Fréttablaðið - 17.07.2014, Síða 32

Fréttablaðið - 17.07.2014, Síða 32
FÓLK| Heilu fjöllin af fötum, skóm og kössum taka á móti blaðamanni þegar hann mætir í fataflokkun Rauða krossins í Skútuvogi. Það gerir líka hinn skælbrosandi Örn Ragnars- son verkefnisstjóri sem hefur lofað að leiða okkur í allan sannleikann um þá starfsemi sem fram fer í þessu stóra vöruhúsi. „Vinnan hjá okkur byrjar á hverjum morgni með því að það kemur tuttugu feta gámur frá Sorpu sem venjulega er fullur af fötum eða um þrjú tonn. Þá hefjumst við handa við að losa hann og vinsum úr bestu flíkurnar fyrir búðirnar og í það sem við notum í hjálparstarf,“ lýsir Örn og bendir á að gríðarleg aukning hafi orðið síðustu tvö ár á þeim fötum sem berast Rauða krossinum. „Í fyrra jókst magnið um 270 tonn, og það sem af er þessu ári hef ég flutt út 120 tonnum meira en á sama tíma í fyrra.“ HEIMSMARKAÐUR FYRIR NOTUÐ FÖT Það sem Rauði krossinn getur ekki nýtt sér er flutt út og selt. „Á síðasta ári fóru yfir 1.600 tonn þá leiðina sem gaf 87 milljónir í tekjur,“ segir Örn og tekur fram að mikill markaður sé fyrir notuð föt í heiminum. „Við skiptum við tvö fyrirtæki í Evrópu sem flokka fötin í 250 til 300 flokka eftir efni, stærð og mark- aði og svo selja þeir þetta áfram. Mikið af því sem hér fer í gegn endar í Afríku, Austur-Evrópu eða Miðausturlöndum og austur í Kasakstan,“ segir Örn en innan við tíu prósent af öllum fötum fer í endurvinnslu. VELJA ÞAÐ BESTA Fimmtíu tonn af fötum fara í Rauða- krossbúðirnar og fataúthlutanir og um 20 tonn í hjálparstarf til Hvíta-Rúss- lands. „Við stillum yfirleitt upp færibandi við gáminn og losum úr hverjum poka, skoðum og vinsum úr það besta. Þær Sigrún Jóhannsdóttir og Guðbjörg Pálma- dóttir þekkja þetta allt saman og ráða því hvað verður eftir,“ segir Örn og bendir á að önnur þeirra sé fyrrverandi handa- vinnukennari og hin prjónahönnuður. Örn gengur nú yfir í næsta sal þar sem gæðafötin eru geymd. „Hér fer hin eiginlega úrvinnsla fram. Stelpurnar taka hverja flík og athuga hvort hún stenst gæði, hvort það séu saumsprettur, rifnir vasar eða blettir. Við viljum ekki setja slíkt í búðirnar.“ Örn gengur lengra og bak við fataslá sem hlaðin er dýrindis pelsum er að finna heilt borð fullt af skartgripum. „Við fáum mikið af skartgripum sem margir eru ekki í lagi. Öðru hverju myndum við starfshópa og lögum þá eða búum til nýja skartgripi úr gömlum. LOPAPEYSUR Í VIÐGERÐ Örn röltir fram hjá stöflum af pokum sem greinilega eru fullir af lopapeys- um. Inntur eftir innihaldinu segir hann; „Þetta eru peysur sem eru á leið í viðgerð. Deildirnar á Egilsstöðum og Kópavogsdeildin fá senda flesta pok- ana því þar eru svo góðar prjónakon- ur,“ segir hann en lopapeysur seljast eins og heitar lummur í Rauðakross- búðinni á Laugavegi. BRÚÐARKJÓLAR OG BÚNINGAR En hvað er nú það skrítnasta sem hefur borist í gámunum? „Ja, það er nú ýmislegt. Stundum berast hjálpartæki ástarlífsins,“ segir Örn kíminn og spyr svo Guðbjörgu hvort hún muni eftir einhverju. „Um daginn kom legsteinn í gámnum, en það voru held ég mistök,“ svarar hún hlæjandi. Guðbjörg segist annars safna þeim brúðarkjólum sem berast. „Síðan lána ég þá stundum í tökur,“ segir hún en Örn bendir á að búningahönnuðir hafi stundum sam- band og leggi fram beiðnir um sér- stakan fatnað. NÝ FÖT ÚR VERSLUNUM Við endum yfirferð okkar á svæði þar sem pakkað er fötum sem ætluð eru í hjálparstarf í Hvíta-Rússlandi. „Konur úti um land búa til staðlaða fatapakka fyrir smábörn og eldri krakka en því til viðbótar eru send sérvalin föt,“ segir Örn og bendir á tvo risakassa með nýjum barnastígvélum og öðrum ónotuðum fötum. „Við fáum töluvert af nýjum fötum frá verslunum sem ekki má selja innanlands,“ útskýrir Örn og segir að fleiri fyrirtæki mættu hafa hugsun á því að koma fötum til hans. „Ég veit að enn er verið að urða nýjan fatnað uppi í Álfsnesi. Mig langar til að benda þessum fyrirtækjum á að við getum ábyrgst að fötin fari úr landi,“ segir Örn sem finnst alltaf gaman í vinnunni. ■ solveig@365.is FLOKKA ÚR 20 FETA GÁMI DAGLEGA ENDURNÝTING Hver vinnudagur í fataflokkun Rauða krossins hefst á því starfsmenn og sjálfboðaliðar tæma þrjú tonn af fötum úr tuttugu feta gámi. FLOKKA Þau Helga Thomsen og Einar Sch. Thorsteinsson vinna hörðum höndum við að flokka og para skó. VERKEFNISSTJÓRI Örn Ragnarsson ræður lögum og lofum í fata- flokkun Rauða krossins. METUR GÆÐI Guðbjörg Pálmadóttir fer yfir fatnaðinn og athugar hvort nokkuð leynist saumsprettur eða blettir í honum. MYND/PJETUR TÍSKA ENDURNÝTA SKARTGRIPI „Við fáum mikið af skartgripum sem margir eru ekki í lagi. Öðru hverju myndum við starfshópa þar sem búnir eru til nýir skartgripir úr gömlum, eða lag- aðir þeir sem eru bilaðir.“ Útsalan í fullum gangi 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Verslunin Belladonna Opið virka daga kl. 11–18. Opið laugardaga k l. 10–15. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Gerið góð kaup á góðri vöru, á mjög góðu verði. „Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá 30% afsláttur af öllum útsölufatnaði NÝTTKORTATÍMABIL THE MORE YOU USE IT THE BETTER IT LOOKS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.