íslands í knattspyrnu var leikinn í Reykjavík og voru Danir andstæðingarnir. Leiknum lauk með sigri Dana, 3:0. 1989 Langferðabíll með 27 farþega hrapaði niður í 40 metra djúpt gil er hann fór út af veginum á Möðrudalsöræfum. Far- þegarnir voru norrænir jarðfræðingar og sluppu flestir þeirra lítt meiddir. 1991 Arnór Guðjohnsen jafnaði afrek Ríkharðs Jónssonar með því að skora fjögur mörk í landsleik í knattspyrnu gegn Tyrkjum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.